Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 8
Ríkisútvarpið Ávarp við úthlutun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Forseti íslands, menntamála- ráðherra, góðir tilheyrendur. Mér telst svo til að á síð- astliðnum 15 árum hafi ég 12 sinnum verið viðstaddur þessa at- höfn hér í Pjóðminjasafni, hina árlegu úthlutun úr rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins á gamlárs- dag, fyrst sem formaður útvarps- ráðs en síðan sem stjórnarmaður og formaður Rithöfundasam- bandsins. En það skal fúslega ját- að, að það hlutverk sem ég gegni nú, er miklum mun ánægjulegra. Ég veiti þessari úthlutun viðtöku með þakklátum huga og þeirri viðurkenningu sem henni fylgir. Það er mér sérstakt gleðiefni að hljóta þessa viðurkenningu frá Ríkisútvarpinu, enda er það stofnun sem mér þykir mjög vænt um og hef starfað mikið við. Á þessu hausti voru liðin 28 ár síðan ég tók fyrst að mér dagskrárgerð í útvarpinu, en þá sáum við Knút- ur Bruun um fastan þátt um ljóðagerð er bar heitið Skáldið og ljóðið. Má heita að ég hafi unnið við dagskrárgerð síðan annað slagið og nú síðastliðna tvo vetur annaðist ég vikulega bókaþætti. Ég átti einnig þátt að því ásamt forseta okkar Vigdísi Finnboga- dóttur og fleira góðu fólki að hleypa af stokkunum menningar- þætti í sjónvarpinu er hét Vaka. Haustið 1971 fól þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, mér það erfiða hlutverk að gegna formennsku í útvarpsráði. Það er að sjálfsögðu ekki í mínum verkahring að leggja mat á störf þess ráðs sem ég veitti forystu, en þeirri ríkis- stjórn sem tók við völdum 1974 líkaði þau ekki betur en svo, að þetta útvarpsráð var sett af með sérstakri lagasetningu áður en kjörtímabili þess lauk eins og ein- hver man kannski ennþá. Það þótti mér mikill heiður og hafði til marks um að við hefðum ekki setið með hendur í skauti þann tíma sem við fórum með yfir- stjórn dagskrárgerðar. Ein mikilverðasta sameign þjóðarinnar En þótt oft hafi verið deilt um einstök atriði og jafnvel stefnu- mótun í dagskrárgerð Ríkisút- varpsins, þá hefur lengst af ekki verið neinn ágreiningur um meg- inhlutverk þess. Þann tíma sem ég var formaður útvarpsráðs og var stundum að reyna með litlum árangri að fá ráðamenn til að skilja nauðsyn þess að efla til muna innlenda dagskrárgerð, þá sagði ég stundum að Ríkisútvarp- ið væri stærsta hljómleikhús landsins, stærsta leikhús þess og stærsti fyrirlestrasalur. En Ríkis- útvarpið er í raun miklu meira en þetta. Það er enn eini vettvangur- inn þar sem hægt er að ná til þjóð- arinnar allrar í senn. Þess vegna er það ein mikilverðasta sameign íslensku þjóðarinnar og samein- ingartákn. Og í krafti þess og vegna grundvallarstefnumörk- unar sem ekki var ágreiningur um, þá hefur Ríkisútvarpið stuðl- að að því kannski meira en nokk- ur önnur stofnun að halda ís- lenskri menningu óskiptri, við- halda samhengi hennar og treysta hana sem sameign þjóðarinnar allrar. Það hefur verið ein mesta gæfa þessarar þjóðar og mesti styrkur og íslensk menning hennar, að íslensk menning hefur verið samfelld heild og óað- skiljanlegur hluti af lífi þjóðar- innar allrar. í mt'num augum er það löstur á snærislausum manni að kunna latínu, segir etasráðið í íslandsklukkunni. En í okkar augum hefur það verið kostur að eiga andlegan auð þótt á skorti um ytri kjör. Og útlendum mönnum hefur verið sífellt undr- unarefni að hitta hér fyrir há- menntað fólk þótt það ætti ekki kost á langri skólamenntun. Þetta er að mínu viti hin sanna menntun og hin sanna menning: að fólk gangi til sinna daglegu verka, sjómenn, bændur, iðnað- armenn, verkafólk, en innra með því vaki hin andlega sköpun lista, fræða og þroska. Þessi almenna viðleitni hefur gert fámennri þjóð okkar kleift að lifa og halda uppi menningarlífi. Án hennar væri hvorki hægt að gefa út bækur né starfrækja leikhús á íslandi. Nýjar stöðvar, ný viðhorf Nú óttast ég að þetta sé að breytast. Nú óttast ég að hér sé að verða til menningarleg stéttar- skipting sem geti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir framtíð ís- lenskrar menningar. Og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort sjá megi nú dæmi um þetta í starf- semi Ríkisútvarpsins. Ég á við Rás 2, og hvernig að henni hefur verið staðið. Ég á við þá hugsun að þörf sér á sérstakri útvarpsrás fyrir léttmeti: popptónlist og af- þreyingarefni. Getur ekki svo farið að skipting af þessu tagi verði til þess að ákveðnir hópar hlusti nær eingöngu á léttmetið sem aðrir sneiða ef til vill alger- lega hjá, og þannig verði til tveir aðskildir hópar hlustenda sem aldrei mætast? Ég nefni þetta ein- ungis sem dæmi til umhugsunar. Ég var einn þeirra sem tor- tryggði áform um svokallaðan „frjálsan“ útvarps- og sjónvarps- rekstur. Ég óttaðist að slíkur rekstur sem er algerlega háður markaðslögmálum og auglýsingatekjum, yrði til þess að auka lágmenningarflæði ílandinu á kostnað skapandi menningar. Nú eru nýjar útvarps- og sjón- varpsstöðvar orðnar að staðr- eynd og við verðum að lifa með þeim. Og bregðast við þeim. Og óttinn við lágmenningarþjónkun- ina hefur ekki reynst ástæðulaus. Vel mega menn telja mér það til íhaldsemi að mér skuli leiðast að hlusta á útvarpsfréttir sem eru blandaðar popptónlist og auglý- singum. Kannski er það ekki al- varlegast. Kannski er það hálfu verra þegar fjölmiðlar taka upp á því að fjalla um ómerkileg fyrir- bæri eins og eitthvað sem skipti verulegu máli. Að hampa hvers- dagslegri meðalmennsku eins og um hreina snilld væri að ræða. Áhrif breytinga og viðbrögð Með þessum nýju útvarps- og sjónvarpsstöðvum hefur orðið mikil breyting á íslenskri fjöl- miðlun, og nú ríður á að Ríkisút- varpið bregðist við af miklum myndarskap. Þessi viðbót í fjöl- miðlun er fyrst og fremst á sviði afþreyingar. í því felst að sjálf- sögðu einnig að hlutfall alvarlegs efnis minnkar stórlega og miklu minna ber á því en áður. Og með tilkomu hinnar nýju sjónvarps- stöðvar er hlutur íslenskrar dag- skrárgerðar af framboðnu sjón- varpsefni orðinn næsta rýr. Hafi íslenskt efni verið áður um 35- 40%, þá má búast við að það hafi minnkað í 20%. Og það er alvar- legt mál. Ég hygg að varla sé til sú menningarþjóð sem ekki geri kröfu til að innlent efni sé að minnsta kosti helmingur. Af þessum sökum skiptir nú miklu hvernig Ríkisútvarpið bregst við. Og hvernig ráðamenn þjóðarinnar gera því kleift að bregðast við þessum nýju aðstæð- um. Ef Ríkisútvarpið neyðist til að taka þátt í grimmilegri sam- keppni um auglýsingar á forsend- um afþreyingarstöðvanna, þá er hætt við að illa fari. Þá mun Ríkisútvarpið varla gegna því menningarhlutverki sem fram til þessa hefur verið aðalsmerki þess. Tvennt sýnist mér að blasi við. Annars vegar þarf að stór- auka íslenskra dagskrárgerð af öllu tagi í sjónvarpinu. Og það kostar mikið fé. Hins vegar þarf að íhuga vandlega hvernig hægt er að gera menningarlegt efni í hljóðvarpi eins aðgengilegt og nokkur kostur er. Það er ekki nóg að flytja gott efni, það skiptir ekki síður miklu máli hvernig því er komið á framfæri. Þar hefur ýmislegt verið vel gert, en þar er líka margt óunnið. Ég vona að ég hafi ekki mis- boðið neinum þótt mér hafi orðið tíðrætt um Ríkisútvarpið á þess- ari stundu. Ég hef leyft mér það vegna þess að ég held að nú séu tímamót í fjölmiðlun af þessu tagi og þörf á almennri umræðu um stöðu Rfkisútvarpsins. Gildi þess fyrir íslenska menningu er ómetanlegt, og því veltur á miklu hvernig til tekst á næstu árum. Að svo mæltu endurtek ég þakk- læti mitt og árna Ríkisútvarpinu allra heilla. Njörður P. Njarðvík Kjarabót fyrir einstaklinga Launareikningur-nýrtékkareikningur með hærri vöxtum. Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameinar kosti veltureiknings og sparireiknings. Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en fari innstæðan yfir 12.000 krónur reiknast 9% vextir af því sem umfram er. Aðalkjarabótin felst í því að af Launareikningi reiknast dagvextir. Handhafar tékkareiknings geta brejdt honum í Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Innlánsviðskipti - leið til lánsviðskipta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.