Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 5
Barátta þeldökkra námamanna fyrir hækkun launa heldur áfram og nú er útlit fyrir að þeim berist liðsauki. Suður-Afríka Tuttugu þúsund reknir Þrjúþúsund námamenn voru neyddir ofanínámu en neituðu engu að síður að vinna. Alþýðusamband Suður-Afríku hyggst efna til samúðarverkfalla Mámaeigendur viðurkenndu í gær að það hefði komið þeim í opna skjöldu að félagar Lands- sambands námamanna skyldu kolfeila tilboð þeirra um hækkun liftryggingar og fleiri orlofsdaga. Þeir svöruðu með því að segja 20 þúsund verkfallsmönnum upp störfum. Ensk ameríska náma samsteypan hótaði því ennfremur að reka 22,500 til viðbótar létu þeir sér ekki segjast og mættu til vinnu í dag. AIIs hefur nú 31 þús- und námamönnum verið sagt upp störfum. Seint í fyrrakvöld dró til tíð- inda við gullnámu vestan Jóhann- esarborgar. Öryggisverðir lögðu þá til atlögu við verkfallsmenn, beittu táragasi og skutu gúmmí- kúlum og náðu með þeim hætti að þvinga um 3 þúsund þeirra of- aní 3,7 kflómetra djúpa námu. En hafi þeir talið að námamenn- irnir hæfust þegar í stað handa við gullgröft þá skjöplaðist þeim ,hrapallega. Þegar niður var kom- ið settust verkfallsmenn niður og höfðust ekki að. í gær hélt Jay Naidoo, aðalrit- ari Alþýðusambands Suður- Afríku, blaðamannafund og sagði 700 þúsund félaga sam- bandsins ætla að efna til samúð- arverkfalla. „Verkamenn eru reiðir vegna þess að þeir bræðra okkar sem skapa mestu verðmæti þessa þjóðfélags, námamenn, þurfa að sæta því hvað eftir annað að á þá sé skotið, að táragas- sprengjum sé kastað í þá, að þeim sé varpað í fangelsi og að þeir séu sveltir. Ef námaeigendur hafa enn ekki áttað sig á afli svörtu verkalýðshreyfingarinnar er mál til komið að þeir fái að kynnast því.“ Leiðtogi Landssambands námamanna, Cyril Ramaphosa, sagði í gær að sambandið hefði dregið úr kaupkröfum sínum og krefðist nú 27 prósent launa- hækkunar í stað 30 prósent áður. „Það er staðreynd að verkfallið er barátta námamanna fyrir lífvænlegum launum og við ætl- um að knýja fram hækkun.“ Nú er rúmur hálfur mánuður frá því verkfall 300 þúsund blakkra námamanna hófst, viða- mesta vinnudeila í sögu Suður- Afríku. Sérfræðingar áætla að tap námaeigenda nemi jafnvirði einnar smálestar gulls á dag._ks. Þýskaland Filippseyjar Uppreisn kæfð í teðingu Stuðningsmenn Ferdinands Markosar reyndu að rœna völdum í nótt en allt kom fyrir ekki Kratar og kommar gefa út plagg Um 300 filippeyskir hermenn og velunnarar Ferdinands Markosar, fyrrum einræðis- . herra, réðust í nótt á Malacanang forsetahöllina og aðalstöðvar rfldsútvarpsins í höfuðborginni Manilu og hugðust hrifsa lands- stjórn í sínar hendur. Yfirmaður hers landsins, Fidel Ramos, sagði í útvarpsávarpi að árásum þessum hefði verið hrundið og að forsetinn, Corazon Aquino, væri heill á húfi. Fréttamenn sögðu hermenn með rauða borða um ennið hafa slegið hring um bæði húsin og síð- an hefði heyrst áköf vélbyssu- skothnð. Mikið óðagot hefði gripið menn og hefði verið erfitt að átta sig á framvindu mála í myrkrinu. Uppreisnarmenn reyndu í tvær klukkustundir að ná forsetahöll- inni á sitt vald en lögðu síðan á flótta undan hermönnum hollum stjórninni. Ramos sagðist hafa heyrt orð- róm þess efnis að uppreisnar- mennirnir væru stuðningsmenn hans sjálfs og Juans Ponce Enri- les, fyrrum varnarmálaráðherra, ekki síður en Markosar. „Flvað snertir Fidel Ramos er ekki flugufótur fyrir kviksögunni. Hann stendur með forsetanum.“ Hann bætti því við að grunur léki á að árásarmennirnir hefðu kom- ið frá Luzon héraði sem liggur um 128 kflómetra norðan Manilu. „Hermenn stjórnarinnar hnek- ktu árásinni og hafa töglin og hagldimar,“ sagði hann að lok- um. Fyrstu fréttir frá yfirvöldum um mannfall voru þær að einn maður hefði beðið bana og 61 slasast en fréttamenn kváðust hafa séð að minnsta kosti sex lík. Að sögn talsmanns Aquinos forseta var henni þegar í stað greint frá því að árás hefði verið gerð á forsetahöllina og spurði hún þá „Eru það þeir aftur?“ en þetta er í fimmta sinn sem dátar reyna að steypa henni af stóli frá því hún settist við stjórvölinn fyrir 18 mánuðum. Þvínæst hefði hún sagt: „Finnið þá og sigrið þá!“ Austurþýskir kommúnistar og vesturþýskir jafnaðarmenn hafa fram að þessu lítið haft sam- an að sælda en í gær kom plagg nokkurt fyrir almenningssjónir sem unnið var af nefnd er í sátu fulltrúar beggja. í skýrslu þessari er hvatt til op- inskárrar umræðu um kosti og galla þjóðfélaga beggja megin járntjalds í því augnamiði að auka gagnkvæmt traust og draga úr líkum á styrjöld. Otto heitir maður Reinhold en hann er yfirmaður félagsvísinda- stofnunar Einingarflokks sósíal- ista í Austur-Berlín. Hann sagði í gær að í plagginu væri meðal ann- ars fjallað um nýjar leiðir til varð- veislu friðar án þess að gert sé lítið úr grundvallarágreiningi né hann harmaður á nokkurn hátt. „Við munum halda áfram skoð- anaskiptum...en reynslan mun síðan leiða í ljós hvor þjóðfél- agsskipanin er betri.“ Reinhold bætti því síðan við að það hefði verið útilokað fyrir tíu árum að slíkt plagg kæmi út á vegum þess- ara aðila. í yfirlýsingunni er vegið óbeint að ritskoðun í Austur- Þýskalandi. „Brýna nauðsyn ber til að umræðan um ágæti og ávirðingar beggja þjóðfélags- gerða sé hreinskilin og opinská í austri jafnt sem vestri.“ Komminn Pieck og kratinn Grotewohl takast í hendur fyrir tilstuðlan Sovét- manna árið 1946. Thomas nokkur Meier hafði orð fyrir vesturþýsku jafnaðar- mönnunum. Hann ræddi um ágreining sinn og flokksbræðra sinna og austurþýsku gestgjaf- anna og bætti við: „Við erum ekki að leysa þau ágreiningsefni heldur gefa út yfiriýsingu um samvinnu á sviði öryggismála og bætt samskipti." Alkunna er að þýskir jafnaðar- menn og kommúnistar hafa ekki setið á sárs höfði í rúm sjötíu ár eða frá upphafi fyrri heimstyrj- aldar. Margir eru þeirrar skoðun- ar að hatur og tortryggni þeirra í milli hafi átt drjúgan þátt í að ryðja nasistum braut til valda árið 1933. Árið 1946 voru flokkar beggja sameinaðir í einn flokk á her- námssvæði Sovétmanna, Eining- arflokk sósíalista. Fáum blandast hugur um að þá hafi jafnaðar- mennirnir, undir forystu Otto Grotewohls, borið skarðan hlut frá borði en kommúnistar, liðs- menn Wilhelms Piecks, haft vinninginn. í Vestur-Þýskalandi sameinuðust flokkarnir ekki og þar bera jafnaðarmenn ægis- hjálm yfir kommúnista. -ks. Föstudagur 28. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.