Þjóðviljinn - 05.06.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Page 2
—SPURNINGIN— Spurt á Hlemmi: Hvernig kemur fækkun strætisvagnaferða við Þig? Birgitta Spur: Fremur illa því ég á ekki bíl. Ætli fækkun strætisvagnaferða hafi ekki þau keðjuvirkandi áhrif að færri noti vagnana og þá verð- ur ferðum aftur fækkað á þeim forsendum að það sé ekki þörf fyrir þjónustuna í boði. Guðmunda Gunnarsdóttir: Ég nota vagnana svo litið að þetta breytir engu að ráði fyrir mig. Mér finnst fækkun ferða samt vera til óþæginda. Jóhann G. Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlemmi: Þetta kemur mjög illa við mig því ég nota vagnana mikið. Ég hef líka orðið var við það að fólk sem ég tala við hér er margt mjög óánægt. Pétur Ingi Guðmundsson, starfsmaður á Orkustofnun: Ég nota strætisvagna mjög mikið, en get tekið svo marga vagna í og úr vinnu að fækkun ferða kemur lítið við mig. Fanný Gunnarsdóttir: Engan veginn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek strætó í lengri tíma. FRETTIR Uppgjör Sjálfstœðismanna Flokksforystan í fflabeinstumi Harðar árásir áforystu Sjálfstœðisflokksins frá ýmsum frammámönnum íflokknum. Orsök fylgishrunsins kaufaskapur Þorsteins, sambandslaus forysta, svik Davíðs í kosningabaráttunni og ónýturþingflokkur. Friðrikog Matthías Á. Mathiesen vilja samstarf við Albert Sriðrik Sophusson varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og Malthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðhcrra lýsa því yfir í Vogum, málgangi Sjálfstæðisflokkum í Kópavogi að halda eigi öllum leiðum opnum gagnvart Borgara- flokki Alberts Guðmundssonar til að tryggja sameiningu þessara flokka síðar. Þetta er þvert á það sem formaður flokksins Þorsteinn Pálsson hefur lýst yfir, að sam- starf við Borgaraflokkinn komi á engan hátt til greina að sinni. I blaðinu kemur fram að Frið- rik Sophusson upplýsti á fundi með Sjálfstæðismönnum í Kópa- vogi í sl. mánuði að þeir Þor- steinn hefðu rætt um að boða til Landsfundar og leggja embætti sín að veði, en hætt við, vegna þess að „það væri óskynsamlegt að opna þetta mál á meðan að stjórnarmyndun, sem er síðari hálfleikur í þessum kaflaskiptum í íslenskum stjórnmálum, hefði ekki farið fram. Það mundi veikja flokkinn," sagði varafor- maðurinn. Pólitísk skammsýni -Pólitísk skammsýni, klaufa- skapur og mistök síðustu mánuði fyrir kosningar. Virðisauka- skattsfrumvarpið, Borgarspítala- málið, Fræðslustjóramálið, Námslánamálið, Hallarekstur ríkissjóðs, Kádiljákur Davíðs og síðast en ekki síst meðhöndlun skattamáls Alberts Guðmunds- sonar, nefnir Jón Magnússon sem nokkrar helstu ástæður fylgis- hruns Sjálfstæðisflokksins. Til viðbótar nefnir Jón að framboðslistar flokksins hafi ekki höfðað til fólks utan flokksins. Endurnýjun lítil og klúður í próf- kjörsmálum. Kosningabaráttan hafi höfðað til fortíðar og nútíðar þegar best lét og að nokkrir for- ystumenn flokksins hafi leitt kosningabaráttuna hjá sér þegar mest reið á að enginn lægi á liði sínu. Stýrimenn kerfisins Jón fer hörðum orðum um þinglið flokksins og segir m.a. að gömlu þingmennirnir virki nán- ast eins og hluti af stjórnkerfinu. „Þeir eru ekki að boða nýjungar eða breytingar. Þeir virðast frem- ur líta á sig sem stýrimenn kerfis- ins en leiðsögumenn sem benda á hvert skuli stefna.“ Jón segir enn- fremur að fjórir af þingmönnum flokksins hafi einungis 3000 at- kvæði á bak við sig og fjölmenn- Nýju fóstbræður Sjálfstæðisflokksins: Friðrik og Matthías. Vilja báðir sættir við Albert gegn vilja formannsins. aSll KjUócnuauupui sætti sig ekki við það lengur að hagsmunum hans sé fórnað af þessum mönnum. „Haldi slíkt áfram og landbúnaðarstefnan, Steinullarverksmiðjur og Ölfus- árbrýr verði hornsteinar í stefnu- framkvæmd Sjálfstæðisflokksins á hann enn eftir að tapa fylgi,“ segir varaþingmaðurinn. Djúpstæð oanægja Richard Björgvinsson bæjar- fulltrúi er ekki síður orðhvass og segir að í kosningabaráttunni í vor hafi menn orðið mjög varir við „djúpstæða óánægju með for- ystu flokksins meðal flokks- manna og þeirra, sem venjulega fylgja flokknum í kosningum. Ástæðan fyrir þessari óánægju segir Richard að sé fyrst og fremst sú að forysta flokksins hafi á síðustu árum fjarlægst flokks- fólkið. Ekkert samband sé á milli forystunnar og flokksmanna. „Hinn almenni flokksmaður og forysta flokksins stefna í sitt hvora áttina. Meðan svo er þarf ekki að búast við góðu fylgi hans,“ segir forystumaður Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi um ástandið í innanhússmálum flokksins. -•g- Þorsteinn fær harðarákúrur: Forystu- klíkan sambandslaus við hinn al- menna flokksmann. Hélt illa á Al- bertsmálinu. Var Siggi Held nokkuð að flækjast hérna? 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.