Þjóðviljinn - 22.02.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Page 16
\r Að skreppa út í búð er hvers- dagsleg athöfn í okkar heimshluta. Flestir kaupend- ur láta stjórnast af verðlagi og gæðum vörunnar. Sumir bæta þó við einu atriði enn áður en þeir grípa söluvöruna í hillunni: Hver hagnast á því að ég kaupi vöruna? Er til enskt te? Flest þróunarlönd eru hráefn- aframleiðendur og hráefnin eru sjaldan seld fullunnin úr landi heldur fara þau í vinnslu í iðnríkj- unum og eru seld undir merkjum þeirra. Teið frá Sri Lanka er þannig talið vera enskt þegar búið er að pakka því inn, kakó- baunimar frá Ghana enda kann- ski sem svissneskt súkkulaði, kaffibaunirnar sem eru tíndar í hlíðum Kilimanjaro fá hugsan- lega danskt vörumerki og tún- fiskurinn frá Cabo Verde endar ævina í ítalskri dós. Hvað segðu menn t.d. um það að rammíslen- skur þorskur yrði þekktur um heiminn sem austurrísk gæðavara undir vörumerkinu „Mozart- Finger“? Ljón í veginum í þróunarlöndunum er vilji fyrir því að vinna meira úr hrá- efnunum og auka þannig arðinn af framleiðslunni. En hér era mörg ljón í veginum. • Stundum er magnið svo lítið að fullvinnsla verður of kostn- aðarsöm, a.m.k. til að byrja með. • Talsverðan vélakost og tækni þarf oft til vinnslunnar og til þess getur skort fé og kunn- áttu. • Vandkvæði geta verið á geymslu viðkvæmrar vöra í hitabeltislöndum. • Á sölumörkuðunum þarf að keppa við stór fyrirtæki sem geta bragðið skjótt við með framleiðslubreytingum, aug- lýsingum o.fl. Áf þessum ástæðum miðar hægt áfram. Örfá dæmi era um að aðilar í þróunarlöndum hafi keypt sig inn á iðnríkjamarkað. Atalla-fyrirtækið í Brasilíu keypti t.d. kafffbrennsluna Hilis Bros. í Bandaríkjunum og náði þar með 2% af bandaríska kaffimarkaðin- um. Aðalaðferðin til að auka arð- inn af framleiðslunni verður þó enn sem fyrr að reyna að fá sem best verð fyrir óunnið hráefnið. Hugsjónaheiidsaia Á 7. og 8. áratugunum störf- uðu margir Evrópumenn að eflingu atvinnulífs í Tansaníu. Menn fóra að bræða með sér hvemig hægt væri að verða landinu að liði þegar heim kæmi til Evrópu. í Svíþjóð var stofnað fyrirtækið „Tanzania import" 1972 til innflutnings á fram- leiðsluvöram frá Tansaníu. Ein- göngu unnar vörur skyldu fluttar inn, ekki hráefni, og vel greitt fyrir enda er hagur framleiðand- ans leiðarljósið í viðskiptunum. Kaffi er uppistaða í innflutningin- um en Tansanir eiga litla verk- smiðju til að framleiða upp- leysanlegt (,,instant“) kaffi. Fyrirtæki og félög af þessu tagi hafa sprottið upp vfða á Vestur- löndum síðustu 10-15 árin. Kirkjur og kristileg samtök era þar atkvæðamest og stundum verður þessi innflutningur og sala að sjálfstæðri starfsemi. Þannig ,varð til Traid Aid á Nýja- Sjálandi, Traidcraft í Bretlandi, Magasins du Monde í Belgíu og Gepa í Vestur-Þýskalandi. „Ideele Import“ heitir 10 ára fyrirtæki í Hollandi sem flutti inn vörar beint frá þróunarlöndum fyrir rúmlega 160 miljónir króna 1985, m.a. túnfisk frá Cabo Ver- de. „Kaupendumir era oftast frjálslynt, menntað og allvelstætt millistéttarfólk,“ segir Carl Gra- sveld stofnandi Ideele Import. í Danmörku hefur „Kirkernes U-landsoplysning“ selt vörar frá þróunarlöndum um árabil. Fyrir tæpu ári var stofnað til stærra átaks. Kirkjan, kristniboðssam- bandið, félagið Mellemfolkeligt samvirke o.fl. ragluðu saman reitunum og stofnuðu fyrirtækið „U-landsimporten“. Hlutafé er, 300 þúsund danskar krónur. Áhersla verður lögð á vandaða vöra, sem mestan hagnað fyrir framleiðendur og á upplýsingast- arfsemi. Á að bf»yta heHnsversíuninni? Þeir sem stunda innflutning frá þróunarlöndum á hugsjóna- grundvelli gera sér grein fyrir því að hann verður alltaf takmarkað- ur. „Við fluttum inn 220 tonn af kaffi 1985,“ segir Grasveld hjá Ideele Import. „Stærsti innflytj- andinn til Hollands, Douwe Eg- berts sem er dótturfyrirtæki Consolidated Food í Bandaríkj- unum, selur 150 tonn á viku.“ „Það er sama hvað við seljum margar körfur, skálar, bursta og kaffipakka; við færamst litlu nær því að breyta hagskipaninni í heiminum," segir í bæklingi frí- kirkjusamtakanna Sackeus í Sví- þjóð. „Styrkur þessa nýja versl- unarmáta liggur í upplýsingum og skoðanamyndun sem fylgir í kjölfarið og getur haft breytingar í för með sér á stjómmálum og efnahagsmálum." Fræðslustarfið er jafnan stór þáttur um leið og framleiðslu- vörar frá þróunarlöndum eru seldar á jólabasar, torgsölu, kynningarkvöldum, í stórmark- aði eða í heimahúsum. Eitt vin- sælt tiltæki hjá Tanzania import er spil af matador-gerð sem heitir „Várldskontroli“ (Heimsyfir- ráð). Þar skipta þátttakendur sér á fátæk lönd, rík og millilönd og reglumar mismuna fólki eftir því hvar það býr - þar til nokkuð er liðið á leikinn að reglunum er breytt og heimsskipulaginu um leið... (Unnið á vegum ÞSSÍ eftir upp- lýsingum frá Sackeus, Tanzania import, South, UNCTAD o.fl.) Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í verkið: Ólafsvíkurveg, Hftará - Kaldá, 1987. "J (Lengd 7,8 km.fyllingogburðarlag 39.000 rúmmetrar, Á skering 6.000 rúmmetrar). Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borg- arnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 24. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. mars 1987. Vegamálastjóri .......... .j N Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í verkið: Tunguvegur f Svarfaðardal. (Lengd 2,6 km, fylling 18.000 rúmmetrar, burðarlag 6.000 rúmmetrar) Verki skal lokið eigi síðar en 1. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Ak- ureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. mars. Vegamálastjóri .......... ^ Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur 1987 Verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 1987 kl. 20.00 í Suðurlandsbraut 30 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni þriðjudag 4. febrúarog miðviku- daginn 25. febrúar kl. 16.00-18.30.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.