Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Urslit
1. deild:
Arsenal-Wimbledon.............3-1
Charlton-Tottenham............0-2
Chelsea-Q.P.R.................3-1
Coventry-Luton................0-1
Everton-Aston Villa...........3-0
Manch.Utd-Newcastle...........4-1
Nottm.Forest-Liverpool........1-1
Oxford-Southampton............3-1
Sheff.Wed.-Norwich............1-1
Watford-Manch.City............1-1
West Ham-Leicester............4-1
2. deild:
Birmingham-Plymouth...........3-2
Brighton-Millwall.............0-1
Derby-Blackburn...........frestað
Huddersfield-Grimsby..........0-0
Hull-Barnsley.................3-4
Ipswich-Leeds.................2-0
Oldham-Sheffield Utd..........3-1
Portsmouth-Reading............1-0
Stoke-Shrewsbury..............1-0
Sunderland-Bradford C......frestað
W.B.A.-Crystal Palace.........1-2
3. deild:
Bournemouth-Swindon...........1-0
Brentford-Chesterfield........2-2
Bristol City-Bristol R........0-1
Bury-Wigan....................1-3
Doncaster-Rotherham...........3-0
Gillingham-Walsall............4-0
Mansfield-Port Vale...........0-1
Newport-Fulham................0-0
York-Middlesboro..............3-1
4. deild:
Aldershot-Southend............0-1
Burnley-Rochdale..............0-3
Northampton-Colchester........3-2
Preston N.E.-Wrexham..........1-0
Scunthorpe-Hartlepool.........1-2
Stockport-Crewe...............2-1
Swansea-Exeter................1-0
Tranmere-Hereford.............3-3
Wolves-Peterborough...........0-3
Staóan
1. deild:
Arsenal ..23 14 6 3 39-12 48
Everton ..23 13 5 5 46-20 44
Liverpool.... ..23 11 6 6 41-24 39
Nott.For ..23 11 5 7 46-32 38
Tottenham.. ..23 11 5 7 37-27 38
Norwich ..23 10 8 5 32-32 38
Luton „23 10 6 7 25-23 36
WestHam.. „23 9 7 7 37-40 34
Watford „23 9 6 8 39-29 33
Sheff.Wed.. „ 23 8 9 6 37-32 33
Coventry.... „22 9 6 7 24-23 33
Wimbledon. „23 10 2 11 31-31 32
Oxford „23 7 8 8 28-37 29
Man.Utd „23 7 7 9 30-27 28
Q.P.R „23 7 6 10 24-30 27
Chelsea ..23 6 7 10 28-42 25
Southton.... „22 7 3 12 36-45 24
Charlton „ 23 6 5 12 24-34 23
Man.City.... „23 5 8 10 23-34 23
A.Villa „23 6 5 12 30-50 23
Newcastle.. „23 5 6 12 24-40 21
Leicester.... „23 5 6 12 25-42 21
2. deild:
Portsmth.... 23 14 6 3 32-15 48
Oldham 22 13 5 4 38-21 44
Derby 22 13 4 5 33-20 43
Ipswich 23 11 7 5 40-25 40
Stoke 23 11 3 9 37-25 36
Plymouth.... 23 9 8 6 34-31 35
Leeds 23 10 4 9 29-30 34
C.Palace.... 23 11 1 11 33-38 34
Millwall 22 9 5 8 27-21 32
W.B.A 23 9 5 9 30-25 32
Birmham.... 23 8 8 7 33-32 32
Sheff.Utd.... 23 8 7 8 32-33 31
Grimsby 23 7 10 6 22-24 31
Sundland ... 22 6 9 7 26-28 27
Shrwsbry.... 23 8 3 12 20-30 27
Brighton 23 6 7 10 23-28 25
Hull 22 7 4 11 24-40 25
Reading 22 6 6 10 31-37 24
Huddfld 21 6 4 11 26-36 22
Barnsley 22 4 7 11 21-30 19
Bradford 21 5 4 12 29-41 19
Blackburn.. 20 4 5 11 17-27 17
3. deild:
Middboro... 23 13 6 i 4 36-20 45
Gill.ham 23 13 5 i 5 36-22 44
Bournemth. 21 13 3 i 5 34-25 42
Notts Co 22 12 5 i 5 40-21 41
Blackpool.. 21 10 8 1 3 39-21 38
4. deild:
Northton 22 18 3 1 1 62-28 57
Southend... 21 12 4 5 34-22 40
Swansea... 23 11 6 . 6 32-25 39
Preston 22 11 5 6 31-25 38
Wrexham... 21 9 8 i 4 38-23 35
Markahæstir í 1. delld:
Clive Allen, Tottenham....23 (28)
Colin Clarke, South.ton...17(17)
lan Rush, Liverpool.......16 (23)
John Aldridge, Oxford......15 (21)
TonyCottee, WestHam........13 (20)
Lee Chapman, Sheff.Wed....13 (13)
Tölur (svigum eru samanlögð mörk I
öllum mótum I vetur.
Malta
Sjö félagar Guð-
mundar í bann!
Þáðu mútur og Senglea tapaði þrisvar
Guðmundur líklega með Blikum nœsta sumar
Sjö leikmenn Senglea Athletic á
Möltu, liðinu sem Guðmundur
Baldursson leikur með, hafa ver-
ið dæmdir í eins mánaðar kepp-
nisbann og sektaðir af stjórn fél-
agsins. Þeir voru fundnir sekir
um að þiggja mútur sem leiddi til
þess að liðið tapaði þremur þýð-
ingarmiklum leikjum í röð.
Guðmundur hefur farið framá
sölu, sagði i samtali við Þjóðvilj-
ann að hann hefði fengið sig
fullsaddan á þessum skrípaleik.
Tvö af sterkustu liðum Möltu,
Hibernians og Zurrieq, vilja fá
hann til sín en Guðmundur hefur
í hyggju að leika með öðru þeirra
eða Senglea til vorsins. Þá hyggst
hann koma heim og leika hér á
landi næsta sumar, líklega með
Breiðabliki, en hann lék með
Blikunum tvö sumur áður en
hann fór til Möltu haustið 1985.
-VS
Víkingur
Sedover
væntanlegur
Beðið eftir formlegri staðfestingu
Allar líkur eru á að Sovétmað-
urinn Youri Sedov verði þjálfari
2. deildarliðs Víkings í knatt-
spyrnu næsta keppnistímabil. Se-
dov hefur sent Víkingum staðfest-
ingu á því að hann komi en þeir
bíða eftir formlegri staðfestingu
frá sovéska knattspyrnusamb-
andinu.
Youri Sedov er vafalítið einn
hæfasti og virtasti þjáfari sem
starfað hefur hér á landi. Hann
þjálfaði Víkinga árin 1981 og
1982 og gerði þá að íslandsmeist-
urum í bæði skiptin. Hann kemur
væntanlega til landsins í mars en
Magnús Þorvaldsson sér um
þjálfun liðsins sem stendur.
-VS
Youri Sedov.
Guðmundur Baldursson.
Skotland
Einvígi
Allt stefnir í einvígi gömlu risanna,
Celtic og Rangers, um skoska
meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2-0
sigur Rangers í leik liðanna á nýárs-
dag. Celtic er með 41 stig en Rangers
hefur 38 og leik til góða. Dundee Unit-
ed og Aberdeen eru með 36 stig og
Hearts 35.
Robert Fleck og Ally McCoist
skoruðu mörk Rangers um miðjan
fyrri hálfleik. Mikil harka var í
leiknum og fimm bókaðir, þar á með-
al hörkutólin hjá Rangers, Graeme
Souness framkvæmdastjóri og Gra-
ham Roberts, sem keyptur var frá
Tottenham rétt fyrir jól.
-VS/Reuter
Bjarni Friðriksson júdómaður hlaut á þriðjudaginn styrk til æfinga og
keppnisferða til undirbúnings fyrir Ólympíleikana 1988 frá styrktarsjóði íþróttar-
áðs ÍBR. Upphæðin er 125 þúsund krónur á ári fyrir árin 1986-1988 og
Flugleiðir veita honum einnig mikinn afslátt af fargjöldum. Á mynd Sig. afhendir
Júlíus Hafstein formaður ÍBR Bjarna styrkinn fyrir árið 1986.
Bjarni
Keppir á
19 mótum
Þrisvar í œfingabúðir
Bjarni Friðriksson júdómaður sem
hlaut bronsverðlaun á Ólympíuleik-
unum 1984 mun taka þátt í 19 alþjóð-
legum mótum fram að Ólympíuleik-
unum 1988 og fer auk þess þrívegis í
æfingabúðir erlendis á þessu ári.
Þetta kom fram þcgar Bjarni hlaut
veglegan styrk frá ÍBR og Flugleiðum
eins og sagt er frá með myndinni hér
til hliðar. Stærstu verkefnin eru Evr-
ópumeistaramótin í ár og næsta ár og
heimsmeistaramótið í haust. Fyrsta
mótið á þessu ári er í París um næstu
helgi en síðan fer Bjarni í æfingabúðir
þar í borg. _VS
England
Nicholas nýtti
tækifærið vel
Skoraði tvö og lagði eitt upp ísigriArsenal
Everton vann enn einn stórsigurinn en þrír meiddust
Charlie Nicholas, Skotinn
snjalli, nýtti til hins ítrasta sitt
fyrsta tækifæri í byrjunarliði
Arsenal í hálfan fjórða mánuð. Á
nýársdag fékk Arsenal nýliða
Wimbledon í heimsókn á High-
bury og sigraði 3-1 - Nicholas
skoraði tvö markanna og lagði
upp það þriðja. Arsenal er áfram
með fjögurra stiga forystu í 1.
deild ensku knattspyrnunnar en á
erfiðan leik fyrir höndum á morg-
un, sunnudag, gegn nágrönnum
sínum Tottenham á útivelli.
Nicholas lék með þar sem
Perry Groves var meiddur og
skoraði með glæsilegum skalla á
22. mín. Á 54. mín. var hann
felldur og úr vítaspyrnunni
skoraði Martin Hayes og á 68.
mín. innsiglaði Nicholas sigur
Arsenal með sínu öðru marki.
Everton heldur sínu striki og
vann nú Aston Villa 3-0. Fjórði
sigurinn á 12 dögum. Alan Harp-
er, Trevor Steven og Kevin Shee-
dy skoruðu mörkin en sigurinn
var dýrkeyptur því Neville Sout-
hall, Paul Power og Adrian He-
ath meiddust allir.
lan Rush bjargaði stigi fyrir
Liverpool þegar hann jafnaði
gegn Nottingham Forest, 1-1,
þremur mínútum fyrir leikslok.
Paul Starbuck hafði komið For-
est yfir á 52. mínútu en lið hans
hefur nú ekki unnið leik í 1. deild
síðan í nóvember.
Tottenham heldur áfram að
stíga uppávið og vann nú
Charlton með mörkum frá Nico
Claesen og Tony Galvin, 0-2. En
Steve Hodge, Paul Allen, Glenn
Hoddle og Galvin meiddust allir
og óvíst er að þeir verði með á
móti Arsenal á morgun.
Brian Stein tryggði Luton
sigur í Coventry, 0-1, og lið hans
heldur sig í hópi þeirra efstu.
Kevin Drinkell jafnaði fyrir
Norwich gegn Sheff.Wed., 1-1,
aðeins mínútu fyrir leikslok.
Sheff.Wed hafði tekið forystuna
aðeins átta mínútum áður með
marki frá Gary Shelton.
West Ham var búið að tapa
þremur leikjum í röð yfir jólin en
vann Leicester 4-1. Tony Cottee
skoraði 2 mörk, Frank McA-
vennie og Alan Dickens eitt
hvor.
Chelsea vann sinn þriðja leik
á 6 dögum og hefur á þeim tíma
lyft sér úr neðsta sætinu uppí það
16. Manchester United vann góð-
an sigur á Newcastle og þokast
fjær botnliðunum. Southampton
er að dragast inná hættusvæðið
eftir tap í Oxford og staða Manc-
hester City skánaði lítið þrátt
fyrir jafntefli í Watford.
Portsmouth náði fjögurra
stiga forystu í 2. deild með
naumum sigri á Reading og Old-
ham komst í annað sætið, sigraði
á meðan leik Derby við Black-
burn var frestað. Ipswich og
Stoke virðast nú einu liðin sem
eru líkleg til að ógna Portsmouth,
Oldham og Derby í toppbarátt-
unni, Stoke er nú búið að sigra 8
sinnum í síðustu 10 leikjunum.
-VS/Reuter
Knattspyrna
Belanov
kjörinn
Igor Belanov, miðherji sovéska
landsliðsins, var á þriðjudaginn
útnefndur Knattspyrnumaður
ársins í Evrópu af hinu virta
franska tímariti France Football.
Belanov var lykilmaður hjá
Kiev sem sigraði í Evrópukeppni
bikarhafa sl. vor og hann skoraði
4 mörk fyrir Sovétmenn í
heimsmeistarakeppninni í Mex-
íkó.
Gary Lineker frá Englandi
varð annar í kjörinu og Emilio
Butragueno frá Spáni þriðji.
Þessir þrír skáru sig nokkuð úr.
-VS/Reuter
Handbolti
Umferð í
l.deild
Keppni í 1. deild karla í hand-
knattleik hefst á ný í dag, laugar-
dag, með leik KA og Fram á Ak-
ureyri kl. 13.30. Hinir fjórir
leikirnir í 10. umferð verða
leiknir á morgun, sunnudag. í
Hafnarfirði er stórleikur, FH-
Breiðablik kl. 20. Ármann og
Stjarnan leika í Laugardalshöll-
inni kl. 14 og þar mætast síðan
Valur og Haukar kl. 20 og
Víkingur-KR kl. 21.15.
Laugardagur 3. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19