Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 15
AKUREYRI
Söguritun
Akureyrar
hefst í haust
Jón Hjaltason sagnfræðingur: Ráðinn frá 1.
september 1987. Ráðningartíminn fram á
mitt ár 1990. Hefur fengið starfsaðstöðu í
Davíðshúsi
Jón Hjaftason sagnfræðingur: (ráðningarsamningnum er gert ráð fyrir að ég sé ráðinn fram á mitt ár 1990 og hafi
heimild til að ráða mér aðstoðarmann til að rita sögu Akureyrar. Mynd: Ari.
Þrátt fyrir það að Akureyrar-
bær sé að verða 125 ára gamall
hefur ekki mikið verið skrifað um
sögu hans. Þó er til bók um sögu
bæjarins fram að aldamótum sem
Klemens Jónsson, landritari,
skráði á sínum tíma og eitthvað
hefur verið skrifað um sögu stað-
arins í blöð og tímarit, en aldrei
hefur verið ráðist í það fyrirtæki
að rita söguna frá upphafi og
fram á okkar daga, sem er miður.
En í ár bar svo við að auglýst
var eftir sagnfræðingi til að rita
sögu Akureyrar og sóttu sex um
starfið. Sá sem hreppti hnossið er
ungur sagnfræðingur, fæddur og
uppalinn á Akureyri. Hann heitir
Jón Hjaltason og varð hann stú-
dent frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1980. Lauk BA-prófi
frá Háskóla íslands 1985 og er
langt kominn með magister-
ritgerð sína um hersetuna á Ak-
ureyri í seinna stríðinu. Þegar Jón
var ráðinn til starfans varð nokk-
ur hvellur út af valinu og sá einn
umsækjandinn ástæðu til að hella
úr skálum vonbrigða sinna yfir
því, á síðum dagblaðanna. Urðu
nokkur blaðaskrif vegna þessa og
þurfti Jón að skeiða fram á rit-
völlinn einu sinni en lét þar við
sitja.
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
sótti Akureyri heim í vikunni
þótti aiveg upplagt að hitta Jón
að máli og forvitnast um fyrirhug-
aða ritun hans á sögu Akureyrar.
Hann var fyrst spurður að því
hvenær hann hæfist handa.
„í ráðningarsamningnum er ég
ráðinn frá og með 1. september í
ár og þar er gert ráð fyrir því að
hann gildi fram á mitt ár 1990,
sem getur þó breyst þegar tekur
að líða á ráðningartímann. Þetta
fer þó allt eftir því hvernig verk-
inu kemur til með að miða. Þá er í
ráðningarsamningnum ákvæði
þess efnis að ég hef heimild til að
ráða mér aðstoðarmann, þó í
samráði við bæjarstjórann á Ak-
ureyri.“
Hefur verið ákveðið hvar þú
munt vinna verkið? Þá á ég við
hvort bærinn útvegi þér starfsað-
stöðu?
„Það er verið að vinna við að
innrétta kjallarann í Davíðshúsi
og gert er ráð fyrir því að þar
verði mín vinnuaðstaða. Jafn-
framt eru uppi hugmyndir um að
kjallarinn í Davíðshúsi verði
seinna meir notaður sem fræði-
mannaíbúð. Nú þegar er ég kom-
inn með aðstöðu á Amtsbókas-
afninu, sem er mjög góður vinnu-
staður, með úrvals starfsfólki
sem er boðið og búið til að leggja
mér lið.“
Hvað með heimildir fyrir sögu-
ritunina, liggja þær á lausu og eru
þær aðgengilegar?
„Ég held að það verði ekki
stórt vandamál, þó það megi
segja að heimildasöfnun sé alltaf
eitthvert vandamál. Það þekkja
þeir sem skrifað hafa heimildarit-
gerð í einhverjum mæli. En ég
geri ráð fyrir því að allar heimild-
ir séu til, öll dagblöð, skjalasafn
Eyjafjarðarsýslu svo dæmi sé
tekið. Þá er til mikið af heimild-
um í Héraðsskjalasafni Akureyr-
ar. Fundargerðarbækur bæjar-
stjórnar og bréf sem hún hefur
fengið. Verslunarbækur Gránuf-
élagsins og fleira. Einnig gögn frá
ýmsum félögum og félagasam-
tökum sem eru og hafa verið
starfandi hér á Akureyri. Nú svo
má ekki gleyma því að á Þjóðsk-
jalasafni íslands í Reykjavík eru
gögn frá sýslumönnum varðveitt
og þar er allt í góðu skipulagi og
handhægt að nálgast heimildir
þar. Þannig að þegar öllu er á
botninn hvolft kvíði ég því ekki
að lenda í vandræðum út af
heimildunum. Allavega ekki
svona fyrsta kastið, hvað sem síð-
ar kann að koma.“
Hvað geturðu sagt um uppruna
Akureyrar á þessu stigi, þó svo að
þú sért ekki farinn að rita sög-
una?
„Mest lítið, svo svarað sé í
hreinskilni. Þó er vitað með vissu
að upphaf þéttbýlismyndunar hér
á Akureyri kemur fyrst til sög-
unnar með tilkomu danskra
kaupmanna sem settu hér upp
verslun á sínum tíma, á 16. öld.
Lengi vel, allt fram á okkar tíma
voru dönsk áhrif mjög sterk hér í
bæ. Áhrifa þeirra gætir enn þann
dag í dag að vissu marki, sem
kemur meðal annars fram í orð-
um og orðahugtökum ýmiskonar
sem enn eru við lýði. Við segjum
til dæmis hér á Akureyri þegar
springur á bílnum okkar að
eitthvað hafi punkterað, og að
sjálfsögðu með norðlenskum
framburði. Þetta orð nota Akur-
eyringar enn þann dag í dag og
finnst alveg sjálfsagt sem vonlegt
er. Ennfremur orðið bolsía sem
er stór brjóstsykur. Þessir dönsku
kaupmenn voru stórhuga og
miklir framkvæmdamenn og má
enn í dag sjá ummerki eftir þá frá
síðustu öld í gömlu húsunum
mörgum hverjum hér í gamla
Iðnsýning og
ráðstefna um iðnað
í tilefni 125 ára afmælis Akur-
eyrarkaupstaðar verður í dag
opnuð Iðnsýning í íþróttahöllinni
á Akureyri. Verður hún opin frá kl.
17 þann 28. ágúst til og með 6.
'september næstkomandi, en
sýningunni lýkur þá um kvöldið
kl.22.
í tengslum við Iðnsýninguna
og afmælið verður um morguninn
á opnunardegi hennar haldin ráð-
stefna um iðnað og atvinnumál á
Akureyri í Alþýðuhúsinu við
Skipagötu 14. Hún hefst kl. 10‘
um morguninn og stendur fram
til kl. 16 sama dag. Eftir að ráð-
stefnunni lýkur verða ráðstefnug-
estir viðstaddir opnun Iðnsýning-
arinnar í íþróttahöllinni. Meðal
gesta verða meðal annars iðnað-
arráðherra Friðrik Sophusson,
Ólafur Davíðsson, framkvæmda-
stjóri frá Félagi iðnrekenda, for-
stjóri Iðntæknistofnunar, Jón
Sigurðarson frá Sambandsverks-
miðjunum á Akureyri, bæjar-
stjórinn á Ólafsfirði og fulltrúi frá
Landssambandi Iðnaðarmanna.
Á þessari ráðstefnu verður meðal
annars rætt um ástand og horfur í
iðnaði á Norðurlandi og hvað
framtíðin muni bera í skauti sér.
Það verður iðnaðarráðherra
Friðrik Sophusson, sem mun
opna Iðnsýninguna í íþróttahöll-
inni en á sjálfan afmælisdaginn
kemur Forseti íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir á sýninguna, en
hún verður heiðursgestur Akur-
eyrarbæjarí tilefni 125 ára afmæl-
isins.
Fyrirtœki heimsótt
Jafnframt sýningunni verður
farið á hverjum degi á meðan hún
stendur yfir í skoðunarferðir um
eitt fyrirtæki á dag á Akureyri og
fylgst með því sem þar er að ger-
ast á þeirri stundu. Þessar skoð-
unarferðir í fyrirtækin eru til þess
ætlaðar að gefa gestum á Iðnsýn-
ingunni kost á að sjá stærstu fyrir-
tækin á Akureyri í fullum rekstri.
Iðnsýningin verður opin sýning-
ardagana frá kl. 14 til 22.
Allt niður í eins
manns fyrirtœki
Að sögn Þorleifs Þórs Jóns-
sonar, starfsmanns atvinnumál-
anefndar Akureyrarbæjar, sem
hefur haft yfirumsjón með upp-
Innbænum, sem þeir reistu sumir
hverjir. Að því að ég best veit
hefur aðeins ein ritgerð verið
skrifuð um þá og var þar að verki
Akureyringur, sem betur er
þekktur á sviði handbolta, Alfreð
Gíslason, sem skrifaði BA-
ritgerð um dönsku kaupmenn-
ina.“
125 ára afmælisárið er miðað
við þegar Akureyri fékk kaup-
staðarréttindi í annað sinn, er
ekki svo?
„Það er rétt. Á ofanverðri 18.
öld veitti kóngurinn sex kaup-
stöðum hér á landi kaupstaðar-
rétlindi, en árið 1836 voru þessir
kaupstaðir lagðir niður nema
Reykjavík sem hélt sínum rétt-
indum, einn bæja. En Akureyri
hefur verið kaupstaður óslitið frá
1862 og fram á okkar dag.“
Hefurðu eitthvað ákveðið í dag
hvernig þú munt rita þessa sögu
Akureyrar? Hvort þetta verða
margar bækur og hvernig sög-
unni verður skipt milli þeirra?
„Þetta verða örugglega fleiri
en ein bók og fleiri en tvær. í dag
hef ég hugsað mér að taka fyrir
ákveðin árabil og ákveðna efnis-
þætti. Sem dæmi get ég nefnt að
vel getur komið til greina að hafa
fyrstu bókina frá upphafi þéttbýl-
ismyndunar á Akureyri og fram
að aldamótum síðustu og bók
númer tvö frá aldamótum og
fram til 1940. Hvað úr verðurveit
maður ekki á þessari stundu.
Hvort þetta muni koma til með
að verða einvörðungu atvinnu-
og skólasaga Akureyrar. En ég
hef fullan hug á því að reyna að
draga upp myndir af lifnaðarhátt-
um almennings eftir því sem frek-
ast er kostur."
Hvað með söguskoðunina?
Hefurðu veit henni eitthvað fyrir
þér?
„Ekki mikið. En ég mun leggja
mig allan fram við að draga sann-
leikann um hvað eina eins mikið
fram í dagsljósið og mér er fram-
ast unnt. Ef öll gögn eru fyrir
hendi má alltaf finna sannleikann
í hverju sem er,“ sagði Jón
Hjaltason nýráðinn söguritari
Akureyrarkaupstaðar. grh
setningu Iðnsýningarinnar var
öllum fyrirtækjum, stórum sem
smáum, sent boðsbréf þar sem
þeim var boðið að sýna fram-
leiðsluvörur sínar á sýningunni.
Sagði Þorleifur að viðtökurnar
hefðu verið framar öllum vonum
og sýna 40 fyrirtæki í íþróttahöll-
inni. Þátttakan er mest hjá fyrir-
tækjum á Eyjafjarðarsvæðinu en
sýningarsvæðið er alls 1200 fer-
metrar að stærð. Stærsti sýning-
araðilinn er KEA og samstarfs-
fyrirtæki þess, en það er einnig
fýrirtæki á sýningunni sem aðeins
samanstendur af einum manni.
Fyrirtækin sem sýna eru meðal
annars matvælafyrirtæki, sem
framleiða matvæli bæði úr sjávar-
útvegi og landbúnaði. Ennfrem-
ur fyrirtæki á sviði tré-, járn- og
piastiðnaðar. Þá verða innrétt-
ingar til sýnis og sýnt hvernig þær
eru hannaðar. Á útisvæði sunnan
við íþróttahöllina, verður sýning-
arsvæði byggingaverktaka og
þeirra sem ekki rúmast innan-
dyra. Verður þar meðal annars
boðið upp á mini-golf, þátttak-
endum til dægrastyttingar og
skemmtunar. grh
DRÁTTARBEISLI
Eigum fyrirliggjandi sérhónnuð dróttar-
beisli og króka fyrir Volvo 200 og 700.
Beisli ó Volvo 200
fró árg. '81 kr. 5.887,-
Beisli á Volvo 700
frá árg. '82 kr. 6.872,-
Skjóf ísefning ef óskað er.
Föstudagur 28. ágúst 1987 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 15