Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Opið bókhald Athyglisverð hugmynd Þórarinn V. Þórarinsson: Velþess virði að skoða kröfu um opið bókhald nánar Mér fínnst þetta vera nrjög at- hyglisverð hugmynd og það er vel þess virði að skoða hana nánar. Að því þó tilskildu að verkalýðshreyfíngin gangi á undan með góðu fordæmi og veiti ölium upplýsingar um (járreiður hreyfíngarinnar, sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuvcitendasambands- ins. - Meðan verkalýðshreyfingin sviptir ekki hulunni af eigin bók- haldi og fjárreiðum sinna sjóða er ekki hægt að taka þetta alvarlega, heldur sem grín og það fremur lélegt, sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að Vinnu- veitendasambandið hefði fyrir fáum árum leitað eftir því að fá upplýsingar hjá verkalýðsfélög- unum um fjárreiður sjúkrasjóð- anna, en ekki fengið. - Mig minnir að aðeins 10 félög hafi tekið jákvætt í þetta erindi okkar, en hin gefið okkur afsvar. Við báðum þó ekki um annað en að fá að sjá rekstrarreikninga sjóð- anna, - ekki fylgiskjöl. - Meðan forysta verkalýðsfé- laganna situr á sjóðum félags- manna sinna án þess að menn eigi nokkurn kost á að skoða fjármál þeirra, er vart hægt að taka ann- ars athyglisverða tillögu alvar- lega, sagði Þórarinn. -rk Fráblaðamannafundinum.Ámyndinnierufrávinstri:SigurðurPálsson, Friðrik Schram, Halldór Lárusson og Gunnar Þorsteinsson. Trúmál Eining meðal kristinna Það ríkir eining meðal krist- inna manna á þessu landi, og allur fréttaflutningur um tog- streitu og smákóngastríð er rang- ur, sögðu forsprakkar fjögurra trúfélaga, sem efndu til fundar með fréttamönnum í gær vegna þeirrar umfjöllunar sem verið hefur í fjölmiðlum að undanförnu um nýjar trúhreyfmgar. Þeir sem stóðu fyrir fundinum voru Gunnar Þorsteinsson (Kros- sinn), Halldór Lárusson (Trú og líf), Björn Ingi Stefánsson (Ve- gurinn, kristið samfélag) og Frið- rik Schram (Ungt fólk með hlut- verk, sem starfar innan þjóðkir- kjunnar), og lögðu þeir mikla áherslu á samstöðu sína. Hvíta- sunnumenn höfðu einnig boðað til fundarins, en enginn mætti úr þeirra hópi. Hins vegar voru þarna tveir fulltrúar þjóðkir- kjunnar, Sigurður Pálsson og JBernharður Guðmundsson, og tóku þeir skýrt fram að þeir væru ekki meðal fundarboðenda, heldur hefði biskup gert þá út af örkinni til að svara fyrirspurnum. Fundarboðendur sögðu, að þessi fjölmiðlaumfjöllun um trú- hreyfingar væri nýmæli. Sýndar hefðu verið sjónvarpskvikmyndir um trúhreyfingar í Bandaríicjun- um en þær hefðu gefið af þeim mjög neikvæða mynd: í banda- rískum trúmálum væri að finna það besta og það versta, en sjón- varpsmyndirnar hefðu einungis sýnt hið síðara, - sorann. í Bandaríkjunum væri t.d. beitt ýmsum aðferðum til að afla fjár og það síðan misnotað. Slíkt væri íslensku trúarhreyfingunum á móti skapi og fordæmdu þær það. Þeir fréttamenn sem héldu því fram að verið væri að koma hér á bandarískum aðferðum tækju á sig þunga ábyrgð með slíkum fréttaflutningi. Fundarboðendur sögðu að eini munurinn á þessum nýju trú- hreyfingum og þjóðkirkjunni væri áherslan. Þjóðkirkjan gæti sinnt þörfinni en þó ekki henni allri, og kæmu nýju trúhreyfing- arnar fram með nýjar og frjálsari tjáningar, nýjar sönghefðir og slíkt. Á fundinum kom þó líka mjög skýrt fram, að munurinn á þjóð- kirkjunni og þessum nýju trú- hreyfingum lægi ekki aðeins í hinu ytra formi heldur væri einnig ágreiningur um ýmis guðfræði- atriði. Bernharður Guðmunds- son benti á að skilningurinn á skírninni væri ólíkur: þjóðkirkj- an boðaði barnaskírn en nýju trú- hreyfingarnar skírn fullorðinna. En umræðurnar á fundinum sýndu að annað atriði skipti kannske enn meira máli: hug- myndin um sjálfa syndina. For- sprakkar hinna nýju trúhreyfinga voru á einu máli um að bæði sam- kynhneigð eða kynvilla og of- drykkja væru synd, og gætu menn ekki stundað þetta og lifað kristi- legu lífi, - þeir yrðu að velja á milli. Vegna þess að ofdrykkja væri synd vildu þessir forsprakk- ar ekki fallast á að til væru „óvirk- ir alkóhólistar". Á þessar skil- greiningar gátu fulltrúar þjóð- kirkjunnar ekki fallist. Þegar blaðamaður Þjóðviljans gekk á braut í gegnum veglegan samkomusai „Vegarins", þar sem allt var búið í haginn fyrir rokkhljómsveit, fylgdi Halldór Lárusson honum á veg og sagði að lokum: „Þjóðkirkjan gæti sinnt allri þörfinni, og þá væri ekki þörf fyrir okkur, - en hún gerir það ekki. Ef þjóðkirkjan tæki þessa hluti upp og boðaði fagnaðarerindið, þá myndum við starfa í þjóðkirkjunni.“ e.m.j. HP-könnun Hægri upprisa Inýrri könnun HP og Skáíss fær Sjálfstæðisflokkurinn um 40% fylgis, svipað og í könnunum fyrir kosningar og Borgaraklofning. Þessi fylgisaukning virðist þó ekki nema að hluta á kostnað Borgara- flokksins. A-flokkarnir fara verst útúr könnuninni rniðað við kjörf- yigí- Af úrtaki náðist ekki í tæpan þriðjung, og um þriðjungur þeirra sem í náðist neitar að svara, er ekki viss, kysi ekki eða skilaði auðu. í HP-könnuninni fékk Alþýðu- flokkurinn 12,2% fylgi þeirra sem afstöðu tóku (—3% frá kosn- ingum), Framsókn 16,7% (—2,2), Sjálfstæðisflokkur 41,0% (+13,8), Alþýðubandalag 8,5% (-4,8), Kvennalisti 10,1% (—), Borgaraflokkur 8,7% (—2,2), Þjóðarflokkur 2,1% (+0,8), Flokkur mannsins 0,5% (—1,1), Bandalag jafnaðar- manna 0,3% (+0,1). í könnuninni var spurt um af- stöðu til stjórnarinnar og styðja hana 63,8% þeirra sem afstöðu tóku. Tveir þriðju vildu selja Útvegs- bankann í könnuninni, og skipt- ust sölumenn jafnt á SÍS og einkahauka sem kaupendur. Tveir þriðju leggjast í könnun- inni gegn sölu Búnaðarbankans. -m Lífeyrissjóðirnir Sólóspil fprmála- ráðhena Þeir Hrafn Magnússon, for- maður SAL, og Pétur Blöndai, formaður Landssamb- ands lífeyrissjóðanna, áttu óf- ormlegan fund með Sigurði Þórð- arsyni, fulltrúa fjármálaráðu- neytisins í samningum ríkisins við Iífevrissjóðina. Á fundinum nálguðust aðilar aftur en krafa fjármálaráðuneyt- isins um breytilega vexti hleypti málinu í hnút. Annars undrast menn mjög þetta sólóspil fjármálaráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Ekkert sam- band hefur verið haft við fulltrúa félagsmálaráðuneytisins í við- ræðunefnd ríkisins, auk þess sem fulltrúa Húsnæðisstofnunar er haldið fyrir utan. í dag er hinsvegar búist við formlegum fundi viðræðunefnd- anna. -Sáf VMSÍ Rætt um klaramál Formenn aðildarfélaga Verka- mannasambandsins koma saman í dag til skrafs og ráða- gerða um áhersluatriði og kröfur i komandi samningaviðræðum við Vinnuveitendasambandið. - Ég veit nú ekki hvort það verður á þessum fundi eða í fram- haldi hans sem menn koma sér saman um stefnu í komandi samningaviðræðum, sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins. - Framkvæmdastjórn sam- bandsins hefur ekki lagt fram nein bein drög að stefnu fyrir þennan fund. Ætlunin er að menn hittist og beri saman bækur sínar og ræði stöðuna, sagði Þór- ir. Þórir sagði að Verkamanna- sambandið byggist við að gengið yrði til viðræðna við Vinnu- veitendasambandið um gerð nýs kjarasamnings fljótlega uppúr næstu mánaðamótum. -rk Hvalveiðar Afram veitt Akveðið var að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni á fundi rflrisstjórnarinnar í gær. í framhaldi af því fjallaði utan- rflrismáianefnd um málið. Ákveðið var að draga úr sand- reyðarveiðum en áformað var að veiða 40 dýr. Talað er um helm- ings fækkun dýra. Þá var ákveðið að engar hrefnuveiðar yrðu leyfðar í ár frekar en í fyrra. -Sáf Föstudagur 28. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Lundinn Aldrei kraftveiði Dauflegu veiðitímabili lokið ið erum góðlega hálfdrætt- V ingar miðað við í fyrra en varla meira. Það var cinkennilega dauft yfír lundavciðinni í ár, en samt virtist fulginn taka mjög vel heima þegar hann kom í byggðina um sumarmál, sagði Sigurgeir Jónasson hjá veiðifélaginu Álsey í Vestmannaeyjum þegar Þjóðviíj- inn innti hann eftir lunda- veiðinni, en veiðitímabilinu er nú nýlokið. „Lundinn gefur sig minna til í staðviðrasömu veðri eins og verið hefur í sumar, og virtist fljúga minna en ella þegar loftþrýsting- ur var mikill,“ sagði Sigurgeir. „Þetta var aldrei kraftveiði. Gutlandi af og til en jafnan dauft,“ sagði Sigurgeir. „Nema þar sem menn stunduðu veiðarn- ar með sérstakri kostgæfni, þá mátti urga upp eitthvað.“ Að sögn Sigurgeirs er nú mikið af pysju í Eyjum, og virðist það ekkert í samhengi við það hvern- ig lundinn hefur hegðað sér í sumar. „Síðustu tvær vikurnar hefur verið geysilega mikið af pysju, enda er nóg að gera hjá krökkunum í bænum,“ sagði Sig- urgeir. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.