Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 11
AKUREYRI hér aö málefni séu afgreidd með því að knýja fram einhverja meirihlutasamþykkt. Það verður að hafa það í huga að það eru aðeins 10-15% af tekjum bæjar- ins sem fara í framkvæmdir fyrir utan þau lögbundnu útgjöld sem bænum ber að standa straum af samkvæmt Iögum.“ Eru einhver sérstök vandamál sem steðja að bæjarlífinu á Akur- eyri? „Nei, við erum blessunarlega lausir við þessi hefðbundnu nú- tímavandamál, svo sem atvinnu- leysi og eiturlyfjaneyslu unga fólksins sem maður heyrir um all- staðar í kringum sig í nágranna- löndum okkar. Aðalvandamálið hér sem er okkar byggðavanda- mál er húsnæðisskorturinn. Hingað vill flytja miklu fleira fólk en við getum tekið við eingöngu vegna þess að það er skortur á húsnæði hér. Fyrir utan það er brennivínið eina vandamálið, það er að segja neysla þess, sem er vandamál allsstaðar. Nú svo verður fólk hér sem annarsstaðar öðru hverju undir í lífsbaráttunni eins og gengur, þó í litlum mæli sé.“ Þetta er náttúrlega bilun Nú ert þú iandfræðingur að mennt og hefur meðal annars dvalið við nám á Nýfundnalandi í eitt ár. Hvernig eru íslendingar í samanburði við aðrar þjóðir? „Það verður að segjast eins og er að íslendingar eru nýrík og eyðslusöm þjóð. Um áratugi höf- um við því miður búið við mikla óstjórn í bankamálum og pening- amálum og meðan það ástand varir hegðum við okkur eins og villimenn, sem er náttúrlega bil- un. Við þurfum ekki annað en að líta á það hvernig ástandið er hér ef maður ætlar að koma sér þaki yfir höfuðið. Hérna þurfa menn að borga næstum íbúðina eða húsið út í hönd, á meðan í ná- lægum siðmenntuðum löndum er útborgunarhlutfallið þannig að þú borgar aðeins lítið brot út og afgangurinn er lánaður til margra áratuga. Til að standa undir þess- um mikla kostnaði verða menn að vinna óheyrilega mikla yfir- vinni. Við verðum að taka okkur verulegt tak í peningamálum og koma einhverri skynsamlegri stjórn á í þeim málum. Ekki eins og það er í dag að fulltrúar hins pólitíska valds séu einhverjir varðhundar hagsmunaaðila, því það býður heim spillingu og ó- stórn þar sem hagsmunir heildar- innar eru látnir víkja fyrir hags- munum einhverra örfárra aðila, sem síðan eru alveg ábyrgðar- lausir gerða sinna, eins og frægt hefur orðið á síðasta ári í sam- bandi við Útvegsbankann og Hafskip, og er það bara neint sem eitt dæmi þó af fjölmörgu sé að taka“. Á enn íslandsmet Þú varst landfrægur hlaupa- garpur á þínum yngri árum. Hleypurðu ennþá? „Ekki í þeim mæli sem ég gerði þegar ég æfði hvað mest. En ég hleyp mér til ánægju þegar ég hef tækifæri til. Það er miklu nær að nefna það skokk, fremur en hlaup, mér til heilsubótar. Þó verð ég að nefna það mér til hróss að ég á ennþá íslandsmetið í 10 þúsund metra hlaupi sem ég setti 1976 og er 30 mínútur og 10 sek- úndur.“ Að lokum Sigfús. Hvers óskar þú Akureyrarbæ í 125 ára af- mælisgjöf? „Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. En það sem kemur fyrst upp í hugann er að hér megi vera jafhgott bæjarlíf og er í dag, með öflugt atvinnulíf og heilbrigða æsku sem hefur trú á bænum sín- um nú sem endranær. Betri ósk er varla hægt að setja fram á tíma- mótum sem þessum í sögu kaupstaðarins,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. - grh Björn Snorrason, aðstoðarvarðstjóri í lögreglunni á Akureyri: Trúlega einsdæmi hér á landi að samhliða okkar skyldustörfum þurfum við einnig að sinna veðurþjónustu fyrir Veðurstofu íslands.^- Mynd: Ari. Ófriðarseggir þrífast ekki hér Lögreglan á Akureyri: 30 manna lögreglulið. Vel búið bílum og mannskap. Sinnumveðurþjónustuáþriggjatímafresti.Trúlega einsdæmi á öllu landinu Nyrst við Þórunnarstræti á Ak- ureyri stendureitt mikið og stórt hús, sem við nánari athugun fer ekki á milli mála hvað þarfer fram. Þar er til húsa lögreglan á Akureyri, með 14 almenna fangaklefa og tvo eins manns klefa og tvo tveggja manna klefa fyrirafplánunarfanga. Við norðurenda hússins er svo veðurathugunarstöð Veðurstofu íslandsáAkureyri. Erþaðtrúlega eina veðurathugunarstöð lands- ins sem er í umsjón lögreglu. Vakthafandi lögreglumenn verða því fyrir utan aðrar skyldur, að taka veður á þriggja tíma f resti og senda þær upplýsingar suður til Veðurstofu íslands. Þegar blaðamaður Þjóðviljans var á Akureyri í vikunni, þótti tilhlýðilegt að koma við á lögregl- ustöðinni og forvitnast um störf lögreglunnar á Akureyri, því trú- lega mun mæða mikið á henni við almenna löggæslu á meðan af- mælishátíðin stendur yfir næstkomandi helgi. Sá sem var á vakt þetta kvöld var Björn Snorrason, aðstoðarvarðstjóri. Hann var fyrst spurður að því hve margir væru í lögregluliði Akur- eyrar. „Það eru 30 manns í lögregl- unni hér sem eru fastir starfs- menn. Lögreglustjórinn heitir Elías Elíasson og var áður bæjar- fógeti á Siglufirði áður en hann kom hingað til starfa. Á undan honum var Ófeigur Eiríksson.“ Löghlýðnir borgarar Eru Akureyringar löghlýðnir borgarar? „Miðað við mannfjölda má fullyrða að bærinn sé allajafna mjög rólegur og laus við allt sem kalla má ófrið. Ófriðarseggir þrífast ekki hér. Hvað löghlýðn- ina varðar má segja að bæjarbúar séu það upp til hópa. En að sjálf- sögðu er það alltaf einn og einn sem sker sig út úr, en það er ekk- ert sem orð er á gerandi. Hér á Akureyri höfum við verið bless- unarlega lausir við meiriháttar af- brot í seinni tíð, en smá innbrot sem kalla má frekar óknytti frem- ur en skipulagða glæpastarfsemi, koma alltaf annað slagið uppá yfirborðið, en er vel viðráðan- legt. Þannig að segja má með full- um sanni að hér sé rólegt og frið- sælt umhverfi sem í búa löghlýðn- ir borgarar." Enginn andúð í garð lögreglu Þannig að lögreglu og bæjarbú- um kemur vel saman? „Já, það má segja að svo sé. Við höfum aldrei orðið varir við andúð í garð lögreglunnar frá bæjarbúum né íbúum nærliggj- andi sveita, sem við höfum oft samband við, því umdæmi lög- reglunnar á Ákureyri spannar alla Eyjafjarðarsýslu." Er lögreglan búin góðum tækj- um? „Við erum sæmilega útbúnir, með góðan mannskap og góða bíla. I dag er setið um hverja stöðu sem losnar hjá okkur og þegar við þurfum á sumaraf- leysingamönnum að halda getum við nánast valið úr hópi umsækj- enda. Allir sem fastráðnir eru hjá okkur verða að sækja menntun í Lögregluskólann fyrir sunnan. Þar eru kennd öll nauðsynleg undirstöðuatriði sem hver lög- reglumaður verður að kunna skil á. Einnig er þar lögð mikil og rík áhersla, sem sumum þykir alveg nóg um, á íslenskunám til að menn geti komist skammlaust frá skýrslugerð og fleira þess hátt- ar.“ Er mikill viðbúnaður hjá ykk- ur í sambandi við afmælishátíð- ina? „Það verður allt í öruggum höndum, því er hægt að lofa. En hvað viðbúnaðinn snertir í smáat- riðum er það aldrei gefið upp í fjölmiðlum af ástæðum sem vart þarf að taka fram. En það verður allt gert sem hægt er að gera til að þau geti gengið áfallalaust fyrir sig.“ Mikill tími í umferðareftirlit í hvað fer mestur ykkar tími? „Það er langsamlega mest að gera við umferðareftirlit. Frá ára- mótum hafa hér á Akureyri orðið 343 árekstrar sem er voða svipað því sem var á sama tíma í fyrra. Almenn bílaeign hefur vaxið mjög mikið hér sem annarsstaðar á landinu og eru Akureyringar landsfrægir fyrir að ganga vel um sína bfla. Frá 13. jan. í ár höfum við tekið 35-40 ökumenn fyrir meintan ölvunarakstur." Verðið þið varir við fíkniefna- misferli meðai Akureyringa? „Sem betur fer er það ekkert stórvandamál hér, enda hefur ekkert stórmál á því sviði rekið á okkar fjörur. Það má segja að við séum einnig svo til lausir við það sem kallað hefur verið unglinga- vandamál hér í bænum. Það sem kemur upp hverju sinni er því vel viðráðanlegt.“ Vandrœðaástand um helgar íbúar sem búa í grennd við Ráðhústorgið hafa kvartað ný- iega yfir miklum hávaða og gauragangi um helgar við torgið. Hvað hefurðu um það að segja? „Það er alveg rétt og er ekkert launungarmál að helgarnar eru visst vandamál hverju sinni. Skýringin á því er sú að þegar verið er að hleypa út af dans- leikjum á helgum, safnast fólk oft á tíðum saman á Torginu þegar veður er gott með þeim afleiðing- um að þar er oft á tíðum mikil háreysti og stundum læti. Enda þeir Akureyringar sem snemma eru á fótum eftir dansleiki helgar- innar, þekkja varla miðbæinn, sem er oft illa útleikinn vegna slæmrar umgengni dansieikja- gesta, því miður. En við höfum alltaf bæði lögreglumenn á staðn- um svo og lögreglumenn í bflum þama við til þess að geta brugðist skjótt við ef eitthvað ber út af. Ég vil bara nota þetta tækifæri til að skora á Akureyringa, unga sem aldna að ganga betur um bæinn sinn um helgar en þeir gera.“ Hingað til Akureyrar streyma íslenskir sem erlendir ferðamenn, sumur sem vetur. Þurfið þið að hafa mikil afskipti af þeim? „Því er fljótsvarað hvað er- lendu ferðamennina varðar. Það er algjör undantekning ef við þurfum að hafa einhver afskipti af þeim. En það gegnir öðru máli með samlanda okkar sem hingað koma. Það er þó ekki svo að þeir séu til neinna vandræða, síður en svo. Afskipti okkar af þeim eru fyrst og fremst vegna ölvunar á almannafæri." Unglingarnir röfla ekki Við minntumst lítillega á um- ferðina hér á undan. Hvernig er það hérna á Akureyri, eru það fyrst og fremst unglingar ný- komnir með bflpróf sem lenda í umferðaróhöppum eða er það kannski fólk á miðjum aldri? „Upp til hópa eru það þeir sem eru nýbúnir að fá ökuskírteini sem lenda einna helst í umferðar- óhöppum. En þeir mega eiga það unglingamir að þeir röfla aldrei þegar þeir eru til dæmis teknir fyrir umferðarbrot eða fyrir of hraðan akstur. Þeir vita oftastnær uppá sig sökina. En hinir eldri eiga það oft á tíðum til að röfla og segja að þeir hafi ekki gert neitt af sér. Þetta er nánast regla.“ Að lokum Björn. Eru lögreglu- menn ánægðir með launin sín? „Það er nú það. Ánægður og ekki ánægður. Fastakaupið er jú ekkert til að hrópa húrra yfir. Én með mikilli aukavinnu er hægt að komast upp í 200 tíma vinnu á hverjum mánuði sem gefur þokkalegt kaup, en það sér hver heilvita maður að kaupið er ekki neitt sérstakt ef maður þarf að vinna svona mikið til að hafa boð- legt salt í grautinn,“ sagði Bjöm Snorrason að lokum. grh Föstudagur 28. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.