Þjóðviljinn - 12.07.1987, Qupperneq 15
Hrossagaukurinn syngur
/ tilefni sumarsýningar Kjarvais að Kjan/aisstöðum
Það var á sunnudagsmorgni
vorið 1953. Ég var 10 ára og ný-
búinn að eignast mitt fýrsta
reiðhjól. Prófin í Austurbæjar-
skólanum voru nýafstaðin, sól
skein í heiði og það var eins og
ekkert gæti skyggt á þessa fögru
veröld þegar ég hjólaði niður Sól-
eyjargötuna í áttina að Tjörninni.
En skyndilega sá ég hvar mó-
rauður fugl skreið undan birki-
þykkninu við Hljómskálann og
dró á eftir sér vænginn. Hann var
kominn út á götuna þegar ég náði
að handsama hann og hjarta hans
barðist í lófa mér og hann stakk
löngu og beinu nefinu út á milli
fingra mér eins og hann væri að
fela sig.
Þetta var vængbrotinn hrossa-
gaukur.
- Hvað er þetta strákur, láttu
mig sjá fuglinn, hefur orðið slys?
- var kallað úr nærliggjandi leigu-
bíl. - Kondu strax, hér þarf að
bregðast skjótt við, við förum
með fuglinn á Slysavarðstofuna á
stundinni!
Þetta var meistari Kjarval.
Hann var goðsögn í borginni, ég
hafði séð hann í Austurstrætinu
og farið á eina sýningu hjá honum
í gamla Listamannaskálanum og
bar takmarkalausa virðingu fyrir
manninum. Og fyrr en varði
hafði ég gleymt nýja hjólinu og
var sestur uppí leigubíl með
meistara Kjarval á leiðinni á slys-
avarðstofuna.
Fuglshjartað barðist um í lófa
mér og meistaranum var mikið
niðri fyrir á leiðinni:
- Þetta er þjóðarskömm, sagði
hann. - Hingað koma fuglarnir
um langan veg og strangan yfir
hafið til þess að færa okkur söng
sinn og sumar, og hvað bíður
þeirra svo? Kettir sem hafa verið
stríðaldir yfir veturinn en fara á
flakk á vorin og sitja í launsátri
fyrir hverjum nýkomnum fugli.
Og hugsaðu þér, hélt hann
áfram. - I stað þess að taka hér
fagnandi á móti þessum góðu
gestum eru íbúar landsins farnir
að flýja land á vorin: heilu flug-
farmamir fara nú með Loft-
leiðum til Mallorca til að flýja hið
íslenska vor á meðan fuglarnir
koma og bjóða okkur söng sinn.
Nei. Það eru kettimir sem ættu
að fara til Mallorca á vorin. Það
ætti að skylda Loftleiðir til þess
að flytja alla ketti á íslandi til
Mallorca á hverju vori. Þá ættu
fuglarnir það ekki á hættu eftir
stranga ferð yfir hafið að lenda í
gini kattarins en gætu óáreittir
sungið lífinu dýrðarsöngva sína á
hverri skógargrein...
Við vomm komnir á Slysa-
varðstofuna: - Því miður, því
miður, sögðu læknarnir í hvítum
sloppum með hvítar kollhúfur,
gúmmíhanska og grisju fyrir vit-
unum.
- Ég vil tala við yfirlækninn,
sagði Kjarval og gaf í skyn að hér
væri ekki um neitt venjulegt slys
að ræða um leið og hann benti á
hrossagaukinn sem kúrði í lófa
mínum.
- Farið með fuglinn til Finns
fuglafræðings, sagði yfirlæknir-
inn, - hann veit best hvemig
meðhöndla á fugla...
Hér varð engu tauti við komið
og við sáum ekki annað ráð en að
taka stefnuna upp í Lönguhlíð til
Finns. En Finnur var uppi í
Þrastaskógi, og þá vom góð ráð
dýr.
- Við fömm með fuglinn í
Þrastaskóg og finnum Finn, sagði
Kjarval, og virtist hvorki hafa
áhyggjur af tímanum né tifinu í
mæli leigubflstjórans. En þá varð
mér hugsað til nýja reiðhjólsins á
Sóleyjargötunni, og eftir nokkurt
hik tjáði ég meistaranum að ég
gæti ómögulega komið með í
Þrastaskóg. Var þá hætt við
skógarferðina, og mér var falið
það vandasama verkefni að
bjarga þjóðinni frá smán sinni og
koma fuglinum til heilsu. Við
ókum upp á Leifsgötu og Kjarval
gaf mér ríkulegar Ieiðbeiningar
um það hvernig ég ætti að fóðra
fuglinn á ormum og flugum og
vernda hann fyrir öllum illum
köttum. Sómi íslands var í veði,
og ég veit ekki hvort hjartsláttur
minn eða fuglsins var örari þegar
ég kom með hann inn á stofugólf
til mömmu og heimtaði besta
viðurgjörning. Ég tíndi orma og
flugur og gerði allt hvað ég mátti,
en smánin var þegar yfir okkur: á
öðrum degi var hrossagaukurinn
dáinn.
Þessi saga af fyrstu kynnum
mínum af Jóhannesi Kjarval kom
mér í hug þegar ég sá sýningu þá á
verkum hans, sem nú hangir uppi
á Kjarvalsstöðum. Nærri 100
verk, þar af 43 teikningar og
skissur, sem ekki hafa verið sýnd-
ar áður opinberlega. Sjaldan hef
ég skynjað náttúrubamið Kjarval
betur en á þessari sýningu, og það
kraftaverk sem hann gerði þjóð
sinni. Hann var eins og hrossag-
aukurinn sem leggur á sig erfitt
flug yfir hafið til að færa okkur
söng sinn, og samkennd Kjarvals
með fuglinum á Sóleyjargötunni
var engin uppgerð: Hann skynj-
aði þetta sinnuleysi mannanna
betur en ég skildi þá af eigin
reynslu: að láta kettina leika
lausum hala á meðan fólkið flúði
fuglasönginn til framandi landa á
hinum nýju flaggskipum lýðveld-
isins, Gullfaxa og Skinfaxa.
Kjarval var í list sinni fyrst og
fremst náttúrubarn, og því hefur
Sunnudagur1
fræðimönnum gengið erfiðlega
að koma honum í flokk og kerfi
samkvæmt hefðbundnum aðferð-
um. Hann var mun skyldari
hrossagauknum en kúbistunum
og symbolistunum og rætur listar
hans liggja allar í djúpri náttúru-
upplifun hins óskólagengna
barns. Samkennd hans með
náttúrunni kemur ekki bara fram
í myndum hans, heldur einnig í
skrifum hans, og það þarf enginn
að spyrja að því, hvaða augum
Kjarval hefði litið þau náttúru-
spjöll sem hér er nú verið að
vinna á hvölum og selum í nafni
vafasamra vísinda. Því eins og
segir í Hvalasögu Kjarvals, þá
gerðust hvalir verndarar báta
fyrir illfiskum eftir að Bakkab-
ræður og þeirra kyn ákváðu að
gefa hvalavöðunni líf. Og í veiði-
sögu þeirra Hvalreks kóngs frá
Ljóshæringjalandi og Málara
konungs í Fymafurðu var móral-
linn fólginn í orðum Hvalreks
eftir að veiðibráðinni hafði verið
forðað undan veiðimönnunum:
„Allvel hefur veiðiförsjá tekist,
er vér fórum í dag, og hefim vjer
veitt með góðum árangri - hefim
vjer veitt þat et stóra óþekta dýr í
okkar eigin náttúru -þat er alt vill
drepa og undir sig leggja um ger-
valla jörð, -þat er engu vill hlífa -
og ekki kann að sjá gleði og gagn
annarra lifandi skepna utan sjálfs
sín. “
(úr Fornmannasögu Kjarvals)
Á meðan kettirnir leika laus-
um hala eiga hrossagaukarnir
undir högg að sækja. En þeir
syngja samt.
-ólg
júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15