Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 10
TlMABÆR VIÐ GRILLUM Jú, gott er þaö, blessað fjalla- eða vega- eða þá fjallvegalambið. Sigrún Kristinsdóttir borðar af bestu lyst. HEIL- GRILLAÐ HÁTÍÐA- LAMB Heilgrillað lamber sannkallaður hátíðamatur og stöðugt færist í vöxt að fólk geri sér glaðan dag og slái saman í skrokkoggrillihann. Þettaerí sjálfu sér ósköp auðvelt. Aðal- vandinn er að hitta á gott veður og eftir því sem við best vitum er engin óbrigðul aðferð til við að stýra veðrinu. Þegar heilgrillað er þarf að vera lítill vindur, helst logn og þar sem það er sjaldan, þarf að hafa grillið í skjóli og svo er alveg nauðsynlegt að ekki rigni eða snjói. Ef vindurinn blæs hranalega, blæs allur varminn jafnóðum burt af kjötinu og steikingin gengur ekkert, og ef rignir kólnar kjötið líka og að auki rignir ofan í kolin og glóðin kulnar. Nú, en setjum svo að veðrið sé fi'nt, fólkið sem snæða á dýrið til- búið að koma og það sem best er: búið að borga í púkkið, þá hefur undirrituðum reynst best síðustu 20 skiptin sem hann hefur átt hlut að heilgrillun, að standa að mál- um nokkurn veginn á eftirfarandi „Ljúf mun sú stund er lambið ét ég. Lifi sauðfé í dri Stígsdóttir, Sif Knudsen, Hjörleifur Sveinbjörnsson, i Lúðvík Geirsson, Guðmunda Kristinsdðttir og Sigrí FJALLALAMB í 1/2 SKROKKUM FRÁ AFURÐASÖLUNNI Þú getur valið um tvenns konar niðurhlutun: • Tílbúíð í helgarmatínn og • Tílbúíð á grillið og pönnuna og þú færð hæfílegt magn í handhægum pakkníngum; fjárútlátín eru lítíl en afslátturinn hressílegur! hátt: Kaupa skrokkinn 4-6 dögum áður en stendur til að grilla hann, hengja hann upp á svölum stað og láta hann síðan hanga í þetta 4-6 daga. Málið er nefnilega það að lambakjöt þarf að hanga ekki síður en nautakjöt. Við það verð- ur kjötið meyrt og hreinlega bragðbetra. Þegar skrokkurinn er valinn má reikna með um 600 g á mann. Hvorttveggja er að skrokkurinn rýrnar auðvitað við steikinguna og svo það, að heil- grillað lamb er aldeilis ótrúlega gott svo matvandnasta fólk borð- ar heil ósköp. Þegar sjálfur grilldagurinn rennur upp þarf fólk að sjálf- sögðu að vera búið að útvega sér grill og grillkol eða við í þeirra stað. Það er nefnilega ekkert nauðsynlegt að nota bara grillkol. Það er allt eins hægt að nota spýtnaafganga, afsagaða búta, en gætið þess bara að nota ekki spýtur sem hafa verið mál- aðar eða fúavarðar né heldur límdar og alls ekki spónaplötuaf- ganga. Efhi sem notuð eru í spóna- plötur eru m.a. formalín auk annarra miður hollra efna og í málningu og fúavarnarefnum eru alls kyns efni sem eru annaðhvort eða hvorttveggja: eitruð og spilla bragðinu af blessuðu lambinu. Ef notaðar eru spýtur, eða það sem best er, birkibútarnir frá Skógræktinni, þá er ágætt að kveikja upp og láta loga a.m.k. klukkutíma áður en skrokkurinn er settur yfir, svo logarnir nái að réna og þar til góð glóð er komin í viðinn. Til að ná góðum og jöfnum loga er ágætt að kveikja upp með grillvökva og sprauta honum jafnt og vel yfir og lofa viðnum að drekka hann í sig í nokkrar mínútur áður en kveikt er í. Ef grillkol eru notuð er best að fara að á svipaðan hátt, láta kolin drekka í sig kveikivökvann nokkrar mínútur áður en eldur er borinn að. Bíðið síðan þolirimóð þangað til góð glóð er komin í kolin eða þangað til þau eru orðin grá. Þá má skella skrokknum yfir. Meðan beðið er eftir að góð glóð komi í eldsneytið er rétt að 1 Nú logar duglega í grillkolunum. Þáer bara að bíða að hitni rækilega í og glóð myndist. Setj- ið ekki matinn yfir fyrr en hætt er að loga og kolin orðin vel grá. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 5. júnf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.