Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 13
AKUREYRI Haukur Tryggvason, veitingastjóri á Hótel KEA: Ferðamannastraumurinn í sumar hefur verið jafn og stöðugur. Mynd: Ari. Berit Ljung, húsmóðir og sauma- kona hjá Heklu: íslendingar vinna miklu meir en ég á að venjast frá Sví- þjóð þar sem ég er fædd og uppalin. Mynd: Ari. Bragi Bragason, vinnur í blikk- smiðju: Rígurinn á milli Akureyringa og Húsvíkinga er að mestu horfinn frá því sem áður var. Mynd: Ari. Guöný, Valger&ur og Alda, meðlimir í leikklúbbnum Saga: Gott að búa á Akureyri og góður mórallíbænum. Mynd: Arr Fri&þjófur Sigur&sson, verslunarmaður: Einkenni Akureyringa er að þeir þora ekki með öðru fólki í lyftu. Mynd: Ari. Björn Gu&mundsson, vinnur i Sláturhúsi KEA: Verkalýðsforust- an er ekki nægilega grimm í baráttunni fyrirauknum kaup- mætti. Mynd: Ari. legir sem atvinnurekendur og ég hef í sjálfu sér yfir engu að kvarta vegna þeirra. En fyrst þú ert frá Þjóðviljanum máttu koma þeirri skoðun minni áleiðis að mér finnst verkalýðshreyfingin ekki vera nægilega grimm í því að við- halda og auka kaupmáttinn. Þeir eru með allt niðrum sig þessir háu herrar fyrir sunnan, sem segjast alltaf vera að berjast fyrir okkur verkamennina. Það er mín skoðun." Er gott að búa hér? „Það finnst mér. Veðráttan er mjög góð hér og ekki spillir það fyrir að Akureyri er einkar fal- legur bær. Það verður ekki af honum skafið." Hefurðu orðið var við einhvern ríg á milli Akureyrar og annarra bæjarfélaga? „Nei, það hef ég ekki orðið var við og þekki varla þetta fyrirbæri sem þú kallar svo,“ sagði Bjöm Guðmundsson að lokum. Bragi Bragason, vinnur í blikksmiðju og var að flýta sér eftir göngugötunni Hafnarstræt- inu, þegar við náðum að stoppa hann stundarkorn og spurðum hann hvernig væri að búa á Akur- eyri. „Mér finnst sæmilegt að búa hér. Hérna er ekki mikið stress á fólki og yfirleitt er ég ánægður með veðrið." Er eitthvað sérstakt sem ein- kennir bæinn öðru fremur? „Þetta er mjög fallegur bær. Mikið af gróðri og trjám. Þetta tvennt finnst mér einkenna hann frá öðrum bæjum hér á landi.“ Hvað finnst þér um afmælið sem er i vændum? „Það er út af fyrir sig allt í lagi að halda uppá það, þó það sé ekki neitt stórt afmæli. Þó má segja að svona afmælistilstand geri það að verkum, fremur en margt annað að húseigendur taka sig til og mála húsin sín og taka til í görð- um sínum til að hafa allt fallegt og fínt þegar laugardagurinn gengur í garð. Það finnst mér jákvæðasta við þetta allt saman.“ En er einhver rígur á milli Ak- ureyringa og nágrannabyggðar- laganna? „Það hefur minnkað að mun. Fyrir 10-15 árum var það svo að ef Akureyringar og Húsvíkingar hittust á dansleikjum, þá varð allt vitlaust. En í dag hefur rígurinn þróast yfir í fótboltann. Sjálfur er ég gallharður Þórsari og vona bara að þeir nái að vinna sér rétt til að spila í Evrópukeppninni á næsta ári. Annars held ég að Val- ur sé næstum búinn að gulltryggja sér fslandsmeistaratitilinn í fót- boltanum í sumar og við höldum báðum okkar liðum áfram í deildinni," sagði Bragi Bragason að lokum. grh aðra vikuna í röð!!! leggjast því við fyrsta vinning laugardaginn 29. ágúst. Spáðu íhann þrefaldan!!! Síðast varð hann Í5.000.000.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.