Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 9
Hér býr duglegt og fastheldið fálk Bæjarstjórinn á Akureyri: Aðalbyggöavandamál okkarer skorturáhúsnæði. 70-75% afíbúum bæjarinsvinnurhjá stórfyrirtækjum. Hagurbæjarsjóðsergóður. Afmælisins minnst á fjölbreyttan hátt Á morgun laugardaginn 29. ág- ústverðurAkureyrarkaupstaður 125 ára. Verður afmælisins minnst á fjölbreyttan hátt og gera bæjarbúarsér margttil skemmtunar á þessum merku ' tímamótum. Akureyri erstærsti þéttbýliskjarni fyrir utan Stór- Reykjavíkursvæðið með um 14 þúsund manns. Hann er miðstöð Norðurlands á sviði menningar og lista, verslunar, iðnaðarog sjávarútvegs. Af mörgum er bær- inn talinn vera sá fegursti á öllu landinu og kemur þar til að bæjarstæði hans er með því fall- egasta sem til þekkist hér á landi. Akureyri fékk fyrst kaupstað- arréttindi 1787, sem síðar voru afnumin en fékk þau síðan aftur 29. júní 1862 og er afmælið miðað við það ártal. Talið er að byggð hefjist á Akureyri á 16. öld þegar danskir kaupmenn byrjuðu versl- un þar. En landnámsmaður Eyjafjarðar er Helgi Eyvindsson hinn magri sem kom frá Suður- eyjum, en faðir hans var sænskrar ættar en móðir hans írsk. Helgi var ekki við eina fjölina felldur í trúmálum, því sagan segir að hann hafi heitið á Þór, sem vísaði honum veginn inn Eyjafjörð, en landnámsbæinn sinn kallaði hann Kristnes. Grunnurinn lagður Á 19. öld komu til sögunnar Sigfús Jónsson var sveitarstjóri á Skagaströnd áður en hann var ráðinn sem bæjarstjóri á Akureyri. Mynd: Ari Sjá nœstu síðu 1 i Föstudagur 28. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.