Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 14
Ljóti
andar-
unginn
Heimildarkvikmyndin er besta verkfœrið til
að varðveita sögu okkar fyrir komandi kyn-
slóðir
Þegar rætt er um kvikmynda-
gerð hér á landi er yf irleitt ver-
ið að tala um gerð leikinna
kvikmynda. Onnur kvik-
myndagerð þrífst þó í skugga
leiknu kvikmyndanna en það
eru heimildakvikmyndirnar.
Þessara kvikmynda er sjaldn-
ast að miklu getið í fjölmiðlum
þó hér sé síst um ómerkari
framleiðslu að ræða. Eigi vel
að takast til við gerð heimilda-
myndar þarf margt af því
sama að koma til og við gerð
vel heppnaðrar leikinnar kvik-
myndar, glöggt auga, list-
rænn metnaður, tilfinning fyrir
sögu, persónum og öðru sem
nauðsynlegt er til að verkið
verði ein heild.
Heimildamyndir ná sjaldnast
til stórs hóps áhorfenda, þó vissu-
lega séu undantekningar á því
einsog t.d. Rokk í Reykjavík eftir
Friðrik Þór Friðriksson sýndi og
sannaði. Yfirleitt er það áhuga-
fólk um þessi ákveðnu fyrirbæri
sem myndin fjallar um, auk
þeirra sem um er fjallað, sem
sýna myndinni áhuga. Engu að
síður gegna heimildamyndir
mikilvægu hlutverki.
Skráning
og varðveisla
Kvikmyndin er þeim eigin-
leikum búin að hún sameinar
flesta þætti annarra listgreina,
mynd, hreyfingu, hljóð og tal.
Kvikmyndin hentar því mjög vel
til að varðveita upplýsingar um iíf
og hætti fyrir komandi kynslóðir.
Það er hægt að skrá lýsingu af
ákveðnu fyrirbæri á bók, það má
taka mynd af því, jafnvel varð-
veita upplýsingar á segulbandi.
Ekkert af þessu kemst þó í hálf-
kvisti við kvikmyndina sem gefur
okkur upplýsingarnar ljóslifandi.
Það eina sem vantar er lyktin.
Með tilkomu myndbanda
hlýtur hlutverk heimildarmyndar
Vinnuaðstaðan við síldveiðar hefur tekið byltingakenndum breytingum. Hér má sjá nokkra sjómenn um borð í nótabát að
vinnu sinni. Nótabátarnir hurfu með tilkomu kraftblakkarinnar.
að vaxa til muna. Auðvelt er að
færa kvikmyndirnar yfir á snældu
og nota í skólakerfinu, enda fær-
ist það mjög í vöxt. Jafnframt
henta heimildakvikmyndirnar
vel til sýningar í sjónvarpi, enda
hefur sjónvarpið látið gera þó
nokkrar slíkar kvikmyndir, auk
þess sem það hefur keypt sýning-
arrétt á öðrum.
Þá geta söfn nýtt sér heimilda-
myndir og hafa gert. Eitt er að sjá
munina hengda upp á veggi og
annað að sjá hvernig þeir voru
notaðir. Með myndböndum er
því hægt að gera safnið að lifandi
húsi í stað geymslu fyrir fom
áhöld.
Við lifum á tímum mikilla um-
breytinga. Nýjungar úreltast
fljótt og gleymska umlykur
marga þætti gærdagsins. Til að
skilja nútíðina og skapa framtíð-
ina er nauðsynlegt að þekkja
fortíðina. Þessu gera sér flestir
grein fyrir núorðið og þeir manna
best sem fást við framtíðarspár.
Auk þess getur gömul þekking
komið aftur að notum í nýju sam-
hengi seinna.
Stuðningur
úr atvinnulífinu
Það er með heimildarmyndir
einsog aðra kvikmyndagerð, að
þetta eru dýr fýrirtæki. Pening-
arnir eru hinn eilífi höfuðverkur.
Kvikmyndasjóður hefur vissu-
lega hlaupið undir bagga og út-
hlutar nú ákveðnu hlutfalli af
fjármagni sínu til gerð heimilda-
mynda, en sjaldnast nægir það til
þannig að kvikmyndagerðar-
mennirnir verða oft á tíðum að
gefa vinnu sína og jafnvel veð-
setja eigur sínar svo dæmið gangi
upp.
Það hefur þó sem betur fer
færst í vöxt að ákveðnir aðilar í
atvinnulífinu hafa styrkt slíka
kvikmyndagerð, jafnvel kostað
hana að fullu. Stundum vill svo
vel til að þessir aðilar hafa sjálfir
frumkvæðið að gerð heimilda-
mynda og ráða kvikmyndagerð-
armenn til að gera myndirnar.
Dæmi um slíkt er kvikmynd Þor-
steins Jónssonar um sögu ASÍ,
sem sýnd hefur verið í sjónvarp-
inu.
Fyrirtækið Lifandi myndir hf.
hefur fengist mikið við gerð
heimildamynda. Margar þessar
kvikmyndir hafa tengst sjávarút-
Fomnonœn bók
Á Noröurlandaráðsþinginu í
Helsinki verðurbók-
menntaverðlaunum Norður-
landaráðs úthlutað. Að þessu
sinni er það norskur rithöfund-
ur, Herbjörg Wassmo, sem
hlýtur verðlaunin
Ekki eru allir á eitt sáttir með
valið á verðlaunahafanum í ár.
Þykir ýmsum sem öll nýsköpun á
bókmenntasviðinu sé sniðgengin
en í stað þess sé verið að verð-
launa bókmenntir, sem þóttu
framsæknar á kreppuárunum.
Einn af þeim sem hefur
gagnrýnt það að norski rithöf-
undurinn Herbjörg Wassmo fékk
verðlaunin er danski rithöfund-
urinn Poul Borum. í harðorðri
grein í Ekstra Bladet í lok síðasta
mánaðar, kallar hann það
skömm. Blóðskömm, að skáld-
verk frá fjórða áratugnum, skrif-
að þrjátíu árum of seint, skuli
vera verðlaunað.
Þroskasaga Herbjargar Wassmo er
að mati danska rithöfunarins Poul
Borum skrifuð þrjátíu árum of seint.
Telur hann að bækur hennar hefðu
sómt sér vel á fjórða áratugnum.
Wassmo fékk verðlaunin fyrir
þriðja hlutann í ritröð um upp-
vöxt stúlkunnar Toru í fátækt og
eymd í Norður-Noregi, skömmu
eftir að seinni heimsstyrjöldinni
lauk. Stjúpfaðir hennar nauðgar
henni og hún þarf að láta eyða
fóstri. Þrátt fyrir þessar þrenging-
ar í æsku missir hún ekki lífslöng-
unina heldur eflist við hverja
raun og endar sjálfsagt sem ljóð-
skáld í sjöunda eða áttunda
bindi, einsog Borum segir í grein
sinni.
Wassmo gaf fyrstu bókina um
Toru út árið 1981. Áður hafði
hún gefið út eina ljóðabók.
Fyrsta bólýin um Toru nefndist
Húsið með blindu veröndinni.
Árið eftir tilnefndu Norðmenn
þá bók til verðlauna Norður-
landaráðs, en hún hlaut ekki náð
fyrir augum nefndarinnar. Ann-
að bindi sagnabálksins kom svo
út 1984, Þögla herbergið og
þriðja bindið sl. haust, Hörunds-
laus himinn, sem nú í vikunni
verður verðlaunaður í Helsinki.
Borum nefnir tvo höfunda til,
sem honum þykir betur að slíkri
viðurkenningu komnir en
Wassmo. Annarsvegar er það
sænski rithöfundurinn Lars Gyll-
ensten og hinsvegar danski rit-
Ekki eru allir
áeittsáttir með að
HerbjörgWassmo
hljóti
bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
íár
höfundurinn Peer Hultberg; „En
það er varla hægt að ætlast til að
verðlaunanefndin sé í stakk búin
til að skilja meistaralega skáld-
sögu hans Sálumessan," segir
Borum.
Skáldsögur þeirra Péturs
Gunnarssonar, Sagan öll og Ein-
ars Kárasonar, Gulleyjan, voru