Þjóðviljinn - 12.07.1987, Side 7
Þetta er
lífið...
Af fimmtudagskvöldinu, Sú Ellen, manni í
alltof rauðri peysu og fleira góðu fólki
Það kunni ekki góðri lukku að
stýra: Alltof feit kona horfði hug-
fangin á alltof stutt pils í búðarg-
lugga í Bankastræti. Tveir fullir
menn gengu hjá og hlógu hástöf-
um. Það er undir kringumstæð-
um eins og þessum sem maður
finnur að heimurinn er ekki bara
haganlega gert ljóð.
1.
Það var fimmtudagskvöld. Bíl-
ljósin fálmuðu um berstrípaðan
miðbæinn líkt og alltof æstur
elskhugi. Það var eitthvað í loft-
inu sem krafðist þess að mikilla
atburða væri að vænta.
Á bensínstöðinni hjá BSR í
Lækjargötu stóð syfjulegur
leigubflstjóri með slönguna í ann-
arri hendi og glóandi sígarettu í
hinni. „Þetta er örlagakvöld fyrir
mannkynið," sagði róttækur ung-
lingur og steytti hnefann á móti
Friðrik Friðrikssyni sem rótaði
sér ekki fyrir framan Bernhöfts-
torfuna.
„Ég elska þig, ég elska þig,“
stundi ástfanginn heildsali og af-
hjúpaði netsokka vinkonu sinnar
á biðstöð Strætisvagna Reykja-
víkur án þess að hika.
Á Hótel Borg söng Sú Ellen af
hjartans list. Sú Ellen er hljóm-
sveit frá Neskaupstað og hún gaf
út plötu á þriðjudaginn var. Ég er
hlynntur Sú Ellen og ég fór á
konsertinn.
2.
Daníel Ortega - 20 árum áður -
sat einsamall við borð og beið
eftir byltingunni. Smástelpa með
hræðilega ljóst hár krafði bar-
þjón með permanent skýringa á
reikningi uppá 2204 krónur.
„Fyrst fékk ég mér væt russían,“
útskýrði hún. „Svo fékk ég mér
viskí. Svo tvöfaldan beilís. Svo
annan tvöfaldan beilís. Og svo nú
tvöfaldan beilís. Hann,“ og hún
benti á aðframkominn unnusta
sinn „hefur hinsvegar drukkið
kamparí f allt kvöld.“ Barþjónn-
inn - greinilega menntaskóla-
drengur með óflekkaða fortíð -
brosti sjálfsöruggur.
Vitfirrt tónaflóð Sú Ellen
dundi á gestum Hótel Borgar.
Græumar voru a.m.k. 40 desíbel-
um of hátt stilltar. Guðhrædd
kona bölvaði í sand og ösku.
Eiginmaður hennar laut fram og
sagði stundarhátt: „Ertu aldrei
ánægð!“ Svo stóð hann upp og
gekk út. Hún sat eftir og var
innan skamms komin með
lambakjöt í fangið. „Þetta er
lífið," sagði einhver diplómat.
3.
Maður í alltof rauðri peysu gekk
að stúlku með strípur í hárinu:
„Má ég spjalla við þig,“ tilkynnti
hann og datt ofaní stólinn.
„Auðvitað,“ sagði hún og kink-
aði kolli til gítarleikarans í Sú Ell-
en. Maðurinn í rauðu peysunni
stóð upp og hneigði höfuð sitt til
merkis um uppgjöf. Svo fór hann
að dansa. Hann dansaði einn.
Aleinn, alveg eins og japanskt
ljóð. Nema hvað það er ekkert
lýrískt við fullan íslending í
rauðri peysu.
Sú Ellen lék á als oddi. Dreng-
irnir í Sú Ellen eru geðþekkir og
prúðmannlegir. Maður kemst í
gott skap af því að horfa á þá og
hlusta á austfirska tónana. Ver-
öldin verður eins og tombóla með
eintómum vinningsnúmerum.
Og svo komust þeir í fyrstu viku f
fjórða sæti vinsældalista rásar
tvö. Ég kann að meta Sú Ellen.
4.
Síðhærður maður með þriggja-
dagaskegg hellti hvítvíni í glösin
og fullyrti að blómaskeiðið hefði
aldrei liðið undir lok. Pönkarinn
á næsta borði hló glaðlega: „Neg-
rofflían blívur,“ sagði hann og
dró upp annarlega sígarettu.
Maðurinn í rauðu peysunni var
dáinn fram á borðið. „Það er
undarlegur andskoti að fara á
Hótel Borg til að drepast," sagði
fullur ungur drengur og vafði
ennþá yngri stúlku örmum. „Ég
elska þig,“ ansaði hún og brosti
eins og búlgörsk ísafgreiðslu-
dama. „Láttu ekki svona,“ sagði
drengurinn. „Þú elskar mig ekki.
Það er gamaldags. Vertu með
mér í nótt og ég skal fyrirgefa þér
þessa vitleysu."
Skyndilega reis dauði maður-
inn í alltof rauðu peysunni upp
við dogg og hristi hausinn. Svo
klappaði hann saman lófunum og
hló. Alveg eins og sfldarkaup-
maðurinn í bókinni um góða dát-
ann Sveik. Hann reis einmitt
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk í tímavinnu. Vinnutími
frá kl. 17.00 til kl. 21.00. Upplýsingar á skrifstofu
póstmeistara Ármúla 25.
Tilkynning frá
Sölu varnarliðseigna
Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar frá 20.
júlí til 17. ágúst vegna sumarleyfa.
uppúr brennivínsdrunganum,
barði með hnefanum í borðið og
öskraði: Ekki dugir þessi djöfull!
Sú Ellen hélt áfram að fylla
hlustir viðstaddra. Það var dá-
samlegt til þess að vita að klass-
ískir hljóðfæraleikarar verða
miklu fyrr heyrnarlausir en harð-
svíraðir rokkarar. Mér er líka
miklu hlýrra til Sú Ellen en
Simfóníuhljómsveitarinnar.
5.
„Elskarðu mig?“ heimtaði mið-
aldra kaupsýslumaður og hélt
dauðataki í alltof einkaritaralega
lagskonu sína. Hún laut fram og
hvíslaði þannig að enginn heyrði:
„Mér þætti vænt um að þér þætti
vænt um að mér þætti vænt um
þig...“
Og lífið í borginni hélt áfram.
Ég fer til þess að lifa, þér farið til
þess að deyja sagði einhver um
leið og tónarnir flögruðu út í
daufa skímu miðnætursólarinn-
ar.
„Hittu mig á kaffihúsi í Istan-
búl að ári,“ sagði framandleg
stúlka við dularfulla blómið. Og
dularfulla blómið brosti.
Hrafn Jökulsson
EF SVO ER, VERÐUR ÞÚ AÐ GERA
EITTHVAÐ í MÁLINU.
HROTUSTOPPARINN er einfalt og öruggt tæki
sem stoppar hrotur og tryggir væran svefn,
sem er öllum lífsnauðsynlegur.
Hrotur eru ekki bara hvimleiðar, þær
geta verið lífshættulegar.
HROTUSTOPPARINN er
hljóðnæmt lítið rafeindatæki,
sem fest er á fót eða
handlegg þegar
menn fara að sofa.
Hann sendir frá
sér boð er hann
nemur hrotur.
Boðin valda
örlítilli ertingu
sem líður hjá strax,
en veldur því að
menn hætta (stoppa)
að hrjóta og ná að festa
svefn þannig að
full hvíldjæst jafnt fyrir
sál og líkama. ' ■
Verð kr. 3.950,-
*JAPIS
BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
jurti-sf.