Þjóðviljinn - 12.04.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Síða 8
SUNNUDAGSPISTIUL Sigruðu kommamir? Um vinstrið og hœgrið, upphaf hugmyndanna og píslargöngu þeirra inn í veruleikann Þaö er ekki eins og verið sé að kjósa í fyrsta skipti á ís- landi, þótt svofjölmiðlarséu svo uppteknir af æsingum augnabliksins að gleymska söguleysisins verður aldrei svartari en einmitt á dögum sem þeim er nú líða hjá. Kröfur frö kreppuárumll2 Fyrir meira en fimmtíu árum, í kreppunni miðri, voru menn að búa sig undir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar. Flokksfélög héldu fundi og ræddu bæjarmála- stefnuskrár, meðal þeirra komm- únistarí Vestmannaeyjum. Og er óneitanlega fróðlegt að skoða hvaða stefnumálum þeir og nátt- úrlega aðrir sem svipað hugsuðu hafa verið að velta fyrir sér. Sumt af því ber mjög keim af sérkennum róttækni þess tíma, eins og krafa um að „bærinn hætti að borga vexti og afborganir af skuldum við ríki, banka og auðfé- lög“ ( m.ö.o. við hunsum bók- hald auðvaldsins - rétt eins og Fidel Castro fyrir nokkrum miss- erum þegar hann bjó til herópið: Við borgum ekki!). Eða þá krafa um að „bókasafn bæjarins verði birgt af verklýðssinnuðum bók- menntum og afturhaldssömum og óhæfum bókaverði sé ekki fal- in gæsla þess“. Friðja krafan sem hér skal til nefnd er kannski þeirra merkust. Hún er þess efn- is, að árslaun starfsmanna bæjar- ins fari ekki yfir 5000 krónur. M.ö.o. í nafni jafnaðar eru settar fram hugmyndir um fatsneglt launaþak - hvað skyldi vera langt síðan mönnum datt slíkt í hug í alvöru síðast? Margt er breytt En þegar flett er gömlum blöð- um vekja þær kröfur ekki síður athygli sem minna á það, hve margt hefur breyst. Þess er kraf- ist að fastir starfsmenn bæjarins fái tveggja vikna sumarfrí. Að rafmagnið verði ekki tekið af fá- tæklingum vegna skulda. Að þeir sem ekki hafa meira en 2000 krónur í árstekjur fái ókeypis læknishjálp, sjúkrahúsvist og ljósmæðrahjálp. Að lyfjakassar verði á helstu vinnustöðum og nauðsynlegustu sáraumbúðir í aðgerðarhúsum. Að fólkið fái greitt kaup í peningum. Að lagt verði fullkomið skólpræsi í bæn- um. Fullkomnum íþróttavelli komið upp og honum haldið við. Og í Herjólfsdal verði komið upp skemmtistað.... Um slíka og þvílíka hluti voru kommarnir að hugsa í plássum landsins þegar þeir máttu vera að því að líta upp úr heimsbyltingar- fræðum. Um sömu hluti talaði Arnaldur við Sölku Völku þegar þau gengu saman inn í dal, alsæl af ást og byltingaróþreyju. Sjálfsagðir hlutir Og við vitum að margt af því sem menn settu þá á verkefna- skrá dagsins er fyrir löngu orðið að sjálfsögðum hlut. Allar við- miðanir eru aðrar. Hvað skyldu margir átta sig á því til dæmis, hve mjög hugtakið lífsnauðsynjar hefur breyst á tíu-fimmtán árum, að ekki sé talað um hálfa öld eins og hér áðan? Líklega mjög fáir. Og eins víst að bæði þeir og þeir fjölmörgu sem lítið sem ekkert vita um liðin ár, láti sér fátt um finnast. Einhverntíma hér áður | löptu menn dauðann úr skel, og hvað með það? Enda væri vafalaust til of mik- ils ætlast að menn hefðu hugann við kjör alþýðu fyrir áratugum, nógu illa gengur að láta menn vita af erfíðleikum og neyð i næsta húsi, af þeim gloppum í velferð- arkerfinu sem eru fleiri og stærri og þungbærari en flesta grunar. M.a. vegna þess að það er að mörgu leyti erfiðara að vera fá- tækur innan um velmegunar- þegna en að vera fátækur í fátæku þjóðfélagi. Hvert á að senda þakklœtið? En semsagt: Margt breyttist í húsnæðismálum og orlofsmálum og heilbrigðismálum. Og hvað var það sem gerðist? Unnu kom- marnir kannski sigur? Eða þá þeir sósíalistar sem sameinuðust í einum flokki 1938? Auðvitað viljum við, sem fyrr og síðar hafa rauðir kallaðir ver- ið, helst að allt sé okkur að þakka. Og auðvitað vitum við að málið er ekki svo einfalt. Þeir sem ákveðnaðstir eru og óþreyjufyllstir orða kröfur tím- ans á afdráttarlausari hátt en aðr- ir. Eru fylgnari sér og einatt ósér- hlífnari. Þeir fá vitanlega skömm í hattinn fyrir að vera ævintýra- menn, ábyrgðarleysingjar, niður- rifspakk, yfirboðshyski. En þeir eiga vitanlega marga banda- menn. Samvinnumenn og um- bótakrata og það raunsæi hjá borgurunum að ekki verði enda- laust hamlað gegn þeim bolsé- visma eða kratisma sem síðar var nefndur meinlausara nafni, velf- erðarkerfi. Að því ógleymdu að kreppan leið hjá og yfir gekk stríðsgróði og svo tæknibylting með stórauknum afköstum og þar fram eftir götum. Af þessu öllu er merk saga og flókin. Leiðinlegast að fólk skuli flest lifa eins og hún hafi aldrei gerst. Eins og allt sem er sé sjálf- sagður hlutur sem enginn hafi þurft neitt á sig að leggja til að gæti orðið að veruleika. Laun heimsins Guðbergur Bergsson rithöf- undur vék reyndar að þessum hlutum í ágætri grein sem birtist í öðru Reykjavíkurblaði G-listans. En þar segir hann m.a.: „I sögu mannsandans hafa hugmyndirnar oftast komið frá „vinstri" en hægri öflin hafa hrint þeim í framkvæmd með mikilli tregðu. Aldrei án þess að áður hafi verið ýtinn og langvarandi þrýstingur frá vinstri vængnum“. stöðu, en oftar finnst manni hún heldur dapurleg. Svo mikið er víst, að sósíalistum og öðru vin- strafólki verða laun heimsins oft- ar en ekki vanþakklæti. Því er gleymt hvaðan hugmyndirnar komu, og það eru líka vinstri- menn sem fá skömm í hattinn ef framkvæmdir ganga seint. Aftur á móti fær hægriflokkur lof og meðbyr ef hann silast til að sam- þykkja einhvern hluta af nauð- synjamálum heildarinnar. Af því að kannski ætluðust menn ekki til neins af honum. Eða til miklu minna en af þeim rauðu og grænu. Að týna áttum Það er vonandi rétt hjá Guð- bergi Bergssyni, að einmitt þessi sérstæði ferill pólitískra hug- mynda merki það að stjórnar- andstaða geti verið jafnvel öflugri eða áhrifasterkari en þeir sem að völdum sitja. Að minnsta kosti er jafnan full ástæða til að minna á það, að margt er hægt að gera merkilegt í stjórnarands- töðu. Hitt er svo verra að fyrr- greint undarlegt sambýli vinstris- ins og hægrisins í þjóðlífinu er mjög fallið til þess að rugla fólk í ríminu, eða því „rími“ sem eftir er í höfðinu þegar fjölmiðlafárið hefur blásið í gegnum það. Og efla þá pólitíska gleymsku, sém gerir meira að segja það sem gerðist í fyrra að grárri fornesk j u. -áb Einmitt. Þegar ég las þessi um- mæli Guðbergs datt mér strax í hug samtal við Öddu Báru Sigfús- dóttur sem mörg kjörtímabil stóð uppi í hárinu á borgarstjórnarí- haldinu og gerði því lífið leitt með margvíslegum nauðynjamálum fólksins. Og bjó við þann „tilvist- arvanda" að tillögum hennar var ávallt hafnað, en þær síðan upp teknar síðar af meirihlutanum í skertu formi og umbreyttu og ill- þekkjanlegu. Til að hægt væri að letra á kosningaspjöld: við erum flokkur allra og hugsum um lít- ilmagnann. Hugmyndimar koma frá vinstri, en það er oftast nær, því miður, á valdi hægraliðsins hve langt þær komast inn í veru- leikann. Þeir sitja á peningunum, þeir hafa mjög sterk tök á valds- maskínunum, sem eru vitanlega fleiri og flóknari en alþingi og borgarstjórnir. Það er viss launkímni í þessari 8 S(ÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 12. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.