Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Að loknu sumarleyfi Skoðanakönnuðir eru aftur komnir á stjá eftir að hafa verið í verðskulduðu sumarleyfi síðan á kosninganótt. Helgarpósturinn hefur nú birt skoðanakönn- un sem gefur til kynna að ríkisstjórnin hafi aukið fylgi sitt að undanförnu um 9% með því að leggja söluskatt á matvæli og með því að standa gapandi yfir Útvegsbankamálinu. Helgarpósturinn segir réttilega: „Þessi niður- staða kemur sjálfsagt mörgum á óvart. Frá því síðasta könnun var gerð hefur ríkisstjórnin lent í nokkrum vondum málum. Fyrstu aðgerðir hennar reyndust ýmist gallaðar eða máttvana. Hvalamálið komst í hnút. Ríkisstjórninni virðist um megn að leysa Útvegsbankamálið. En hvað um það þá eykur hún fylgi sitt. Fylgi hennar er rétt undir sameinuðu fylgi þeirra flokka sem að henni standa, svo ætla má að fylgismenn þeirra séu nokkuð sáttir.. Reyndar er fylgisaukningin ekki ýkjamikil, eða 9,2%.” En það er fleira athyglisvert við þessa skoð- anakönnun en þessi vinsældaaukning ríkis- stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fær 28,2% fylgi sem verður að 41 % fylgi þegar aðeins eru taldir með þeir sem afstöðu tóku í skoðana- könnuninni. Þessar undirtektir hljóta að gleðja þá sem ötulast hafa unnið að því að sópa vandamálum Sjálfstæðisflokksins undir teppið, og hafa látið eins og ekkert hafi í skorist þótt flokkurinn hafi klofnað og beðið stærsta kosningaósigur sinn frá upphafi. Á þessari stundu er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort þessi útkoma bendi til þess að fólk ætlist til þess að stjórnmálaflokkar sópi vanda- málum sínum undir teppi eða hvort þetta er iðrunarmerki frá þeim sem yfirgáfu flokkinn sinn fyrir kosningar og sitja nú utanstjórnar og án áhrifa og tauta: Flas er ekki til fagnaðar. Útkoma Alþýðubandalagsins bendir til þess að vandamálaumræða fyrir opnum tjöldum verki ekki traustvekjandi á kjósendur. Skoðana- könnunin segir að fylgi flokksins hafi minnkað um 4,8% síðan í kosningunum og um tæp þrjú prósent séu aðeins þeir taldir sem afstöðu tóku. Þessi niðurstaða gæti því verið Alþýðu- bandalaginu hvatning til að gera sér Ijósa nauð- syn þess að leysa margauglýst og ýkt vanda- mál flokksins og það fyrr en síðar. Varmalands- skýrslur, miðstjórnarfundir, Varmalandsnefnd og boðaður landsfundur í haust hefur ekki nægt til að sannfæra fólk um að Alþýðubandalagið sé á rólegri en öruggri siglingu út úr því erfiðleika- tímabili sem staðið hefur alltof lengi. Alþýðuflokkurinn hefur samkvæmt skoðana- könnuninni tapað 6,8% fylgi frá kosningum, en 3% ef aðeins eru taldir þeir sem afstöðu tóku. Það þýðir að kratar eru komnir niður í sama fylgi og þeir höfðu á eymdartímunum áður en Jón Baldvin og Ámundi birtust til að leiða þá út úr eyðimörkinni. Alþýðuflokksmenn þurfa ekki að undrast þetta, því að kratar hafa áður tekið að sér að gerast blórabögglar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn með svipuðum afleiðingum. Aðrir flokkar virðast standa í stað í þessari skoðanakönnun, nema hvað það vekur sér- staka athygli að Þjóðarflokkurinn virðist ennþá vera með góðu lífsmarki. í þessari skoðanakönnun Helgarpóstsins var einnig eftir því leitað, hvernig fólk vildi láta taka á Útvegsbankamálinu. Skoðanir voru skiptar um það mál, eða eins og HP segir: „En skilaboðin frá þeim sem tóku þátt í könnuninni til Jóns Sigurðssonar eru ekki ýkja skýr. Honum ber að selja Útvegsbankann en enginn einn kaupandi nýtur verulegs fylgis. Hann má síðan ekki reyna að nota Búnaðar- bankann sem skiptimynt í þessum kaupum. Jón virðist því dæmdur til að taka óvinsæla ákvörð- un.” -Þráinn KLIPPT OG SKORIÐ Herra náttúrunnar Sú framfaratrú sem flestir að- hyllast byggir á því að maðurinn sé herra náttúrunnar. Geti gert það sem honum sýnist við skóga, vötn, sjó, mold. Eigi að gera það til að láta sér líða vel. Lengi varð fátt til að trufla menn í þessari trú, sem þeir studdu með tilvitnunum í bækur helgar ef svo bar undir. Náttúran virtist óendanlega rík. Gangtu í sjóðinn og sæktu þér hnefa. Og svo framvegis. En okkar öld hefur verið tími „sársaukafulls endurmats" á þessum viðhorfum. Fyrst urðu menn skelfdir yfir uppblæstri og eyðingu skóga. Svo yfir slysum eins og þeim að kanínur flæddu yfir Ástralíu og jurtaeitur spillti mold og vatni. Svo hættu ár og vötn að þola úrganginn frá efna- iðnaðinum og stór hafsvæði líka. Hrollvekja Síðan er mikill hluti mannfólksins eins og klofinn í herðar niður. Menn vilja engu fóma af eigin þægindum, þótt þau kosti áframhaldandi náttúr- uspjöll. En um leið læðist að mönnum grimmur uggur um myrka framtíð og ógeðslega. Nú síðast óttast menn eins og pestina sjálf vísindin sem geta og hafa létt af mönnum mörgu erfiði. Hrollvekjumar, bæði þær frum- stæðu sem skelfa okkur barnung með köngulóm á stærð við naut og þær útsmognu sem sýna okkur vísindamenn sem missa tökin á sínum tilraunum með lífríkið, elta okkur inn á draumalönd og út úr þeim aftur. Og nú er komið að erfðaverk- fræðinni sem gerir sig líklega til róttækari íhlutunar í lífríkið en áður hefur þekkst. Vísindum sem geta einangrað vissa eiginleika h'fvera og magnað þá upp í firna- stærðir eða styrkleika. Það er tal- að um fótalausar og hauslausar beljur sem mjólkin flæðir úr, um tröllvaxna silkiorma, um ósigr- andi körfuboltamenn með hand- leggi niður fyrir hné. Grein úr Economist sem Morgunblaðið þýddi á dögunum um þetta efni byrjar á þessa leið: „25ta ágúst árið 2087 gerðust váleg tíðindi sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér um allan heim. Síðdegis þann dag féll tré á girðingu umhverfis erfðatækni- stofnun í eigu sérsinna miljarða- mærings í Brasilíu. Sex sérkenni- legar skepnur sluppu út um gatið á girðingunni og inn í nálægan skóg. Þær voru vaxnar eins og snákar, höfðu efnaskipti burkna og heilabú á við menn. Á tæplega þrjátíu árum tókst þessum skepnum að útrýma sköpurum sínum.“ Óttinn við stórslys Greinin geymir svo ýmislegar vangaveltur um það, hvort nýir möguleikar vísindanna geti í rauninni leitt til þvílíkra stór- slysa. Það er talið ólíklegt - en samt mögulegt. Að vísu eru menn á verði fyrir háskanum, víða um lönd eru sett lög sem eiga að setja skorður við því að vís- indamenn fari að leika guð al- máttugan. En það hangir samt margt varasamt á erfðaverkfræð- ingaspýtunni. Erfðaverkfræðin mun að lík- indum enn dýpka þann mun sem er staðfestur milli ríkra þjóða og fátækra - með því að enn meiri munur en áður verður á búskap- arháttum þeirra og afköstum í framleiðslu matvæla. Minnt er á hættur sem tengjast vaxandi grimmd manna í tiíraunum með dýraríkið. En mest óttast menn blátt áfram mistök: rétt eins og menn telja ólíklegt að stjórn- málamenn sem eru með öllum mjalla hefji kjarnorkustríð en óttast að það hefjist fyrir mis- skilning eða jafnvel bilanir í tölv- ubúnaði, eins óttast menn að erfðaverkfræðin Iendi í slysum. Þegar hafa verið búin til ýmis plöntuafbrigði og sýklar sem geta valdið miklum óskunda ef þau sleppa út í umhverfið. Hin sígilda hrollvekja um vísindamanninn geðbilaða sem hleypir skrýmslum eða sýklum á mannfólkið er kannski ekki mjög líklegur möguleiki. En menn vita að stór- veldin hafa m.a. gert miklar til- raunir með sýklahernað og annað þesslegt - og hver veit hvað end- anlega verður um þær djöfullegu niðurstöður sem í þeim rann- sóknum fást? Spádómar Á þeim tímum þegar menn játa bókinni ást með vörunum en gefa hjarta sitt sápuóperum sjón- varpsins er ekki úr vegi að minn- ast á það, að rithöfundar sjá allan slíkan háska fyrir - löngu áður en fræðimenn. Það var um 1930 að Huxley var að skrifa sína Fögru nýju veröld, þar sem vísindin stjórnuðu með erfðaverkfræði: fjöldaframleiddar voru í glösum ákveðnar manngerðir sem dæmdar voru fyrirfram til vissrar stöðu og verkefna í þjóðfélaginu með erfðastýringu og svo innrætingu vissra viðbragða. Nokkrum árum fyrr hafði sovéski rithöfundurinn Búlgakov, sem mörgum er kunnur fyrir skáld- söguna Meistarinn og Margrét, skrifað aðra vísindahrollvekju „Örlagaeggin". En þar hafa menn í framfaragræðgi sinni og óðagoti ákveðið að beita örvandi geislum sem vísindamaður hefur fundið á egg og húsdýrafóstur, sem verða við þetta miklu stærri og vaxa miklu hraðar en nokkurn mann gat áður dreymt um. En ekki tekst betur til en svo, að það eru egg ýmislegra sjaldgæfra skriðkvikinda og slöngutegunda, sem áttu að fara í dýragarðinn í Moskvu, sem verða fyrir geislun- inni lífgefandi. Út úr þessum eggjum skríða svo hraðvaxandi skrýmsli sem eyða tilaunabúinu og svo öllu sem á vegi þeirra verð- ur. Stefnir þetta hyski til Moskvu - en það verður borgarbúum til bjargar, að ófreskjurnar eru á ferð þegar komið er fram á haust og drepast í fyrstu næturfrostun- um. Þetta hljómar allt eins og spá- sögn um erfðatæknislys. Og minnir á það eina ferðina enn að verk hinna bestu höfunda geyma ekki aðeins fortíð okkar og nútíð heldur teygja þau sig með furðu- legum hætti inn í þá framtíð sem við komumst ekki hjá að taka til- lit til. ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H.Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifotofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelöslu-og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Utkeyrslo, afgreiðsla, ritotjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333. Auglýsingar: Sföumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblóö: 60 kr. Áskrlftarverð ó mónuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.