Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA NR. 550 7— 2 5 ¥— ~5~~ l— T- )0 77— S? /2. 5~ /3 i s? /5" lL 17- 7- 9 y> )tf T~ )*) ; s" )iT d iö T~ Zi 5 /s’ 8 23 V )S )i> J? W T~ lir 1 ? W W V W~ !b> 3 Jf 2Y 8 it T~ w- 8 & 17- Jf 8 TT y 7- T~ 3 i V T~ zV~~ S )l Q )T w 9 w il W~ U M 2/ /f V 3 l(p 17- % V T~ s? V & JÞ 2<T T~ Zl Q/ 13 u Zl y 1S1 zz M 8 V ZT- U V T í9 T~ & 2X 25 ¥ is' >íí )</- zz I/ /4 T~ 22L 1/ y ll II 10 )> T & W 1/ )7- > 5 ~r~ li. u V 30 if /V' 26' )V iVL n a l& w~ u Zl 1$ & /f )> 27- S2 8 T AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 550. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. 9 II & 5 15 9 21 21 Stafirnir mynda íslenskt orö eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það aö vera næg hjálp því að með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þess vegna eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að ÍJsessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Fossheiði 15, Sel- fossi, hlaut verðlaun fyrir krossgátu nr. 546. Lykil- orðið var Ljónsheiði. Hún fær sendar barna- bækurnar Dularfullur draugagangur og Spila- dósin. Verðlaunin þessa vikuna er bókin Líf og list Man- ets úr listasafni Fjölva. SKAK BRIDGE Skák hjá aröbum og kölska Svo sem kunnugt er barst skáklistin til Evrópubúa frá arö- bum en í ríkjum þeirra blómstr- aði skákin í sama mund og Ingólf- ur og Hjörleifur voru að búa sig til íslandssiglingar fyrsta sinni. Fara miklar sögur af stórmeistur- um 9. og 10. aldar í heimi araba og út allar miðaldir var mikið teflt þar. Menn komust til vegs við hirðir kalífa og höfðingja fyrir skáksnilld, mikil rit voru sett saman um skák og er þar einkum um að ræða söfn skákdæma og þrauta. Gangur drottningar og biskups var frábrugðinn því sem nú er, en aðrir menn gengu eins og nú tíðk- ast, nema að peð máttu ekki stök- kva yfir reit í fyrsta leik. Drott- ningin, sem arabar kölluðu yfir- leitt firzan, gekk aðeins einn reit á ská og var því hálfdrættingur á við kónginn. Ef drottning stóð t.d. á e4 komst hún á d3, d5, f3 og f5. Biskupinn gekk líka á ská og átti völ á fjórum reitum, þannig að hann stökk yfir þann reit sem næstur honum var. Biskup, sem stóð á e4, gat komist til c2, c6, g2 og g6. Sumar stöður verða dálítið ankannalegar í fyrstu af því mað- ur er óvanur þessum gangi mann- anna en þar fyrir má sjá margar skemmtilegar vendingar í ara- bísku skákdæmunum. Hvítur leikur og vinnur. 1. Kc7 - Hxgl 2. Db7+ - Ka7 3. Be3 Nú á svartur enga vörn við 4. Bc5 mát og nema 3. ...Hcl en þá kemur 4. Bxcl - 5. Be3 og 6. Bc5 mát. Þetta dæmi er frá 9. öld ef ekki eldra. Næsta dæmi er álíka gamalt: Svartur leikur og vinnur. 1. Hh7+ - Hh2 2. Kg3 - Hxh7 3. Dg2 Mát. Enn eitt dæmi frá svipuðum tíma: Svarti kóngurinn er fastur. Lausnin er einföld því hvítur leikur drottning- unni til d7 (Dh7-g6-h5-g4-f3-e4-d5- e6-d7) og afleppar riddarann og mátar síðan með Rg6 (Biskupinn á f5 valdar bæði h7-reitinn og d7). Þetta dæmi þótti sumum arabískum skák- mönnum heldur klént en aðrir hrós- uðu því. Svartur á vörn í bili með því að drepa riddarann með hróknum (H+ e7) því þá getur hvítur ekki mátað en það var samt vinningur að drepa alla menn af andstæðingnum, þannig að sú leið var skammgóður vermir. Loks er svo staða sem á að hafa komið upp í skák á 15. öld:. Sögusögn segir að hér hafi ást við ráðherra í stjórn Múhameðs II, þess sem lagði Konstantínópel undir sig 1453, og sendiherra Persakeisara. Persnerski sendiherrann hafði í fögg- um sínum gulli prýtt skákborð og vildi útkljá landamerkjaþrætu með því að tefla við einhvern úr liði Tyrkja. Tafl- ið hófst og virtist lengi vel sem Per- sinn mundi sigra en í þessari stöðu tókst Tyrkjanum að snúa á hann: 1. He7+ - Dxe7 3. Re6 2. H+ - Kd8 Mát. En fleiri voru brögðóttir í skáklist- inni á fyrri tíð. Eitt sinn lagði Sæ- mundur fróði skákþraut fyrir kölska og hét honum sálu sinni ef hann gæti mátað sig í þriðja leik. Vitanlega voru kölska ætlaðir svörtu mennirnir, þannig að borðið snýr öfugt. abcdefgh Kölski þóttist strax eigja mát og lék: 1. Dxd5+ - cxd5 2. Hc6+ - Rxc6 Og nú var honum ómögulegt að leika 3. Hd7 mát því þá er tákn kross- ins komið á skákborðið en það þolir kölski illa. Gleðilegt ár! Þá hefur gamla árið kvatt okkur og nýtt heilsað. Framundan er heillandi ár með öllum þeim ánægjustundum sem og erfiðleikastundum, sem það ber í skauti sér. Um áramót er oft litið yfir farinn veg og þá rifjað upp það helsta, það markverðasta sem átti sér stað. Annáll 1986 í bridge á íslandi gæti litið einhvern veginn þannig út: fs- landsmeistarar í sveitakeppni varð sveit Samvinnuferða/Landsýnar en hana skipuðu: Helgi Jóhannsson, Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðs- son og Þorgeir P. Eyjólfsson. íslandsmeistarar í tvímenning urðu Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson. Bikarmeistarar í sveitakeppni varð einnig sveit Samvinnuferða, en þá hafði orðið sú breyting á sveitinni að Guðmundur Pétursson var kominn inn í stað Aðalsteins. Bikarmeistarar í tvímennings- keppni urðu þeir bræður Bjarki og Halldór Tryggvasynir frá Sauðár- króki. (Fyrsta árið sem þessi keppni er haldin, eftir langt hlé). fslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna varð sveit Estherar Jakobs- dóttur, en með henni voru Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Stein- grímsdóttir, Valgerður Kristjóns- dóttir og Ragna Olafsdóttir. fslandsmeistarar í sveitakeppni yngri spilara, varð sveit Ragnars Magnússonar, en með honum Karl Logason, Svavar Björnsson, Anton R. Gunnarsson og Ragnar Her- mannsson. íslandsmeistarar í tvímennings- keppni kvenna urðu Esther Jakobs- dóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Og í tvímenningskeppni yngri spilara þeir Bernódus Kristinsson og Þórður Björnsson. Reykjavíkurmeistarar í sveita-J keppni varð enn einu sinni sveit Samvinnuferða/Landsýnar (með Að- alsteini) en þess má geta að til við- bótar unnu þeir einnig aðalsveita- keppni Bridgefélags Reykjavíkur, þannig að „slemman" varð þeirra, að sigra í öllum fjórum helstu sveita- keppnum hér á landi á sama keppnis- árinu. Frábært það. Reykjavíkurmeistarar í tvímenn- ingskeppni urðu Anton R. Gunnars- son og Friðjón Þórhalisson frá Bridgefélagi Breiðholts. þetta er í fyrsta skiptið sem þessi titill vinnst EKKI af pari frá B.R. Og þá er ógetið úrslita í þeim stór- mótum sem Bridgesambandið gekkst fyrir, á bridgehátíð og stórmóti til heiðurs Belladonna. Landslið íslands á árinu voru: I opnum flokki: Jón Baldursson, Sig- urður Sverrisson, Þórarinn Sigþórs- son og Þoriákur Jónsson. Til vara: Sævar Þorbjörnsson. f kvennaflokki: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Dísa Pétursdóttir og Soffía Guðmundsdóttir. Til vara: Dröfn Guðmundsdóttir, Fyrirliði var Björn Theodórsson. Þessi lið kepptu á Norðurlanda- mótinu í Noregi. Á Evrópumótinu í Ungverjalandi, í flokki yngri spilara, kepptu: Anton R. Gunnarsson, Ragnar Magnússon, Karl Logason, Svavar Björnsson, Jakob Kristinsson ÓLAFUR LÁRUSSON og Júlíus Sigurjónsson. Fyrirliði var Olafur Lárusson. Liðið náði 12. sæti af 20 þjóðum, sem var vel við unandi árangur. Stjórn Bridgesambands fslands fyrir þetta starfsár skipa: Björn Theo- dórsson forseti. Aðrir í stjórn eru: Örn Arnþórsson, Esther Jakbsson, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Gunnar Berg. Framkvæmdastjóri er Ólafur Lárusson. Skrifstofa BSf flyst nú í janúar í Sigtún 9, nýja húsnæðið sem Bridgesamband íslands og Reykja- víkurborg festu kaup á á síðasta ári. Auk þeirrar aðstöðu, verður föst spilamennska á vegum 4-5 félaga í hverri viku. Um leið breytist póstfang hjá Bridgesambandi Islands. Nýja heim- ilisfangið er: BSÍ - Box 272 - 121 Reykjavík. Ný meistarastigaskrá er í vinnslu þessa dagana og verður henni dreift til allra félaganna um leið og vinnslu lýkur. Tæplega 3.000 spilarar eru skráðir í nýju meistarastigaskránni, eða rúmlega 1,2% af íbúum landsins (ath. flestir eru tvítugir eða eldri). Til samanburðar má nefna, að mesta bri- dgeþjóð í heimi, USA, þyrfti að hafa hátt í 3 milljónir spilara skráða hjá sér til að jafna okkur í þessum efnum. Og eiga langt í land með það, (gamla góða höfðatalan...). Árið 1986 var viðburðaríkt í sögu bridge á íslandi. Flest bendir til að árið 1987 verði ekki síður viðburða- ríkt. Metþátttaka var í öllum keppn- um. Yfir 60 sveitir kepptu í bikar- keppni. Um 120 pör í fslandsmótinu í tvímenning. Um 400 pör í bikar- keppni í tvímenning. Óg svona má lengi telja. Víst er, að bridge á fslandi er í stöðugri sókn og æ fleiri eru þessa dagana að uppgötva gildi þess að stunda heilbrigða félagsstarfsemi í skemmtilegum hópi. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Laugardagur 3. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.