Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 7
HEIMURINN Hitler, Göbbels og Hess (1934) - „Foringinn er alveg eyðilagður yfir þessum ósköpum...“ Göbbels um Rudolf Hess: Þetta frfl gekk næst foringjanum! Pessir bresku asnar kunna ekki að nota sér málið Eflír dauða „síðasta manns Hitlers“, Rudolfs Hess, í Spand- aufangelsinu, hefur margt verið skrifað um ástæðurnar fyrir því að þessi undarlegi öldungur skyldi látinn afplána ævilangan fangelsisdóm. Sovétmenn neituðu að láta hann lausan, vegna þess að þeir töldu hann tákn um glæpi sem ekki mega fyrnast - það yrði slæmt fordæmi ef Hess yrði látinn laus meðan enn stendur yfir leit að ýmsum stríðsglæpamönnum nasista. í annan stað grunaði So- vétmenn alltaf að eitthvað hefði verið meira á bak við fræga Eng- landsför Hess snemma í stríðinu en sérviska hans: kannski hefði hann í rauninni haft umboð frá Hitler til að þreifa fyrir sér um sérfrið við Breta? En eitthvað slíkt létu margir háttsettir nasist- ar sér detta í hug fyrr og síðar að gera, til að geta einbeitt þýska hernum að Rússum. Kaflar úr dagbók Göbbels, ár- óðursráðherra Hitlers frá þessum dögum, sem vikuritið Spiegel hefur birt, gefa mjög ótvírætt til kynna að slíkar grunsemdir hafi alltaf verið út í hött. Ferð Hess hafi verið Hitler til mikillar skapraunar og komið sér mjög illa, m.a. í samskiptum við bandamenn Þjóðverja. Lœkkandi stjarna Menn hafa verið að rifja það upp eftir sjálfsmorð Rudolfs ’Hess, að hann var náinn og trygg- ur vinur Hitlers frá „baráttuárun- um“, og hlaut að launum fyrir skilyrðislausa hollustu við for- ingjann embætti staðgengils hans í nasistaflokknum sjálfum skömmu eftir valdatökuna 1933. En vegur Hess varð ekki eins mikill og sú nafnbót gaf til kynna. Aðrir nasistahöfðingjar ruddust fram hjá honum upp metorða- stigann - sá baneitraði áróð- ursmálastjóri Göbbels, lögregl- ustjórinn grimmi Himmler, floicksritarinn Bormann. Og þeg- ar stríðið braust út skipaði Hitler ekki Hess arftaka sinn sem þjóð- arleiðtoga heldur Hermann Gör- ing, æðsta mann flughersins. Upp úr þessu fer Rudolf Hess æ meir að trúa á það, að hans góði og vitri leiðtogi, Adolf Hitler, sé í klónum á slæmum ráðgjöfum, - öfgamönnum eins og Göbbels og Himmler, sem muni teyma hann út í ógöngur. Og menn eru einna helst að geta sér þess til að það hafi verið hugleiðingar af þessu tagi sem fengu Hess til að fljúga á laun til Englands til að semja um að England semdi sérfrið við Þjóðverja upp á að láta þá fá frjálsar hendur í Evrópu. Hugmyndin var fráleit - en þegar fréttin um leiðangur Hess barst út vissu menn varla hvað þeir ættu að halda - þegar öllu var á botninn hvolft gekk hann form- lega næstur Hitler sjálfum að mannvirðingum í nasistaflokkn- um. Göbbels áróðursstjóri hefur og af þessu þungar áhyggjur eins og sjá má af dagbókum hans, sem senn verða gefnar út. Hér fara á eftir glefsur úr þeim sem lúta að leiðangri Hess til Englands í maí 1941, - en þá var einmitt skammt til þess að Þjóðverjar réðust á So- vétríkin. 13. maí 1941. Skelfileg frétt barst í gærkvöldi - Hess hefur flogið burt þvert ofan í skipanir Foringjans og hans er saknað síðan á laugardag. Allt er þetta enn meira en lítið ruglingslegt... Þungbært, næstum því óbærilegt áfall.. .Það er hringt til mín frá Berghof. Leiðtoginn er alveg eyðilagður. Hvflík sjón fyrir umheiminn: andlega bilaður maður næstæðstur Foringjanum. Nú er um að gera að bíta á jaxl- inn. Ég veit ekki enn um neina útgönguleið en hún finnst bráðum. Hess lék sér að hugmyndum um hugsanlegan frið. Hann var of lokaður fyrir daglegri baráttu og er orðinn veiklundaður. Við verðum að taka fast á þessu máli. Ég læt klippa hann út úr síðustu vikufréttamyndum.., 14. maí 1941 Strax í morgun upphófust æsi- legustu viðvaranir og útleg- gingar. Allt í hrærigraut - landráð segja sumir, friðartilboð segja aðrir. En menn vita þó sína vissu: Hess lenti í fallhlíf í Skot- landi... Leiðtoginn bíður eftir mér. Ég er að lesa bréfin sem Hess skildi eftir handa Foringjanum: bjána- legur hrærigrautur, frumstæðir leikmannsþankar, hann kveðst ætla til Englands til að útskýra fyrir Englendingum að þeirra staða sé vonlaus, hann ætlar að steypa stjórn Churchills með að- stoð Hamiltons lávarðar og semja svo um frið sem leyfir Bret- um að halda andlitinu. Því miður sást honum yfir þann möguleika að Churchill léti taka hann fast- an. Slíkur asni gekk semsagt næst Foringjanum. Bréf hans eru full af dulspekiþrugli. Prófessor Haushofer og kerlingin hans hafa verið hans illu andar og æst sinn „mikla mann“ upp í þessu hlut- verki. Hann hefur líka séð sýnir, fengið sér stjörnuspá og annað svindl. Svona nokkuð stjórnar Þýskalandi. Fréttatilkynningin í gærkvöldi var nauðsynleg. Það var ekki hægt annað en vísa til ranghug- mynda mannsins. Hvernig var annars hægt að útskýra þessa uppákomu? og þá fyrst og fremst fyrir bandamönnum okkar hjá Möndulveldunum, sem annars fara að efast um hollustu okkar við bandalagið. En enginn mun trúa okkur þegar við segjum að þetta sé óðs manns æði hjá Hess. Foringinn hefur afgreitt hann. Hann er mjög miður sín. Hann hellir sér yfir hann með bitrustu orðum, en játar að Hess hafi haft hugsjónatryggð til að bera. Við látum frá okkur aðra tilkynningu sem varpar að nokkru ljósi á bak- svið atburða. Almenningur er óvenju æstur. Menn spyrja og það með réttu, hvernig á því standi að fífl gangi Foringjanum næst... 16. maí 1941. Einn orðrómur étur annan upp og í því er okkur mikill léttir. Þeir í London ætla bersýnilega ekki að láta sér detta það í hug það nær- tæka ráð að gefa út allskonar yfir- lýsingar í nafni Hess, hvað sem hann sjálfur segir. í því væri eina hættan fyrir okkur fólgin, og það skelfileg hætta, ég skelf við til- hugsunina um að það gæti gerst. En svo virðist sem verndarengill standi við hlið okkar eina ferðina enn. Þeir þarna fyrir handan Ermarsund eru ekki annað en heimskir fúskarar. Hvemig fær- um við að ef þeir væm öðruvísi! Ég loka á allar fréttir um málið innanlands, en læt einfaldar staðreyndir nægja í útvarpi til út- landa. Þessi aðferð reynist rétt. Ég skýt fast á galdrakukl, skyggnilýsingar og þessháttar. Allt það Ijósfælna svindl verður nú upprætt. Kraftaverkamenn- irnir sem Hess hafði svo mikið dálæti á skulu bak við lás og slá... Þetta Hesshneyksli fær mjög á mig. Það er eins og maður hafi verið löðrungaður í allra augsýn og helst vildi maður ekki sýna sig úti á götu. Það var þó næstæðsti maður flokksins sem gerði þetta. Rokkurinn verður lengi að ná sér. 17. maí 1941. Við þegjum hér heima fyrir um málið. Fólk er líka að stillast smátt og smátt og er farið að segja skrýtlur um málið. Út- löndum gefum við ýmislegt til kynna með óljósum hætti, berum staðhæfingar til baka osfrv. Það virkar stórkostlega. Vaxandi ráð- leysi í London út af málinu. Ég hefði sko kunnað að gera mér mat úr slíku máli! En valdaklíkan breska riðar til falls... ÁB tók saman, þýddi og endursagði. Föstudagur 28. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.