Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 8
Starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli Náttúruverndarráö auglýsir starf þjóögarðsvarð- ar í Skaftafelli laust til umsóknar frá 1. janúar 1988. Þjóðgarösvöröur er búsettur í Skaftafelli. Starf hans útheimtir m.a. haldgóða þekkingu á nátt- úrufræöi og hefur hann umsjón meö starfsemi þjóðgarðsins. Laun eru skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir er greina frá menntun, aldri, fyrri störfum og öðru sem máli skiptir, skulu ber- ast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 25. september 1987. Náttúruverndarráð Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna og tollvarða hér við embættið eru lausar til umsóknar. Umsóknum skal skila til undirritaðs eigi síðar en 18. september n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni. 25. ágúst 1987 Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA hjá Pósti og síma Kópavogi. Nánari upplýsingar veittar hjá stöðvarstjóra. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önmunst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Þórunn Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson og Einar Már Guðmundsson í hinni nýju verslun Máls og menningar. Mynd Sig. Mál og menning Hátíð í Síðumúlanum Ný verslun opnuð á hálfrar aldar afmæli Máls og menningar. Mörg hundruð manns heiðruðu bókmenntafélagið í opnu húsi í Síðumúlanum ígœr Það var glatt á hjalla hér and- spænis Þjóðviljahúsinu í gær, fánar dregnir að húni, Lúðrasveit verkalýðsins í fullum skrúða við nýuppgert og verðlaunað húsið Síðumúla 7 þarsem haldið var uppá hálfrar aldar afmæli Máls og menningar með því að opna nýja ritfanga- og gjafavöruversl- un að viðstöddum nokkur hundr- uð gestum. Þorleifur Einarsson stjórnar- formaður bauð gesti velkomna og lýsti staðháttum. Skipulag innanhúss á Síðumúla 7 var í höndum arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar og þykja innréttingar nýstárlegar og fallegar. Utan- hússframkvæmdir voru undir stjórn Ingva Þórs Loftssonar og Einars Þorgeirssonar og hafa heppnast svo vel að Mál og menning státaði af fegurðarvið- urkenningu frá borginni áður en nýia verslunin var opnuð. I Síðumúlabúðinni er áhersla lögð á ritföng, skrifstofubúnað og gjafavörur, en þar er líka bóka- hom þarsem einkum fást íslensk- ar bækur. Nýbreytni er að Síðu- múlaverslunin verður opnuð Rithöfundarnir Elías Mar og Vilborg Dagbjartsdóttir bera saman bækur sínar. Mynd Sig. klukkan átta á morgnana til að vinnu. Verslunarstjóri þar er auðvelda mönnum kaup fyrir Erla Hallgrímsdóttir. Við opnun nýrrar verslunar Máls og menningar ( Síðumúla spilaði Lúðrasveit verkalýðsins. Mynd. Sig. , 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.