Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 12
AKUREYRI Fallegasti bær á landinu Akureyringar hreyknir af bænum sínum. Afmælið gerir það að verkum að menn mála húsin sín og takatil í görðum sínum. Lítið um stress meðal fólksins og mikil friðsæld ríkjandi. Rígurinn á milli Akureyringaog Húsvíkinga miklu minni en áðurvarog er helstað finna í fótboltanum Það þykir vel við hæfi á jafn merkum tímamótum sem 125 ára afmæli er í sögu Akureyrarkaup- staðar að staldra örlítið við og kanna hvað bæjarbúum finnist til afmælisins koma og hvaða kost- um bærinn búi einna helst yfir. Hvað það er sem laðar fólk að bænum og einnig hvað þeim finnst einna best við að búa i hon- um. Blaðamaður Þjóðviljans var á dögunum á Akureyri og tók þá vegfarendur tali og lagði fyrir þá nokkrar spurningar þar að lút- andi. f gilinu við Kaupvangsstræti hittum við þrjár ungar stúlkur, þær Guðnýju, Valgerði og Öldu sem eru 14 og 15 ára gamlar. Ein þeirra gekk um á stultum, að vísu ekki mjög háum, en naut þó stuðnings hinna tveggja ef henni skyldi fatast göngulagið. Á klæðnaði þeirra mátti merkja að þær hefðu komist í kynni við málningu í öllum regnbogans litum. Þær voru fúsar að svara nokkrum spurningum forvitins blaðamanns að sunnan og þær voru fyrst spurðar af hverju þær væru að æfa að ganga á stultum. „Við erum meðlimir í leik- klúbbnum Sögu og verðum með fullt af atriðum á afmælishátíð- inni á laugardaginn. Meðal þess sem við verðum með eru tvö leikrit: Jói og baunagrasið og Mjallhvít og dvergana sjö. Alls eru 20 unglingar í klúbbnum, en vegna afmælisins verðum við með fjölda aðstoðarkrakka og allra þeirra sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að að- stoða okkur við að gera atriðin sem við verðum með sem best úr garði.“ Hlakkið þið til hátíðahaldanna á helginni? „Já, svo sannarlega. Afmælið er kærkomin tilbreyting í bæjar- lífið og við höfum hugsað okkur að nota það óspart til að skemmta okkur sem og öðrum.“ Er gott að búa á Akureyri? „Það er fínt að búa hér. Hérna þekkjum við alla og mórallinn í bænum er mjög skemmtilegur." Er einhver rígur á milli Akur- eyringa og krakka í nálægum bæjum? „Það er rígur á milli Akur- eyringa og Húsvíkinga. Húsvík- ingarnir eru alltaf með einhverja töffarastæla og þykjast vera eitthvað meiri menn fyrir vikið, en það finnst okkur ekki,“ sögðu þær Guðný, Valgerður og Alda og þar með var viðtalinu lokið, enda þurftu þær að halda áfram að æfa sig á stultunum fyrir al- vöruna sem byrjar á laugardag- inn 29. ágúst. Friðþjófur Sigurðsson, versl- unarmaður hafði tekið sér það bessaleyfi að hvfla sig smástund frá verslunarvinnunni þegar hann varð á vegi okkar. Hann var fyrst spurður að því hvernig afmælið legðist í hann. „Mér finnst heldur mikið til- stand í kringum það. Að öðru leyti finnst mér það vera kær- kominn menningarauki í bæjar- h'fíð og ágætt að fá svona uppá- komur, eins og lofað er sam- kvæmt auglýstri dagskrá. Verst þykir mér þó að ekki skuli vera bökuð afmælisterta eins og gert var í Reykjavík í fyrra.“ Hvernig er að búa á Akureyri? „Ég þekki ekki annað og finnst þarafleiðandi gott að búa hér. En ekki vildi ég búa í Reykjavík, það er á hreinu.“ Hvað finnst þér best við Akur- eyri? „Þetta er mjög fallegur bær, mikið af gróðri, en mér fínnst fólkið hérna frekar ljótt í framan. Unga fólkið bjargar því sem bjargað verður með því að klæða sig vel. Þá gæti bærinn orðið enn fallegri ef ljótustu húsin á Eyrinni væru rifin og þau sem eru þess virði væru endurbætt og fríkkað upp á þau.“ Er eitthvað sérstakt sem ein- kennir íbúa hér? „Já. Fólk hérna í bænum er hrætt við að fara með öðru fólki í iyftu.“ Er rígur á milli Akureyringa og íbúa í nágrannabæjunum? „Það er þá ekki nema einhver góðlátlegur rígur, sem kemur til af hinu góða, finnst mér, og á ekki við neitt sérstakt bæjarfélag hér í grenndinni. Persónulega finnst mér gott að einhver rígur sé á milli íbúa næstu kaupstaða, því annars yrðu samskipti þeirra sín í milli mun fátæklegri," sagði Frið- þjófur, sem var farinn að líta á klukku sína í gríð og erg enda kannski kominn með samvisku- bit yfir því hvað hann var búinn að vera lengi í pásu. Berit Ljung var að hengja upp þvott á snúrur þegar við trufluð- um hana og spurðum hvernig það væri að búa á Akureyri. „Ég er aðeins búin að vera hér í bænum í rúmt ár. Áður bjó ég ásamt fjölskyldu minni í Köldu- kinn fyrsta árið mitt hér á landi. Ég kem frá Smálöndum í Svíþjóð og vinn hér sem saumakona hjá fyrirtækinu Heklu, en þess á milli er ég húsmóðir. Mér finnst mjög gott að búa hér á Akureyri. Það er auðvelt að komast í samband við fólkið hérna og eignast vini.“ Hvað finnst þér best við bæ- inn? „Hann er mjög fallegur bær og mjög rólegur sem er gott fyrir börnin sem geta leikið sér úti. Helsti munurinn við að búa hér og í Svíþjóð er að náttúran hér er allt öðruvísi. Sumrin eru kaldari hér en ég átti að venjast heima í Svíþjóð og á veturna er mun hvassara hér og gengur meira á, sérstaklega þegar hann snjóar og mikill vindur fylgir með.“ En er ekki munur að vinna hér á Akureyri og í Svíþjóð? „Fólk vinnur mun meira hér en ég á að venjast. En mér finnst gott að vinna hérna og vinnufé- lagarnir hafa reynst mér vel. í Svíþjóð vill enginn vinna meira en átta tíma dagvinnu og það er helsti munurinn á að vinna hér og þar.“ Hvað finnst þér um afmælið sem er í vændum? „Ég hlakka til að taka þátt í því og vona að veðrið verði gott svo að þetta lukkist allt mjög vel,“ sagði Berit Ljung og hélt hin ró- legasta áfram að hengja upp þvottinn. Haukur Tryggvason, veitinga- stjóri á Hótel KEA var á leiðinni á sinn vinnustað þegar við náðum tali af honum. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum þætti að búa á Akureyri. „Mér finnst mjög gott að búa hér. Bærinn er hæfilega stór og friðsæll." Er eitthvað sem einkennir bæ- inn öðru fremur? „Það væri þá helst góð veðrátta að öllu jöfnu.“ Hvað fínnst þér um afmælið? „Eftir því sem ég best veit er - ekki svo miklu til þess kostað, sem er út af fyrir sig jákvætt. Það sem ég veit um dagskrána finnst mér hún vera alveg hæfileg, en hvernig hún kemur til með að heppnast fer auðvitað mikið eftir því hvernig viðrar hér á helg- inni.“ Þú ert veitingastjóri á Hótel KEA. Hvernig hefur sumarið verið? „Það sem af er hefur það verið gott. Ferðamannastraumurinn hefur verið stöðugur og jafn í allt sumar. Hvað mína vinnu snertir þá verður maður ekki mikið var við útlendinga í skemmtanalíf- inu, en því meir var við íslending- ana sem taka það miklu alvar- legra og láta sig ekki vanta þar.“ Er einhver rígur á milli Akur- eyringa og annarra nágranna- bæja? „Nei, ekki finnst mér það. Ef einhver rígur er þá er hann á milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar,“ sagði Haukur Tryggva- son veitingastjóri. Björn Guðmundsson, verka- maður í Sláturhúsi KEA stóð í tröppunum á Snorrahúsi við Strandgötuna niðri á Eyri, þar sem hann hefur til sölu notuð húsgögn. En Snorrahús á að rífa á næstunni, en skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um það. Sumir vilja varðveita það og gera það upp, en aðrir vilja umfram allt láta rífa það, enda er það komið að fótum fram vegna vanhirðu síðustu áratugi. Björn var fyrst spurður að því hvernig sé að búa á Akureyri og vinna hjá KEA. „Ég er búinn að vinna í Slátur- húsinu í fimmtán ár og líkar bara vel. Kaupfélagsmenn eru sæmi- OKEYPIS Ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu línunnar færð þú vinalega þjónustu og greið svör við spum- ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt - ekki satt! „ÉG ER AKVEÐIN I ÞVl AÐ NOTA TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NÁM- SKEIÐ. TIL AÐ AUÐVELDA MÉR VAUÐ H8INGDI ÉG I GULU LlNUNA OG ÞAR FÉKK ÉG ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM ÉG ÞURFTI, OG NÚ ER MlNUM TÓMSTUNDUM RÁÐSTAFAÐ. - ÞEIR VITA BÓKSTAFLEGA ALLT MENNIRNIR" Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tímafrekt virðist að leysa, en Gula línan greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smóking. Úr slíkum vandamálum Ieysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýs - ingarnar strax - og það ókeypis. ■EG HEF FAU STARFSFÖLKI A AÐ SKIPA OG HEF PVl HRINGT I GULU LlNUNA PEGAR VFIR FLÝTUR A SKRIFSTOFUNNI. PEIR HAFA A SKRA LAUSAFÖLK (.FREE LANCE'I TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA PETTA HEFUR LEYST MINN VANOA OG SPARAÐ MÉR STÓRFÉ. - POTTPÉTT PJÓNUSTA' - 62 33 88 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.