Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Laxárdalsheiði Skorti reynslu og þekkingu Elís Porsteinsson verkstjóri vegagerðarinnar í Búðardal: Vinnubrögð Hagvirkis ekki nógu skipuleg „Hafi Jóhann Bergþórsson framkvæmdastjóri Hagvirkis verið afvegaleiddur á Laxárdals- heiði, voru það hans eigin starfs- menn sem eiga þar sökina. Þarna var ekki rétt að verki staðið, vinnubrögð voru ekki nógu skipuleg,“ sagði Elís Þorsteinsson verkstjóri hjá vegagerðinni á Búðardal í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í vikunni hefur verktakafyrirtækið Hagvirki krafið Vegagerð ríkis- ins um rúmlega 24 milljónir króna í bætur vegna vegagerðar á Laxárdalsheiði. Hagvirki fékk rúmlega fjórar milljónir króna greiddar fyrir verkið, sem kostaði fyrirtækið alls um 22 milljónir. Bera þeir Hagvirkismenn fyrir sig að útboðslýsing vegagerðarinnar hafi ekki staðist, verkið hafi verið allt annað en þariagði. Elís fylgdist vel með fram- kvæmdum Hagvirkis á heiðinni fyrir hönd vegagerðarinnar á sín- um tíma. Hann sagðist í gær eng- ar skýringar kunna á því hvers vegna kostnaður Hagvirkis hefði rokið svo upp úr öll valdi, en sagði bótakröfur fyrirtækisins koma sér skringilega fyrir sjónir. „Útboðslýsingar standast Alþýðubandalagið Þröstur ekki með Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, hefur tilkynnt að hann verði ekki með á framboðslista Alþýðubandalags- ins í komandi þingkosningum. Þröstur lenti í sjötta sæti í forval- inu en stefndi á annað sætið að eigin sögn. leikana í Seoul 1988,“ sagði Bjarni Felixson íþróttafréttamað- ur sjónvarps. „Handknattleiksmenn okkar munu standa fyrir sínu. Þetta ár mun að vísu einkennast af upp- byggingu fyrir Ólympíuleikana en efniviðurinn er mikill og liðið verður gott. Mér líst vel á knattspyrnuna hér á landi, sl. sumar var skemmtilegara en undanfarin ár, bæði íslandsmót og landslið og við eignumst sífellt fleiri góða knattspyrnumenn. Ég hef grun um að atvinnumönnum okkar fjölgi enn á árinu. Gróskan í sundinu er mikil og ég á von á Eðvarði Eðvarðssyni og jafnvel fleirum á verðlauna- palli á Evrópumeistaramótinu. Spjótkastararnir munu halda uppi merki frjálsíþróttamanna og slá í gegn með nýja spjótinu sem þeir hafa verið lengi að ná tökum á. Frjálsar íþróttir eru annars í lægð og þar þarf að byggja upp. Körfuboltamenn eru á upp- leið, þar erum við vel á vegi staddir,“ sagði Bjarni Felixson. -VS aldrei að fullu, en frávik frá þess- ari ákveðnu lýsingu voru minni en oft er. Ókunnugleiki þessara manna réði þarna miklu,“ sagði Elís. Jóhannes Benediktsson eig- andi verktakafyrirtækisins Taks sf. í Búðardal, sem var eitt þeirra fyrirtækja sem buðu í verk- ið, sagði í samtali við blaðið í gær að hann teldi erfiðleika Hagvirkis hafa stafað m.a. af því að þeir sem að því stóðu hefðu hvorki haft næga reynslu né þekkingu á vegagerð til þess að annast það. „Það voru ekki meiri frávik frá þessari útboðslýsingu en gengur og gerist og ég tel kostnaðaráætl- un vegagerðarinnar ekki hafa verið óraunhæfa. En skipulag fór úr böndunum hjá Hagvirki. En það er rétt að benda á að þeir hlupu frá verkinu ókláruðu. Venjan hefur verið sú í slíkum tilvikum að verk hafa verið klár- uð á kostnað verktaka, en sú er ekki raunin með þetta verk. Það hefur ekki verið gengið á Hag- virki með það,“ sagði Jóhannes í gær. Búist er við að fulltrúar Hag- virkis og vegagerðarinnar setjist að samningaborði innan tíðar. Arnar Jónsson í hlutverki Kaj Munk Leiklist Leikritið um Kaj Munk Frumflutt á sunnudag Á morgun, sunnudag verður frumsýnt í hliðarkapellu Hall- grímskirkju Leikritið um Kaj Munk eftir Guðrúnu Ásmunds- dóttur. Kaj Munk var prestur á Jótlandi og einn af fremstu lcikritahöfundum Dana á þessari öld. Hann var tekinn af lífi af her- námsliði nasista 4. janúar 1944 fyrir sannfæringu sína og trú. Kaj Munk var þá 46 ára gamall. Leikrit sitt hefur Guðrún Ásm- undsdóttir byggt á sjálfsævisögu Kaj Munk og predikunum hans, og er leikritið skrifað til flutnings í kirkju. Alls taka 16 leikendur þátt í flutningi leiksins, en hlut- verk eru alls 32, stór og smá. Arnar Jónsson leikur Kaj Munk fullorðinn, en bræðurnir Ivar og Daði Sverrissynir leika hann 6 og 9 ára. Lise Munk, eiginkona skáldsins, er leikin af Ragnheiði Tryggvadóttur. Tón- list við Leikritið um Kaj Munk er samin af Þorkeli Sigurbjörnssyni en höfundur verksins, Guðrún Ásmundsdóttir er jafnframt leik- stjóri. ólg. -gg Vinningaskrá iólahappdrættis SÁÁ Daihatsy_R2£^ 56.944 naihatsy_Chai^® tSi »4-859 8.779 69.405 78.536 106.879 99.117 y\fr Kasettutæjó 5.814 6.438 7.786 9.443 3.219 3.470 13-598 17.795 24.153 26.575 28.508 29.407 33.021 136 36.438 rmx Reiðhj6J_ 4.288 4.998 7.386 8.584 9.236 10.817 11.736 15.671 17.118 28.277 29.966 30.848 31.242 32-936 35.643 37.327 38.514 38.735 48J840 49.011 51-120 51-734 51-936 53.392 54.572 55.162 61-289 61.757 62.273 71.114 164.154 110.971 142.781 103.943 113.343 77.154 79.663 82.018 88.536 89.530 91.100 91.196 94.924 95.911 98.680 99.802 99.880 103.538 106.756 107.879 155.057 156.562 127.724 160.427 111.478 114.747 115.802 118.867 120.340 121.692 127.254 129.884 131-028 131.815 136.579 136.664 137.839 138.932 139.233 159.713 163.409 139.425 141.966 145.234 148.728 149.014 149.803 155.847 159.142 159-598 159.910 162.901 163.850 164.532 183.307 190.948 36.898 39.394 47.143 50.600 50.714 52.672 57.644 58-241 61.433 62.670 70.106 75.712 75.808 82.535 87.820 88.504 89.109 89.320 91.478 95.707 96.093 101.576 104.241 107.506 108.690 110.726 111.499 113.574 113.937 114.851 VINNINGHR VERÐP. M-L1R 115.395 118.912 122.676 124.131 124.423 130.887 131.524 132.954 137.902 139.087 141.803 143.115 145.655 148.956 148.959 AFHENTIR 17 ARM0LA 23, 152.416 153.168 154.357 155.682 156.771 158.197 158.796 160.156 162.877 162-992 164,561 170.397 180.763 186.238 186.731 OANOAR 1987 REYK.JAV1K. VINNINGSHAFAR HAFI AÐUR SAMBAND VIÐ SAA 1 SlMA 91-82399. SAA ÞAKKAR MIKINN 0G GÖÐAN STUÐNING. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.