Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 24
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Föstudagur 28. ágúst 1987 188. tölublað 52. árgangur
SKÓLAVELTA
LEEHN
AÐFWIStLLI
SKÖLACÖNCU
0
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDSHF
Kaupmennska
Jón býr til sölulista
Fjármálaráðherra villfylla upp ígatið með sölu ríkisfyrirtœkja. Fréttunum lekið
úrtrúnaðarskýrslu, -tilraun til að friða einkafjármagnsmenn
Arfldsstjórnarfundi á þriðju-
daginn lagði fjármálaráð-
herra fram lista með nöfnum fyr-
irtækja sem ætlunin er að rfkið
selji í framtíðinni, og hafa nöfn
ýmissa þeirra borist til fjölmiðla
þótt skýrslan hafi verið lögð fyrir
ráðherrana sem trúnaðarmál.
Karl Th. Birgisson nýskipaður
upplýsingafulltrúi fjármálaráð-
herra sagði við Þjóðviljann í gær
að fréttir af skýrslunni, sem fjall-
aði um stöðuna í fjárlagagerð,
væru ekki mjög nákvæmar, en
um væri að ræða söluhugmyndir
sem upp hefðu komið innan
ráðuneytisins. Karl vildi ekkert
segja um hvort ætlunin væri að
stefna að sölu á næsta ári og vildi
ekki gefa frekari upplýsingar um
sölulistann, sem væri trúnaðar-
mál.
Samkvæmt fréttum Stöðvar
tvö og DV eru fyrirtækin á sölu-
listanum þessi: Búnaðárbankinn,
Lyfjaverslun ríkisins, Áburðar-
verksmiðjan, Gutenbergprent-
smiðja, Ferðaskrifstofa ríkisins,
Laxeldisstöðin í Kollafirði, Síld-
arverksmiðjur ríkisins, Útvegs-
bankinn, og einhverjar deildir
Pósts og síma. Að auki eru nefnd
til hlutabréf rikisins í Þróunarfé-
laginu, Sjóefnavinnslunni, Jarð-
borunum, Steinullarverksmiðj-
unni, Þormóði ramma og Hóla-
laxi.
Síðasta ríkisstjóm ræddi um
sölu margra þessara fyrirtækja en
þau áform gengu aldrei upp ým-
issa hluta vegna. Athygli vekur
að á þessum lista eru ekki fyrir-
tæki sem áður hefur verið rætt um
að ríkið selji, svo sem Sements-
verksmiðjan, Skipaútgerð ríkis-
ins, Menningarsjóður, Fríhöfnin.
í stjórnarsáttmálanum nú er
farið mjög almennum orðum um
sölu ríkisfyrirtækja, sem um
nokkurt skeið hefur verið eitt
helsta dekurmál Sjálfstæðis-
flokksins, og talað um að vinna
að sölu fyrirtækja og hlutafjár
þarsem henta þyki.
Með söluhugmyndum sínum
er fjármálaráðherra að sjálf-
sögðu að reyna að stoppa uppí
fjárlagagat, en framlagstími sölu-
skýrslunnar í miðju Útvegs-
bankastríði er slíkur að ætla má
að hér sé verið að friða æsta
einkafjármagnsmenn sem nú
gruna Alþýðuflokksráðherra um
græsku. -m
Verðlag
Nýttbú-
vöruverð
Verðlagsnefnd landbúnaðarins
hefur ákveðið nýtt búvöru-
verð fyrir hluta landbúnaðar-
afurða, sem tekur gildi 1. sept-
ember n.k.
Samkvæmt nýjum verðlags-
grundvelli fyrir búvörur, nemur
hækkun á mjólk og nautgripa-
kjöti til bænda um 1.5% af júní-
verði. Jafnframt tók Verðlags-
nefnd ákvörðun um hækkun á
verði hrossakjöts og nemur
hækkunin 13-33% til bænda á
bestu flokkum folaldakjöts.
Ágreiningur var aftur á móti
innan Verðlagsnefndar um verð-
lagningu sauðfjárafurða og var
honum vísað til yfirnefndar til
frekari umfjöllunar. -rk
J
Um næstu helgi átt þú von á fólki
sem mun bjóða þér svona penna
Getur þú séð af
fimmtíu krónum?
Allur ágóðinn mun
renna til starfsemi
SÁÁ.
í 10 ár hefur SÁÁ
byggt upp þessa
starfsemi til þess
að byggja upp fólk.
Við erum ennþá að
en þurfum á þínum
stuðningi að halda.