Þjóðviljinn - 18.12.1986, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Qupperneq 17
Charles Dickens. stórýktar persónur, sem við viss- um að voru fyrst og síðast hold- tekning tiltekinna eiginleika en komust samt á fæturna með meira lífi en nokkur átti von á. Og ein slík er einmitt Scroggs í Jóladraumi: „Hann hremmdi, hrifsaði, kreisti, kvaldi og plokkaði, þessi gamli ágarni þrjótur. Harður og hárbeittur eins og tinna sem ekk- ert stál hefur nokkru sinni megn- að að kveikja af göfugan neista; þöngull, fálátur og einangraður eins og ostra. Kuldinn innra með honum frysti aldraða ásjónu hans, nísti hvassa nefbroddinn, herpti kinnarnar...“ Og mega þau orð í leiðinni minna á stórgóða þýðingu Þor- steins frá Hamri. Myndir Micha- els Formans eru engin hrákasmíð heldur, hugvitssamlega nákomn- ar hugblæ textans. Árni Bergmann * Með skáldsögunní Grámosinn glóir kemur Thor Vilhjálmsson eflaust mörgum á óvart. Hann sækir nú efnlvið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman prjár ástarsögur. Grámoslnn glóir er þó umfram allt samfelldur óður til íslands. eftir Thor Vilhjálmsson : . HEFUR HLOTIÐ EINRÓMA LOF - • 'Á Mffmm f j m 1 heiti um blóm og blómhlíf og samsett blöð vera óþarflega mörg. Það virkar ruglandi. Fram- an á kápu er ljót ritvilla, þar sem byrkningar (komið af burkni) er skrifað með einföldu i, birkning- ar. Að mínum dómi eru fjórar myndir sem mættu vera betri, þar sem þær gefa varla rétta mynd af viðkomandi plöntum. Það eru: Engjarós s. 63, snæsteinsbrjótur s. 100, bjöllulilja s. 138 og blálilja s. 15. Ég hef alltaf alltaf vanist því að planta sú sem nefnd er hor- blaðka í þessri bók (s 90) héti reiðingsgras, en hornblaðka væri nafn á laufblöðunum. Loks vildi ég koma á framfæri þeirri ósk að bókin verði gefin út sem kilja, þá gæti hún etv. orðið örlítið ódýrari og væri þægilegri í bakpoka. Að lokum vil ég lýsa sérstakri ánægju minni með það framtak að semja og gefa út þessa bók. Lengi máttum við áhugamenn um grasafræði láta okkur nægja Flóru íslands (þó að hún sé góð að sumu leyti) og það voru ekki einu sinni svart-hvítar teikningar af öllum blómplöntunum, en nú er sannarlega vel úr því bætt. Helga Einarsdóttir '">'m0nnA™»lrsson DUNDURSAGA FYRIR UNGLINGA — EFTIR RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON SAGAN ALGJÖRIR BYRJENDUR gerlst í Reykjavík nútímans. Þar seglr frá unglingsstráknum Grímsa og fyrstu ástinni hans, kunningjunum og fieira fóiki veturinn sem sprengjan sprakk. Ekki alveg tíðlndataus vetur pað! Þessi fyrsta skáldsaga Rúnars Ármanns er bæðl skemmtileg og spennandi aflestrar. Dúndursaga fyrir unglinga. . \ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.