Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 10
AKUREYRI þeir hvatar sem hvað helstir hafa orðið til þess að gera Akureyri að því sem hún er í dag. í því sam- bandi ber að nefna að gagn- fræðaskóli var stofnaður á Möðruvöllum árið 1880, en sá skóli var síðan fluttur til Akur- eyrar 1902 og varð menntaskóli 1930. Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 1882 og 1886 var Kaupfé- lag Eyfirðinga stofnað. Á seinni hluta 19. aldar efldust fiskveiðar Eyfirðinga mjög og í kjölfarið jókst uppgangur bæjarfélagsins mikið og enn meir þegar tuttug- asta öldin hélt innreið sína, sem er án efa blómlegasta öld íslands- sögunnar. Á þessum merku tímamótum í sögu Akureyrarbæjar sótti blaða- maður Þjóðviljans bæinn heim og hitti að máli bæjarstjórann Sigfús Jónsson, sem kom til starfa á Ak- ureyri þegar nýr meirihluti var myndaður í bæjarstjórninni eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í fyrra, en þá var myndaður nýr meirihluti með þátttöku Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna. Þá var visst blað brotið í sögu bæjarstjórnar Akureyrar, því þá hvarf Fram- sóknarflokkurinn, í fyrsta skipti í áratugi úr meirihluta í bæjar- stjórn. Núverandi forseti bæjar- stjórnar Akureyrar er Gunnar Ragnars, einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri. Ekki mikill kostnaður Eftir að hafa óskað bæjarstjór- anum til hamingju með afmælið og komið sér fyrir í þægilegum stól á skrifstofu hans var Sigfús fyrst spurður að því hvað mikið bæjarsjóður legði til afmælishald- anna. „Þetta er ekki mikið og algjört smáræði við það sem Reykvík- ingar lögðu til síns afmælis í fyrra, sem var þó dálítið stærra afmæli, því Akureyri er aðeins 125 ára. En upphæðin sem varið er í af- mælishaldið í ár er um 5 milljónir króna“. Verður eitthvað sérstakt um að vera hjá bæjarstjórninni í tilefni afmælisins? „Það verður hátíðarfundur bæjarstjórnarinnar á laugardag- inn, sjálfan afmælisdaginn, þar sem verður tilkynnt um afmælis- gjöf bæjarstjórnartilbæjarins, en það er leyndarmál þangað til hvað það verður. Ennfremur verður á þessum hátíðarfundi samþykkt reglugerð um notkun skjaldarmerkis bæjarins, en það hefur verið teiknað upp á nýtt og gert nútímalegra en það var“. Einkenni Akureyrar Hefur Akureyri eitthvert ein- kenni sem kaupstaður umfram aðra kaupstaði úti á landi? „Ég held ekki, að það sé eitthvað sérstakt sem einkennir bæinn okkar. Hann hefur að vísu tekið miklum stakkaskiptum frá því ég var hér sem krakki og margt nýtt komið til. Á síðustu árum hefur fjölgað um fjóra tog- ara, aðallega frystitogara, sem hafa skilað inn í bæjarfélagið miklum verðmætum. Góður hag- ur sjávarútvegsins er aðalfor- „Óstjórn íbanka- og peningamálum þjóðar- innar er náttúrlega bil- un, sem hver maður sér sem eitthvað hugsar um þessi mál. “ Mynd: Ari. sendan fyrirþeim mikla uppgangi sem hér hefur verið á síðustu árum og í dag er geysileg þensla í atvinnulífinu hér sem alfarið má rekja til góðærisins í sjávarútveg- inum. Þá hafa viðskipti og versl- un aukist mjög allan fjórðunginn og Akureyri hefur stóreflst sem ferðamannabær. Ef tala má um eitthvað öðru fremur sem einkennir bæinn þá er það kannski það að 70-75% af vinnuafli bæjarbúa vinnur hjá stórfyrirtækjum og stofnunum. Þar má nefna KEA og Samband- ið, en það síðarnefnda rekur hér, sem kunnugt er, stórar og miklar verksmiðjur. Þá er Akureyrar- bær stór atvinnurekandi, einnig Slippstöðin, K. Jónsson og Co, niðursuðuverksmiðja og Fjórð- ungssjúkrahúsið. Það sem nauðsynlega vantar í bæinn er meira af smá atvinnurekendum til að gera atvinnulífið enn fjöl- breyttara en það er í dag“. Hefur bærinn verið stórtækur í því að setja nýtt peningamagn til uppbyggingar atvinnulífsins í bænum? „Nei, ekki er hægt að segja að svo sé. Forsjá Akureyrarbæjar við uppbyggingu atvinnuiífs hér var aðallega eftir seinna stnð, og þá með þátttöku við stofnun Út- gerðarfélags Akureyringa og fyrstu sfldarverksmiðjuna í Krossanesi, en síðustu 10-15 árin hefur frekar lítið borið á því. Enda eru verkefni bæjarins skýrt afmörkuð í sveitarstjórnarlögum sem Alþingi hefur samþykkt og þeir tekjustofnar sem við höfum fara alfarið til þess að vinna að framgangi þeirra málaflokka sem lögin segja til um. Stærstu þætt- irnir þar eru á sviði félags- og heilbrigðismála og öðrum mála- flokkum." Traust staða Hvernig stendur bæjarsjóður fjárhagslega á afmælisárinu? „Fjárhagslega stendur hann vel, nema hvað Hitaveitan okkar er ansi skuldug, eins og alþjóð er EINSTÖK FJÖÐRUN ri::Kií' s BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur kunnugt um. En slæm skuldast- aða hennar er fyrst og fremst því að kenna að hún hefur farið illa út úr þeim erlendu lántökum sem teknar voru á sínum tíma þegar hún var sett á fót. Ekki það að hún sé eitthvað illa rekin eða óvenjudýr miðað við aðrar hita- veitur sem settar hafa verið á fót á öðrum stöðum á landinu. Það er fyrst og fremst vegna þess að greindu skuldirnar hafa vaxið vegna gengismála og misgengi þeirra á umliðnum árum. Síðustu aðgerðir ríkisvaldsins minnkuðu ekki skuldahalann að neinu marki. Þær miðuðu fyrst og fremst að því að greiða niður hit- unarkostnað bæjarbúa, sem var orðinn þó nokkur og jafnvel talað um að þeir sem notuðu sér þjón- ustu hennar, gerðu ekki annað við peningana sína en að greiða hitunarkostnaðinn“. Eins og svart og hvítt Nú kemur þú til starfa hér á Akureyri eftir að hafa verið sveitarstóri á Skagaströnd. Voru það ekki mikil viðbrigði að setjast í bæjarstjórastólinn hérna? „Jú, það er óhætt að segja það. Eins og svart og hvítt, en hlut- verkið er það sama, þó með þeim breytingum að hér hef ég fjölda aðstoðarfólks, sem ég hafði ekki á Skagaströnd. Þar var maður í öllu. Skipaði gröfustjórum fyrir og var með puttana í öllu sem sveitarfélagið tók sér fyrir hend- ur. Ég verð nú að sgja það að það var mér ómetanlegur skóli, því nú þekki ég alla þessa þætti sem fram fara í bæjarfélaginu, þó þeir séu að vísu nokkuð stærri að um- fangi hér“. Er einhver munur á fólki hér, til dæmis Húnvetningum og Skag- firðingum? „Já, það finnst mér. Akur- eyringar sem Eyfírðingar eru allt öðru vísi en nágrannar þeirra á Norðurlandi vestra. Þeir eru ekki eins skemmtilegir og Húnvetn- ingar og Skagfirðingar. Þeir síð- astnefndu virðast alltaf hafa tíma til að taka á móti gestum. En Eyfírðingar eru mun alvörugefn- ari og duglegri til allrar vinnu. Við sjáum best að hér í Eyjafirði er hvert stórbýlið öðru betra og bændur verið mjög duglegir við að rækta jarðir sínar. í þessu sam- bandi minnist ég að hafa heyrt það frá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfrði að besta fólkið sem hann hafi haft í vinnu hjá sér sé sveitafólk og þar á eftir Akur- eyringar og útlendingar. En Ak- ureyringar eru íhaldsamir í at- vinnumálum og má fullyrða að- þeir drepast ekki úr nýjunga- gimi“. Ferðamannaþjónustan núverandi Ferðamannaþjónusta er sívax- andi atvinnugrein á Akureyri. Er til einhver einhlít skýring á þvi? „Nei, það held ég ekki. Nema hvað þeir aðilar sem standa í ferðamannabransanum hafa ver- ið einkar duglegir að iaða hingað erlenda sem innlenda ferða- menn. Við höfum hér mjög góð hótel sem standast fyllilega sam- anburð við hótel í Reykjavík og svo er stutt héðan til stórbrotinn- ar náttúru við Mývatn svo eitthvað sé nefnt. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að á Akureyri er hægt að bjóða ferðamönnum uppá margt til skemmtunar og afþreyingar. Hér er mikið úrval af veitingastöðum, leikhús og annað sem dregur til sín ferðamenn. Þá er Akureyri vel í sveit sett hvað það snertir að komast hingað. Bæði með rútum og með flugvélum. Þó verður að segja þá sögu eins og hún er að þjónusta Flugleiða var slæm í júní og í byrjun júlí í sumar, en frá þeim tíma til dagsins í dag hefur þjónustan verið góð. Þeir eru það knappir með flugvélakost að þeg- ar einhver vélin bilar þá fer allt úr böndunum hjá þeim og allar áætl- anir raskast, sem getur verið mjög hvimleitt. Sjálfir höfum við hér á Akureyri Flugfélag Norður- lands sem gengur vel og ekki hef ég heyrt um neinar kvartanir vegna þjónustu þeirra. Þá sér Norðurleið um rútuferðir hingað frá Reykjavík og Sérleyfisbílar Akureyrar keyra austur um frá Akureyri. Þeirra þjónusta hefur mælst vel fyrir enda eru þeir með nýjar og fínar rútur. Þa ber ekki síst að nefna að á veturna er hér ein sú besta skíðaaðstaða sem um getur á landinu og þrátt fyrir að Reykvíkingar hafi Bláfjöllin við bæjardyrnar er ekkert lát á ferða- lögum þeirra hingað norður til að bregða sér á skíði, fara f leikhús og skemmta sér í veitingahúsum bæjarins. Enda er það svo að það er meiri von að hitta kunningja sína hér á götu en að hitta þá í Reykjavík." Ekki mikil pólitík Nú ert þú bæjarstjóri nýs meirihluta í bæjarstjórn Akur- eyrar. Er mikið þráttað á bæjar- stjórnarfundum og er mikill pólit- ískur hiti í bæjarstjórnarfuiltrú- um? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Skilin í bæjarpólitíkinni eru ekki skörp. Það er voða sjáldgæft „Það er lítill pólitískur hiti meðal bœjarstjórnarfulltrúa héráAkureyri. Sjaldgæft að mál séu samþykkt með því að knýjafram meirihlutasamþykkt í bœjarstjórninni. Aðeins um 10—15 % aftekjum bæjarins fer til framkvæmdafyrir utan þærsem bœrinn er skuldbundinn að gera samkvæmt sveitarstjórnarlögum sem Alþingi hefur samþykkt. “ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.