Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 6
HEIMURINN
Danmörk:
Æskan
bregst
krötunum
Góð útkomafyrir SFmeðal ungsfólks.
- Eiga menn von á vinstrisveiflu?
Skoðanakönnun sem gerð var á
vegum danska Alþýðusam-
bandsins gefur það tiJ kynna, að
Sósíaidemókrötum gangi einna
verst danskra flokka að virkja
ungt fólk til fyigis við sig. Aftur á
móti er fylgi fólks á aldrinum 15-
24 ára við sósíalistaflokkinn SF
miklu meira en hann á meðal ann-
arra aldurshópa.
Þegar spurt er: hvaða flokkur
kemst þegar til lengri tíma er litið
næst þínum eigin viðhorfum til
landsmála? þá svara 15 % ungra
Dana á aldrinum 15-24 ára með
því að benda á Sósíaldemókrata.
En það er mun minna en sama
könnun gefur til kynna um stuðn-
ing við flokkinn meðal Dana eins
og þeir leggja sig - en hann er um
26 %. (f síðustu kosningum fékk
flokkurinn svo rösklega 31 prós-
ent atkvæða).
Hinsvegar getur SF „þegar til
lengri tíma er litið“ reiknað með
fylgi 20% ungra Dana. Það er
mun meira en þau 15% sem
flokknum er nú spáð í kosning-
um, (í síðustu kosningum fékk
flokkurinn 11,5%.)
íhaldsmenn eiga 21% fylgi
meðal ungs fólks, en er spáð 24%
fylgi í kosningunum.
Þessi athugun fór fram fyrir
nokkrum mánuðum og niður-
stöðum hefur verið haldið
leyndum vegna þess að þær þykja
ekki gott veganesti í kosningaslag
sem menn hafa búist við nú um
hríð. Ekki var beinlínis um það
spurt, hvaða flokk menn ætluðu
að kjósa af kosið væri í sömu
viku.
Þau vilja spennu
Um leið kemur það fram í
könnuninni að ungir Danir eru
ekki eins áhugasamir um ákveðin
baráttumál t.d. jafnrétti kynj-
anna eða umhverfisvernd, og
kynslóðin á undan þeim. Þegar
spurt er um lífsviðhorf þeirra al-
mennt, eins og gert var í marg-
nefndri könnun, þá kemur það í
ljós, að unga kynslóðin leggur
áherslu á að menn séu reiðubúnir
að taka áhættu til að lifa lífinu
lifandi, sem og á sterkt tilfinn-
ingalíf. Þá gætu menn ef til vill
dregið þá ályktun af öllu saman,
að kratamir sýnist hinum ungu
vera of mikið upp á öryggi og
friðsemd, blátt áfram leiðinlegir.
Meðan róttæknin í SF hefur enn
Starfsfólk
Við óskum eftir starfsfólki til vinnu á dagheimilinu
Steinahlíö sem er 26 barna heimili. Viö erum í
fallegu gömlu húsi með stórum garði.
Upplýsingar í síma 33280.
Fóstrur og starfsfólk
vantar tilfinnanlega til starfa á dagheimiliö Val-
höll, Suðurgötu 39 frá 1. september n.k. Mögu-
leiki fyrir hendi á vistun fyrir börn viðkomandi
aðila.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 19619.
Lokað vegna
jarðarfarar
Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá kl.
13.00, föstudaginn 28. ágúst vegna jarðarfarar
Ólafs Jónssonar læknis.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
Guðjón Klemenzson
lést á Borgarspítalanum 26. ágúst.
Margrét Hallgrímsdóttir
Margrét J. Guðjónsdóttir Ólafur Marteinsson
Auðbjörg Guðjónsdóttir Guðmundur Arnaldsson
Hallgrímur Guðjónsson Ragnheíður Haraldsdóttir
Guðný Védís Guðjónsdóttir Olafur Marel Kjartanss.
Æskan og kratarnir, kallar blaðið Information þessa mynd - Anker Jörgensen á við ramman reip að draga.
þann uppreisnarkeim sem nægir
til samúðar með flokknum - eins
þótt unga fólkið hafi ekki alltof
mikinn áhuga á að setja sig inn í
baráttumál hans: atvinnulýð-
ræði, launajöfnuð, jafnrétti
kynja, umhverfisvernd.
Þess má geta, að fjórðungur
þeirra sem eru á aldrinum 15-24
ára kveðst ekki vita með hvaða
flokki þeir helst hafa samúð, en
aðeins 10% af landsmönnum
yfirhöfuð leiða hjá sér að svara
þeirri spurningu.
ÁB tók saman
Súdan
Öðlast suðurhéruð
sjálfstæði?
Fyrrum var það landráðasök að minnast einu orði á sjálfstœði
suðurhéraða Súdans en nú er umfátt meira rœttí
höfuðborginni Khartoum
Með hléum hafa stjórnarher-
menn í Súdan og skæruliðar
í suðri eldað grátt silfur saman
allar götur frá árinu 1955. Átökin
hafa farið fram í héruðunum
Bahr-El-Ghazal, Equatoríu og
Efri-Nfl syðst í landinu en þar eru
íbúar að meginþorra kristnir eða
andatrúar. I norðurhluta lands-
ins er yfirgnæfandi meirihluti
íbúa múhameðstrúar.
Frá 1955-1972 voru það skæru-
liðar Anya Nya hreyfingarinnar
sem héldu uppi merki frelsisbar-
áttu sunnlendinga og þar kom að
samið var um vopnahlé á önd-
verðum síðasta áratug og suður-
héruðin fengu nokkra sjálfstjórn.
En árið 1983 innleiddi Gaafar
Nimeiri, þáverandi forseti, lög
Kóransins, jafnt í suðri sem
norðri. Samkvæmt þeim eru
menn handarhöggnir og kag-
hýddir fyrir hinar ýmsu sakir
smærri og stærri og því ekki að
furða þótt kristnir menn eigi erf-
itt með að sætta sig við þau.
Síðan hefur verið barist linnu-
laust í héruðunum þrem og nú er
það Frelsisher súdanskrar alþýðu
(SPLA) sem treður illsakir við
her ráðamanna. Flestir meðlima
hans eru Dinkar sem er fjöl-
mennasti ættbálkurinn í suðri.
Leiðtogi SPLA, Dinkin John
Garang, er fyrrum ofursti í
stjórnarhernum.
Núverandi ráðamenn, með Sa-
deq Al-Mahdi forsætisráðherra
fremstan í flokki, hafa að undan-
fömu ýjað að því að þeir vilji
semja við uppreisnarmenn. Ekki
virðast þeir vera einhuga um það
hve langt eigi að ganga í tilslök-
unum gagnvart þeim, sumir vilja
láta við það sitja að nema lög
Kóransins úr gildi í suðurhéruð-
unum en aðrir ljá máls á því að
þeim verði veitt fullveldi.
Það sem eitt sinn þótti goðgá
að minnast á ræðir Mahdi nú op-
inskátt við fréttamenn. „Margir
íbúa norðurhluta Súdans segjast
vera orðnir dauðþreyttir á bar-
áttu íbúa norðurs og suðurs og
vilja að suðurhéruðunum sé veitt
sjálfstæði. Þá fyrst muni bar-
dögum linna og allt falla í ljúfa
löð. Aðskilnaður er nú meira
ræddur norðlendinga á meðal en
hann hefur nokkru sinni verið í
sjálfu suðrinu.“
Mahdi heldur því fram að
skipting ríkisins sé ekki fýsilegur
kostur og því sé aðeins til ein
lausn á vandanum en hún er sú að
deiluaðilar setjist þegar í stað
niður og semji.
Erlendir diplómatar í Kharto-
um eru ekki í nokkrum vafa um
hver sé orsök skyndilegs samn-
ingsvilja valdhafa í höfuðborg-
inni. Ríkissjóður landsins rambar
á barmi gjaldþrots. Ríkið skuldar
erlendum lánardrottnum hvorki
meira né minna en ellefu milj-
arða bandaríkjadala og útflutn-
ingur hefur dregist saman. Og
það er mál þeirra góðu manna að
stríðið við uppreisnarmenn kosti
ríkisstjómina ekki minna en milj-
ón dali á dag.
En þeir benda ennfremur á
hverjar hættur það hefði í för
með sér fyrir valdsmenn að fallast
á skiptingu ríkisins. Landsmenn
eru 23 miljónir talsins og af þeim
búa sex miljónir í suðurhéruðun-
um þrem. En ættbálkar og trú-
flokkar í Súdan eru að minnsta
kosti 100!
Um þetta farast Mahdi svo
orð: „Ættbálkaskiptingin í suður-
héruðunum kemur í veg fyrir að
þau geti orðið þjóðríki. Þótt
margir telji sjálfstæði þeirra einu
lausnina á borgarastríðinu þá er
það rangt. Fullveldi þeirra myndi
þvert á móti auka á glundroða og
spennu i ríkjum Austur-Afríku."
-ks.
Súdan. Sunnan brotnu línunnar eru héruðin þrjú hverra innbyggjarar eru
kristnir ellegar andatrúar. Þeir vilja óðir og uppvægir stotna sjálfstætt ríki.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987