Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 5
Líf til einhvers Áramótadagskráin í sjónvarpinu Dagskrá sjónvarpsins um jól og áramót var með fjölbreytilegra og Kflegra móti og talsvert bar á innlendu efni, sem vel var unnið ogáhugavert. Sjónvarpsmyndin um Elías og Örninn komst vel til skila hjá yngstu kynslóðinni og varð ungu fólki á mínu heimili tilefni til upp- byggilegra spurninga um lífið og tilveruna. Væri óskandi að sjón- varpið gerði meira af því að fram- leiða efni fyrir börn af þessu tagi, myndir sem í rauninni þurfa hvorki að vera flóknar né dýrar í framleiðslu. Reykjavíkurmynd Hrafns Gunnlaugssonar er líklega kvik- myndahneyksli ársins, og undar- legt að jafn metnaðarfullur leik- stjóri og Hrafn skuli leggja nafn sitt við jafn metnaðarlitla mynd. Sá boðskapur borgarstjóra og höfundar myndarinnar, að það séu sérstök mannréttindi Reykvíkinga að eiga rétt á lóð undir einbýlishús í Grafarvogi er einhver ómerkilegasta hræsni sem Reykvíkingum hefur verið boðið upp á í stjórnmálaumræð- unni, og aumt var hlutskipti þeirra ágætu leikara sem þurftu að selja sig í þessa rullu. f mynd- ina vantaði allt yfirlit yfir bygg- ingarsögu borgarinnar, og atvinnu- og menningarlífi borgar- búa voru nánast engin skil gerz, svo að heimildargildi hennar verður næsta lítið nema að á hana verði litið sem ómerkilegan pólit- ískan áróður frá árinu 1986. Áramótaskaupið á Gamlárs- dag þótti mér með ágætum, og var tæknileg vinnsla þess til fyrir- myndar með hraðri klippingu og öðrum skiptingum. Þeir Gísli Halldórsson og Rúrik Haralds- son fóru á kostum í hlutverkum Gorbatsjovs og Reagans og yfir- leitt var húmorinn léttur og hæfi- lega rætinn. Ekki er mér að fullu ljóst hver tilgangur sjónvarpsins er með beinni útsendingu frá áramóta- dansleiknum, nema ef vera kynni að kynda undir þær stallsystur, hégómagirnd og öfund, og skapa áhorfendum kærkomið tilefni til hneykslunar á nýbyrjuðu ári. Úr því að sjónvarpinu hefur tekist að fá þekkt fólk úr þjóðlífinu til þess að sýna sig á áramótaskemmtun fyrir alþjóð, þá hefði ekki skaðað að blanda þessa hégómasýningu með svolítilli sjálfsíróníu, sem gæti kannski gert svona uppá- komu að brúklegu sjónvarpsefni. En til þess þyrfti markvissari undirbúning og vinnu á staðnum. Sýningin á óperunni Aidu á ný- ársdag var stórbrotin í alla staði og sýndi okkur að sjónvarpið get- ur verið góður miðill fyrir óperu- flutning þegar vel er að staðið. Þarna hélst allt í hendur, frábær söngur, góð hljómsveitarstjórn og snilldarleg leikmynd og leik- stjórn, þar sem tröllauknar myndir af Sfinxum og öðrum eg- ypskum trúartáknum gegndu mikilvægu hlutverki sem tákn fyrir hið egypska heimsveldi. Þessi sýning Scala-óperunnar á Aidu frá því í fyrravetur með þeim Luciano Pavarotti og Maríu Chiara mun þegar vera sögufræg orðin, og kannski verður erfitt að ímynda sér hvernig íslenska óper- an ætlar að koma þessu mikla drama fyrir á sviði sínu eftir að hafa séð hvernig Aida getur best verið flutt. Rúsínan í pylsuendanum á ný- ársdag var svo kvikmynd Kristín- ar Jóhannesdóttir „Líf til ein- hvers“ eftir handriti Nínu Bjark- ar Árnadóttur. Greinilegt er að mikill metnaður hefur verið lagður í þetta verk af hendi höf- unda og sjónvarpsins, og mynd- rænt séð var verkið oft áhrifa- mikið, en þegar upp er staðið vakna efasemdir um innihaldið. Þrjár kynslóðir kvenna, móðir, dóttir og dótturdóttir elska sama manninn, sem virðist hafa fátt annað til brunns að bera en líf- lega og stjórnlausa kynhvöt. Öll ber þessi kynduga fjölskylda þó slétt og fellt yfirbragð hinnar upplýsti millistéttar: sambýlis- maðurinn er arkitekt og sambýl- iskona hans er félagsráðgjafi og stendur jafnframt í því óskemmtilega hlutverki að dæma barn af drykkjusjúkri einstæðri móður. Sá þáttur myndarinnar var ekki síst gallaður: forsendur þess dóms voru lítt krufnar og að- stæður barnsins ekki sýndar. Samúð höfundar með hinni drykkfelldu konu var áberandi án þess að óbreyttar aðstæður henn- ar gætu verið fýsilegur valkostur í sjálfu sér fyrir hana eða barnið. Hér var tæpt á djúpstæðum vanda sem væri út af fyrir sig fróðlegt efni í kvikmynd, en að afgreiða hana í framhjáhlaupi bauð vart upp á annað en hálf- kveðna vísu. Þáttur hinnar drykkfelldu móður í myndinni var hins vegar það stór að hann yfirskyggði að nokkru þann sam- lífsvanda sem telja verður höfuð- efni leiksins og átti sér stað á heimili félagsráðgjafans og sam- býlismannsins. Hafi þáttur drykkfelldu konunnar átt að gefa verkinu í heild aukna dýpt, þá gerist það á kostnað þeirrar sál- rænu krufningar sem afhjúpað gæti með meiri sannfæringu þau margslungnu tilfinningatengsl sem þar voru í gangi. Ástaratlotin við speglana og frygðarstunurnar áttu að lýsa þeirri girnd holdsins og einsemd sálarinnar sem tveir aðrir meist- arar norrænnar kvikmyndalistar hafa lýst með eftirminnilegum hætti á hvíta tjaldinu: þeir Carl Th Dryer í myndinni Gertrud og Ingmar Bergman í Þögninni. I mynd þeirrar Kristínar og Nínu Bjarkar vantaði kannski þá djúpu sálrænu könnun sem gerði myndir þeirra Dryers og Berg- man eftirminnilegar. Myndin var vel leikin og fagmannlega unnin að mörgu leyti, en markmið höf- unda hefðu mátt vera skýrari. Ólafur Gíslason . i» STDÐVUN KAUPSKIPA- FLÖTANS Vegna yfirvofandi verkfalls undirmanna á kaupskipum vekur EIMSKIP athygli viðskiptavina sinna á eftirfarandi: # Boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hjá undirmönnum á kaupskipum hefst á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudagsins 6. janúar 1987 hafi samningar þá ekki tekist. # Á undanförnum mánuðum hafa ítrekaðar tilraunir verið geröar til þess að ná samningum við forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur og afstýra vinnustöðvun.Þærtilraunir hafa ekki borið árangur. Komi til verkfalls munu íslensk kaupskip stöðvast eitt af öðru í janúar. # EIMSKIP bendir viðskiptavinum sínum á að vera viðbúnir verkfalli, og gera ráðstafanir til að vörur komi með þeim skipum félagsins sem lesta í erlendum höfnum á næstunni. # Af hálfu EIMSKIPS verður áfram lagt kapp á að sanngjarnir samningar náist sem allra fyrst við viðsemj- endur fyrirtækisins. Vonast er til þess að óþægindi af væntanlegri vinnustöðvun verði sem minnst og að flutningsþjónusta EIMSKIPS komistsem fyrst í eðlilegt horf. EIMSKIP ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 jlNGAÞJÓNUSTAN/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.