Þjóðviljinn - 05.06.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Side 9
VIÐ GRILLUM Baldur Hannesson: Hef ekkiundan að framleiða grillkolin í góða veðrinu Baldur Hannesson framleiðir íslensku grillkolin: „í blíðunni undanfarið höfum við ekki haft undan að framleiða kolin. Allar vólarnar til framleiðslunnar eru heimasmíðaðar." Grill- kolagerð í Stmums- vík Vélin sem steypir kolin er að hluta til gömul malbikunarvél. Kolasallinn blandaður bindiefnum og hæfilegum raka er steyptur hér og koma „kolak- ökurnar" hér út úr vólinni og falla í grindur sem síðan er komið fyrir í þurrkofni þar sem kolin eru þurrkuð við rúmlega 100 gráðu hita í 15-16 tíma. Þá er þeim pakkað í neytendaumbúðir og tilbúin á grillið. „Það sem kom mér af stað var skýrsla eða úttekt sem gerð var í Háskólanum um möguleika á þessari framleiðslu úr innlendum hráefnum," sagði Baldur Hann- esson, en Baldur framleiðir ís- lensku grillkolin sem fást á bens- ínstöðvum og í verslunum um allt land. „Núorðið flyt ég þó inn hráefn- ið að mestum hluta frá Brasilíu, en það er kolaður viðarsalli og kemur laus í gámum, þetta er Brasilíufrumskógurinn,“ sagði Baldur. Framleiðslan gengur þannig fyrir sig að rakur sallinn fer í sérstaka hrærivél og blandað er í hann bindiefnum og rakinn jafnaður. Meðan hrært er í blöndunni er fylgst með henni og séð til að hún fái rétta eiginleika og þegar þeir eru fengnir flytur færiband blönduna úr hrærivél- inni í vél sem pressar hana saman í kökur. Pressuvélin eða öllu heldur steypuvélin skilar síðan kökun- um í grindur og er þeim síðan komið fyrir í ofni þar sem þær eru þurrkaðar í 15-16 klukkutíma við 105 gráða hita. Að því loknu eru kolin sett í vél sem sigtar allan salla frá og vigtar rétt magn ofan í pappírspoka sem síðan er pakkað saman fjórum í plastpoka með handfangi sem þægilegt er að taka með sér í sumarbústaðinn. Baldur sagði að hver einasta vél í framleiðslunni væri heima- smíðuð og t.d. er vélin sem steypir kökurnar eða sjálf kolin að hluta til gömul malbiksblönd- unarvél. Baldur hóf framleiðsluna síðla sumars í hitteðfyrra, en það var nánast tilraunastarfsemi, en kol- in voru á markaðnum í allt fyrra- sumar og framleiddi Baldur þá 60 tonn sem voru um helmingur af grillkolasölu á landinu þá. Baldur sagðist ekki hafa haft undan að framleiða kol í blíðviðrinu sem verið hefur að undanförnu og væri framleiðslan í maí margföld á við sama tíma í fyrra. Heildsöludreifingu íslensku kolanna annast Ó. Johnson & Kaaber og olíufélögin og fást þau í flestum verslunum og bensín- stöðvum um allt land. -sá. —Grillspurningin* Grillarðu í góða veðrinu og hvaða grillmatur finnst þér bestur? Júlíus Sigurjónsson nemi Grillaður matur er með betri mat. Mérfinnst nautakjöt best, en heil- grillað lamb er sérlega Ijúffengt og þá er við hæfi að drekka gott rauðvín með. Anna Lára Steindal nemi Ég grilla lítiö sjálf, en get alveg borðað grillaðan mat, og mér finnst svínakjöt best. Jóna G. Guðmundsdóttir nemi Ég er heldur lítið fyrir grillaðan mat, en finnst fiskur grillaður í ál- pappír þó ágætur. Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Mývatnssveit Já, ég hef grillað heilmikið af lambarifjum frá SS og þykir það gott. Ég hef heyrt að grillað nautakjöt sé betra, en hef þó ekki sannprófað þaö enn. Kristín Sigsteinsdóttir skrifstofumaður Já, það geri ég. Mér finnst grillað nautakjöt best, en einnig er grill- aður silungur góður. Hann er þá flakaður, kryddaður eftir smekk og settur á grillið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.