Þjóðviljinn - 22.02.1987, Side 6
daga sumarfrí. Þessu sumarfríi
sínu eyddi hann í Hafnarfiröi.
Sveitirnar
andstyggilegar
Erlendur fór helst aldrei upp í
sveit og gekk jafnvel svo langt í
samtali við Halldór Laxness að
segja sveitirnar andstyggilegar.
Þó ekki alveg fortakslaust: „Til-
amunda er ég viss um að eitt er til
á íslandi sem er enn andstyggi-
legra en sveitirnar; og það eru
óbygðirnar.“ í sama viðtali
spurði Halldór Erlend hverra
manna hann væri.
Nú verð ég að hugsa mig vel um
hvurnin ég á að Ijúga, - leit upp og
hljó Ijúfmannlega og bustaði
ósýnilegt kusk úr skegginu með
fíngrunum. Mér er sagt, sagði
hann, að égsé kominn útaföllum
pokaprestum í Húnaþíngi, þará-
meðal séra Jóni Þorgeirssyni sem
samdi ævisögur reiðhesta í Húna-
vassýslu frá landnámstíð til vorra
daga. En í hina œttina er mér sagt
að forfaðirminn sé Jón nokkur í
Rugludal sem ku hafa verið mest-
ur sauðaþjófur húnvetnínga sem
sögur herma og eru þó húnvetn-
íngar taldið með liðtækari sauða-
þjófum á landinu. Gáfur sauða-
þjófa í Húnaþíngi eru mœldar
eftir því hvað oft þeir komast
undir mannahendur og hvað oft
þeim tekst að sleppa. Flestir kom-
ast undir mannahendur á endan-
um. Jón í Rugludal lét aldrei
nappa sig.
Ég spurði hvort ekki væru líka
kvenskörúngar í ættinni.
Jú sagði hann. Allar hrikaleg-
ustu fyrirkonur hér í bænum af
því tæi sem við strákar vorum
vanir að kalla piparjúnkur, þær
segjast vera náfrænkur mínar úr
Húnaþíngi og kyssa mig á götu
Snemma drógust að Erlendi
listamenn af ýmsu tagi, „mennta-
menn hugsjónamenn stjórnmála-
menn heimskíngjar og heimspek-
íngar; reyndar fólk af allri hugs-
anlegri gerð.“ Fólk Ieitaði til Er-
lendar með vandamál sín, hvort
sem þau voru smávægileg eða allt
að því óleysanleg. Ekkert vanda-
mál þótti honum of heimskulegt
eða lítilmótlegt til að hann eyddi
tíma sínum í það. „Furðu margir
töldu hann ekki aðeins besta vin
sinn, heldur nákomnasta einka-
vin. Heilir ættmennahópar, fólk
sem dróst með þúnga ómegð, var
að meira eða minna leyti á hans
snærum á dögum fátæktar og
atvinnuleysis sem títt var fyrr á
öldinni.“ Af þessu leiddi að hús
hans var alltaf troðfullt af gest-
um, fram á hverja nótt.
Þrátt fyrir alla þessa vinnu og
gestagang ber öllum heimildum
saman um að Erlendur í Unuhúsi
hafi verið með víðlesnari
mönnum, bæði í fagurbók-
menntum og fræðum. Að vísu
mun hann hafa þurft einstaklega
lítinn svefn, og verið hraðlæs með
afbrigðum. Hann eyddi miklum
hluta launa sinna til bókakaupa
og var auk þess áskrifandi að
fjölda erlendra blaða og tímarita,
bæði „almennum sögum og sér-
hæfðum ritum á ýmsum sviðum“.
Svo vel var hann að sér um gang
mála úti í heimi að þegar menn
komu til hans eftir utanferð vissi
hann yfirleitt mun meira en þeir
um það hvað væri að gerast mark-
verðast á þeim stöðum sem þeir
voru nýkomnir frá. Sjálfur fór
hann aldrei til útlanda.
Erlendur var mjög músíkalsk-
ur maður. Hann var sjálf-
menntaður í píanóleik og las
mikið um hljómfræði. Hann átti
sérstaklega góð hljómflutnings-
tæki á þeirra tíma mælikvarða og
dágott safn af háklassískum
plötum sem mikið voru leiknar á
síðkvöldum í Unuhúsi. Síðasta
áratuginn sem Erlendur lifði
hafði hann þó meiri áhuga á
málaralist, keypti fjölda bóka um
Erlendur Guðmundsson í hópi ungra kvenna á góðri stund I Unuhúsi. Fr.v. Steinunn Ámadóttir, Erlendur, Nikólfna Árnadóttir með gítarinn, Áslaug Árnadóttir,
Sigríður Bjömsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir við píanóið og Margrét Ámadóttir. Myndin er tekin um 1930.
hana og sömuleiðis málverk
ungra listamanna. Hann þótti
bera einkar gott skynbragð á
bókmenntir og listir, og báru
listamenn gjarnan undir hann
verk sín fyrir birtingu.
Dómgreind hans á listir og bók-
menntir virtist mér vera með af-
brigðum. Dómar hans á skáld-
skap, ekki sízt á Ijóðagerð, voru
svo skarplegir og öruggir, að þeir
snertu mig oftast sem hæstaréttar-
dómar, er ekki yrði áfrýjað. Þar
sýndust vitsmunir hans og hið
markvísa innsæi vanalega óum-
deilanlegt. Efmaður var í vafa um
atriði í verki, sem maður hafði á
prjónunum, eða gat ekki gert sér
nægilega grein fyrir tilhögun á út-
gáfu bókar, þá lá leiðin alltafrak-
leitt heim til Erlends í Unuhúsi.
Stefón fró
Hvítadal
Stefán frá Hvítadal kynntist
Erlendi fyrstu haustið 1906. Var
Erlendur þá nýfermdur. Kynni
þeirra urðu þó ekki mikil þann
veturinn sökum óreglu hins fyrr-
nefnda og einnig vegna þess að
Erlendur var lítið heimavið
vegna vinnu. Hann blandaði þá
lítð geði við aðra íbúa Unuhúss
og borðaði gjarnan standandi í
eldhúsinu. Þremur árum seinna
bað Stefán hann að lesa yfir
nokkur kvæði sem hann hafði ort
um veturinn. Hann hafði þá
aldrei borið kvæði sín undir
nokkurn mann og gladdist inni-
lega þegar Erlendur kvað hann
vera efni í skáld. Upp frá þessu
tókst með þeim mikil vinátta og
gerðist Erlendur lærimeistari
Stefáns í skáldmenntum.
Nú fannst mér ný paradís rísa
upp úr hafi framtíðar minnar. Ég
þráði að verða frægur, og minna
en heimsfrœgur gat maður ekki
hugsað til í þá daga. Erlendur
hvatti mig til að gefa mig afalhug
við skáldskap. Hann kvað þau
móðursína mundu veita mérfœði
og húsnœði nœsta vetur, mér að
kostnaðarlausu. Frá þessum
sœludögum er kvœði mitt Vorsól í
„Söngvum förumannsins". (IV
bls. 82-83)
Um þetta kvæði segir Halldór
að það hafi prentast inn í huga
sinn við fyrsta lestur og búið þar
síðan. í samtali Erlendar og Hall-
dórs úr Sjömeistarasögu, sem
vitnað var í hér að framan, stend-
ur:
Er Stefán frá Hvítadal skáld?
spurði ég.
Erlendur hló léttan einsog
ævinlega þegar eitthvað komflatt
upp á hann.
Ég veit það ekki, svaraði hann
síðan. En hann getur ort fjögur
vísuorð í röð svo maður leggur frá
sér bókina og fer út að spásséra.
Ég sagðist halda að þyrfti
stærra sýnishorn.
Nei fjórar línur duga, sagði
hann. Ég segifyrir mig, efégræk-
ist á átta góð vísuorð í röð í ís-
lensku kvæði þá mundi ég ekki
láta duga að leggjafrá mér bókina
heldur færi ég gangandi uppí
Kjós.
Eitt af mörgum áhugamálum
Erlendar var skákíþróttin. Hann
las sér mikið til um skák og tefldi,
ekki eingöngu við vini sína, held-
ur einnig við þjálfaðri skákmenn.
Töldu félagar hans hann hafa
hæfileika til keppni á alþjóða-
vettvangi. í Skáldatíma hefur
Halldór Laxness eftirfarandi að
segja um skákhæfileika Er-
lendar:
Þeir sem hafa kynt sér sálar-
fræði taflmanna vita best að til
þess að ná árangri í þessari undur-
samlegu íþrótt útheimtist heil og
víðtæk samstœða af flestum al-
mennum sálargáfum. Fyrir utan
grundvallaða þekkíngu á sjálfri
greininni verður taflmaðurinn að
hafa athyglisgáfu yfirlit minni,
ímyndunarafl, samteingíngar-
hæfileika, hugareinbeitíngu sem
steingir afgánginn af veröldinni
út, ró dirfsku og takmarkalausa
þrætugáfu (díalektík) auk anda
leiksins sem er grundvöllurinn að
öllu saman: alla þessa hœfileika
hafði Erlendur betur útilátna en
flestir efekki allir menn sem ég hef
kynst.
Þrátt fyrir þessa hæfileika og
ánægju sem Erlendur hafði af
taflmennsku lagði hann hana á
hilluna þegar fram liðu stundir,
þar sem honum þótti hann eyða
of miklum tíma í hana. Þykir mér
ekki ólíklegt að hann hafi á sama
hátt skipulagt allt sitt líf með tilliti
til þess fjölda áhugamála sem
hann hafði. Hann sneri þó aldrei
algerlega baki við skákíþróttinni,
heldur fylgdist grannt með því
sem fram fór á þeim vettvangi og
hélt áfram lestri skákrita ævi-
Iangt.
Yfir gáfnafar Erlendar áttu
þeir sem til hans þekktu varla
nógu sterk lýsingarorð. Um hann
segir Þórbergur: „Um vitsmuni
Erlends verður varla réttar að
orði kveðið en að þeir hafi verið
frábærir og það í allar áttir, sem
hann einbeitti huganum að og
hvort heldur var til náms, íhugun-
ar eða athafna." Og Halldór
tekur í sama streng: Erlendur
var gœddur óvenjulegu nœmi.
Skilningur hans var í senn
skarpur og hraður, einbeitingar-
gáfan sjaldgœf svo hann gat
jafnvel íþvargi og ærustu snögg-
lega hœtt að heyra og sjá, efhann
vildi beina huganum að verkefni;
að sama skapi var þolinmœði
hans við verkefni ef á þurfti að
halda. Hann var af náttúrunni
gæddur frjórri og djarfri hugsun
og honum var frá bernsku tamt að
brjóta hvert umræðuefni til mergj-
ar á eigin býti; hann samsinti
aungu fyrirfram.
Sósíalisti allt
sitt líf
Þannig var það ein af grund-
vallarreglum Erlendar að taka
öllu með fyrirvara sem opinber-
lega var lýst rétt. Einhverju sinni
kom Halldór Laxness til hans í
júlímánuði og hafði hann þá full-
skreytt jólatré með kertum í stofu
sinni.
Erlendur var einlægur Freudisti
og mun það hafa mótað allmjög
hugsanaferil hans. Einnig hreifst
hann af austrænni göfgun hugans
í samræmi við sérstakar greinar
yoga, og sömuleiðis af taó. Hann
smitaði halldór af hrifningu sinni
á taóisma svo sem glöggt má sjá í
mörgum bóka hans.
Erlendur var sósíalisti allt sitt
Iíf og var oftar en einu sinni kosn-
ingastjóri fyrir Sósíalistaflokk-
inn. Meðan Alþýðuflokkurinn
var og hét studdi Erlendur rót-
„Þettaandlitvar
svo ólíkt öllum öðr-
um ávöxtum jarð-
arinnar, sem ég þá
hafði séð, að mér
flaug ósjálfrátt í
hug málverk af
JesúKristi," segir
Þórbergur Þórðar-
son á einum stað
umErlendGuð-
mundsson.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Sunnudagur 22. febrúar 1987