Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 7
Um 2 þúsund mótorhjólaeigendur mættu á Nörrebrogade þ. 1. apríl. Hér má sjá hluta hópsins. í fyrsta lagi krefjast þeir þess að fá að aka á endurbyggðum mótorhjólum, en það er nú ólög- legt. í öðru lagi vilja þeir fá að aka án hjálms. í þriðja lagi vilja þeir verða undanskildir hraða- takmörkunum. í fjórða lagi, og þetta er eingöngu krafa rokkar- anna, vilja þeir lækka akstursald- urstakmarkanir úr 18 ára aldri niður í 16. Hin mótorhjólasam- tökin leggja meiri áherslu á það að öryggi mótorhjólaeigenda sé trýggt. En eins og í ökutækjaklúbbun- um í upphafi aldarinnar þá sam- eina klúbbarnir hagsmunabar- áttu og frístundaiðkun. Á sumrin leigja klúbbarnir svæði út á landi þar sem meðlimir koma um helg- ar og keppa í mótorhjólaakstri og ýmsum öðrum greinum, s.s. bjór- drykkju, kraftíþróttum o.s.frv. Svo er að sjálfsögðu rokkhljóm- sveit á staðnum. Þarna koma meðlimir alls staðar að af landinu og jafnvel erlendis frá líka. Dömutakkahjól Eru það að mestu leyti karl- menn sem sœkja þessar samkom- ur? 95% eru karlmenn. Einstaka konur koma með, en þá eru þær oftast í fylgd með karlmanni. Sitja aftan á hjólinu. Eru til mótorhjólaklúbbar kvenna? Já það eru til tveir slfkir klúbb- ar í Danmörku. Þær eru með sín eigin mót. Það sést varla karl- maður á kvennamótunum, en þó má í einstaka tilfellum sjá stelpur með strák aftan á hjólinu hjá sér. Ganga klúbbarnir þvert á öll stéttalandamœri eða eru til klúbb- arþar sem meiri hluti meðlima er t. d. úr verkalýðsstétt og aðrir þar sem meiri hlutinn er t. d. úf yfir- stétt? Flestir klúbbarnir ganga þvert á landamærin, en þó eru til klúbbar sem myndast í kringum ákveðnar tegundir af hjólum eins og t.d. Goldwingklúbburinn, en í honum eru aðeins vel efnaðir Lagt i'ann. áhugamenn. Þetta eru rándýr hjól, rosastór og minna helst á vel útbúna bfla á tveimur hjólum. Nær undantekningarlaust eru anna", eru flestir úr verkalýðs- stétt. Er til haldgóð skilgreining áþví hvað rokkari er? Nei í raun og veru ekki. Fyrir- bærið rokkari er að mestu búið til í fjölmiðlum. Það er t.d. enginn sam kallar sig rokkara. Það sem greinir þennan hóp e.t. v. mest frá öðrum eru hjólin, en þeir aka svo til eingöngu á breskum eða amer- ískum bjólum og venjulega eru þau endurbyggð. Nú eiga Japanir stóran hluta af mótorhjólamarkaðnum. Eru rokkararnir e.t.v. að einhverju leyti undir áhrifum frá félögum Hells Angels í Bandaríkjunum sem að hluta til vegna þjóðernis- hyggju og kynþáttafordóma kjósa angló-saxnesk hjól frekar en jap- önsk? Já alveg örugglega. Rokkar- arnir eru undir töluverðum áhrif- um frá Hells Angels, en Hells Angels hafa verið virkir þátttak- endur í baráttu bandaríska iðnað- arins um markaðshlutdeildina þar. Bandaríkjamenn framleiða góð hjól, Harley Davidson, og Hells Angels haf a sérhæft sig í að endurbyggja þau. Þessi þekking hefur komið til Danmerkur með kvikmyndum um Hells Angels sem eru nú um 15 talsins og jafn- framt eru gefin út í Bandaríkjun- um 4 tímarit þar sem eingöngu er skrifað um endurbyggingu á Harley Davidson og þessi blöð lesa dönsku rokkararnir. Það er t.d. einn munur á japönskum og anglósaxneskum hjólum sem er grundvallandi fyrir rokkarana. Angló-saxnesku hjólin eru knúin í gang með fótunum, en á jap- önsku hjólunum er bara venju- legur startari eins og á bfl. Þetta fyrirlíta rokkararnir og kalla startarann dömutakka og hjólin dömutakkahjól. Mótorhjólakonur hafa ekki atkvœðisrétt Hvað varð tilþess að þú valdir þessi hjól útbúin fullkomnustu hljómflutningsgræjum og ýmsum öðrum þægindum. í ABATE klúbbnum, klúbbi „rokkar- Þér mótorhjólamenningu sem viðfangsefni í rannsóknum þín- um? Ég hef áhuga á hinum svo- kölluðu jaðarhópum. Áður hafði ég skrifað um leðurjakkamenn- inguna á sjötta áratugnum og rannsókn á mótorhjólakúltúrn- um kemur því í eðlilegu fram- haldi af þeim rannsóknum. Að hve miklu leyti er mótor- hjólamenning jaðarmenning? Ja þetta er menning sem snertir næstum alla fleti lífs þeirra sem lifa í þessari menningu. Þeir af- marka sig með sérstökum klæðn- aði, tattúeringu og skartgripum, og svo tfðkast innan þessa hóps sérstakar helgiathafnir og hefðir. Þar eru mótorhjólin í miðpunkti. í brúðkaupum og jarðarförum eru mótorhjólin t.d. ómissandi. Hjá sumum er mótorhjólamenn- ingin það stór hluti af lífinu að þeir kjósa að búa í sambýli með klúbbfélögum. Mótorhjólagam- anið er þannig hjá mörgum ekki aðeins spurning um tómstunda- gaman heldur verður mótorhjól- ið öxull sem lífið snýst um. Er eitthvað sem kom þér sér- staklega á óvart þegar þúfórst að vinna að þessum rannsóknum? Já tvennt. Annars vegar staða kvenna innan klúbbanna. Þótt þær séu skráðar sem meðlimir þá hafa þær ekki atkvæðisrétt. Og það sem verra er, konurnar virð- ast sætta sig algjörlega við þetta. „Svona er þetta og svona á þetta að vera," segja þær. Hitt sem kom mér á óvart þegar ég fór að vinna að þessum málum voru við- brögð starfsfélaga minna og nán- asta umhverfis. Fólk var hálf hneykslað á mér að aka um á mótorhjóli, fannst hjólið t.d. óþarflega stórt fyrir mig. Sam- tímis fann ég þó að fólk hreifst af hjólinu. Fannst þetta spenn- andi... Jói lítur glottandi á Marlon Brando-plakatið upp á vegg hjá sér á háskólaskrifstofunni. Á plakatinu situr Brando klofvega á Harley Davidson, alklæddur leð- urfötum. Hann endurgeldur glott Jóa. -K.Ól. Sunnudagur 26. aprfl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.