Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 1
Danmörk
Óvissa!
Flokkarnir fjórir sem mynda
ríkisstjórn undir forsæti Pauls
Schliiters töpuðu verulegu fylgi í
þingkjörinu í gær og takist fors-
ætisráðherranum ekki að fá
Framfaraflokk Mogens Glistrups
til liðs við sig og halda jafnframt
velvi|ja „Róttæka vinstriflokks-
ins“ er stjórnin fallin.
Jafnaðarmenn töpuðu tveim
þingsætum en Sósíalski þjóðar-
flokkurinn vann sex. Samtals
hafa þessir flokkar nú umráð yfir
81 sæti af 179 á þingi Dana. Nýr
flokkur vann 4 sæti og hann hall-
ast á sveif með vinstrimönnum.
Það er því ljóst að „Róttæki
vinstriflokkurinn“ hefur það í
hendi sér hvort Danmörku verð-
ur stýrt af vinstri- eða hægristjóm
næstu fjögur árin. ks.
Sjá nánar á bls. 11
Miðvikudagur 9. september 1987 198. tölublað 52. árgangur
Hvalveiðideilan
Hvalveiðunum hætt
Allt útlit erfyrir að hvalveiðum íslendinga sé lokið nú ísumarog jafnvel til lengri tíma litið.
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra hittirfulltrúa Bandaríkjanna
íKanada. Hjörleifur Guttormsson: Hvað er verið að fela?
Tvö hvalveiðiskip eru á miðun-
um við talningu og áttu að
hefja veiðar á sandreyðum þegar
talningunni er lokið seinna í vik-
unni. Nú virðist ljóst að skipin
koma inn án afla og ólíklegt að
þau haldi aftur á miðin í sumar né
næstu sumur.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra og Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti hafa staðið í bréfa-
skriftum og er ljóst að Banda-
rikjaforseti hefur gert Þorsteini
Pálssyni ljóst að um leið og fyrsta
sandreyðurin verður veidd mun
viðskiptaráðuneytið leggja fram
staðfestingakæru. Flest bendir til
þess að um leið og kæran verður
lögð fram muni Japanir hætta að
kaupa hvalkjöt af Islendingum af
ótta við að Bandaríkjamenn beiti
þá viðskiptaþvingunum. Þar með
er kippt gmndvellinum undan
hvalveiðum.
Steingrímur sagði í gær að á
meðan viðræður við Bandaríkja-
menn stæðu yfir myndu veiðar
liggja niðri. Hann sagði jafnframt
að í viðræðum sínum myndi hann
taka upp endurskoðun á öllum
samskiptum þjóðanna, en vildi
hvorki játa né neita að afstaða
Völundarhúsiö rifift: Framkvæmdir eru hafnar við að fjariægja hús
timburverslunarinnar Völdundar sem Sveinn M. Sveinsson byggði í upp-
hafi aldarinnar undir timburverslun og trésmiðju. Það verður að víkja fyrir
íbúðarhverfi sem þama á að reisa, samkvæmt Skúlagötuskipulaginu sem
borgarstjómin samþykkti fyrir fáum ámm. Mynd: Sig.
VMSÍ
Sérsamband í burðarliðnum
Hrafnkell Jónsson: Náist ekki samstaða innanAlþýðusambands Austurlands bendir allt til að
fyrstivísir sékominn að sérsambandi fiskvinnslufólks. Þórarinn V. Þórarinsson: Þarfað
komastáhreintfyrir hverja VMSÍ er að semja
Eg hef ekki verið talsmaður
sérsambands fiskvinnslufólks,
en náist ekki samstaða innan Al-
þýðusambands Austurlands en
hinsvegar meðal þeirra félaga
sem gengu út af formannaráð-
stefnu VMSÍ, þá er kominn vísir
að stofnun landssamtaka fisk-
vinnslufólks, sagði Hrafnkell A.
Jónsson, formaður verkalýðsfé-
lagsins Árvakurs á Eskifirði.
Verkamannasambandið átti
fund með atvinnurekendum í gær
og lagði fram kröfugerð sína. Þar
er farið fram á að byrjunarlaun
hækki í 32.400 krónur á mánuði
auk þess sem gert er ráð fyrir fjór-
um launaflokkum með 3% bili á
milli flokka og að aldursþrepin
verði fimm.
Frekar lítið gerðist á fundinum
en ákveðið var að skipa sex
manna nefnd til að kanna kröfur
VMSÍ og kaupmáttarþróunina í
landinu. Að sögn Þórarins V.
Þórarinssonar, framkvæmda-
stjóra VSÍ, eru aðilar tilbúnir að
ræða áfram saman á þeim grund-
velli að samið sé um kaupmátt
frekar en krónuhækkanir. Er
næsti fundur ákveðinn nk.
þriðjudag.
Þórarinn sagði að fyrir þann
fund þyrfti að liggja fyrir fyrir
hverja Verkamannasambandið
væri að semja.
„Einsog málin standa í dag hef-
ur Verkamannasambandið ekki
samningsrétt fyrir okkur,“ sagði
Hrafnkell í gær.
Fulltrúar verkalýðsfélaganna í
Neskaupstað og á Seyðisfirði
gengu ekki út af formannaráð-
stefnunni og því óljóst hvort sam-
staða næst meðal félaganna innan
Alþýðusambands Austurlands
um að standa sameiginlega að
kröfugerð. Verkalýðsfélagið
Vaka á Siglufirði hefur einsog
Árvakur lýst því yfir að VMSI
hafi ekki umboð fyrir þá. Óljóst
er um afstöðu hinna níu féíag-
anna sem yfirgáfu formannaráð-
stefnuna. Ljóst er hinsvegar að
forysta VMSÍ leggur ofurkapp á
að finna lausn á deilunni sem
komin er upp.
-grh/Sáf
Sjá bls. 3
íslendinga til hersetunnar yrði
þar til umræðu.
Utanríkismálanefnd kemur
saman til fundar í dag, en nefnd-
armenn eru mjög óánægðir með
að þeir skuli ekki hafðir með í
ráðum í jafn viðkvæmu deilu-
máli.
Það var Hjörleifur Guttorms-
son sem fór fram á að utanríkis-
málanefnd yrði kölluð saman.
„Það hefur verið farið mjög leynt
með bréfaskriftir Þorsteins Páls-
sonar og Reagans og innihald
þeirra hvorki verið kynnt nefnd-
armönnum né fjölmiðlum," sagði
Hjörleifur í gær. -Sáf
Sjá viðtal við Hjörleif
Guttormsson á bls. 3
Húsnœðismálin
Stórfundur
í haust
Á tta félagasamtök
þinga umfélagslegt
húsnœði
„Það hefur náðst mjög jákvæð
samstaða og samstarf um hús-
næðismálin milli átta félagasam-
taka. Þau eru Öryrkjabanda-
lagið, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp,
Stúdentaráð, Samtök aldraðra,
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema, Búseti og Leigjendasam-
tökin,“ sagði Reynir Ingibjarts-
son, framkvæmdastjóri Húsnæð-
issamvinnufélagsins Búseta i gær,
en félagsmenn í samtökum þess-
um eru um 40.000 talsins.
Að sögn Reynis stefna þessi fé-
lagasamtök að því að halda ráð-
stefnu um félagslegt húsnæði
hinn 23. október, og verða þar
kynntar ítarlegar tillögur um
hvert beri að stefna. „Einnig
verður vart vaxandi áhuga hjá
sveitarfélögunum á því að breytt
verði um stefnu í húsnæðismálun-
um, og því munu mörg þeirra
væntanlega sýna þessari ráð-
stefnu áhuga,“ sagði hann.
„Það sem er núna í deiglunni í
húsnæðismálunum er það helst
að félagasamtök af ýmsu tagi og
sveitarfélögin eru að þreifa sig
áfram um að ná samstöðu með
ríkisvaldinu um leið út úr ógöng-
unum, en allar breytingar að und-
anfömu virðast hafa skapað ný
vandamál.
Það er að renna upp fyrir fólki
að síðustu breytingar á húsnæð-
islögunum voru slys. Þar vegur
þyngst sjálfvirkriin, hversu kerfið
er opið og að stórir hópar hafa
verið skildir eftir. Viðhorfs-
breytingin núna er ekki síst af-
raksturinn af okkar starfi undan-
farin ár. Til dæmis em augu
stjómenda atvinnufyrirtækja,
sérstaklega utan Reykjavíkur, að
opnast fyrir því að það sé þeirra
hagur að koma inn í þessi mál og
stuðla að því að tryggja fólki
húsnæði," sagði Reynir. HS