Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 19
Genesis: Sex tilnefningar.
II að mynda
Almennt talað
Tónlistarmyndbönd eru nú-
orðið hluti tónlistariðnaðarins í
heild. í>að sem áður var undan-
tekning er nú orðið að reglu, eitt
eða fleiri lög af hverri breiðskífu,
sem út kemur á vegum stærri út-
gáfuaðilanna, er skreytt lifandi
myndum á bandi og dreift til
sjónvarpsstöðva út um allan heim
og víðar. Jafnvel alla leið norður
á Farsældarfrónið fjöllum prýdda
með móðuna allt um kring. Það
þykir hámark bjartsýninnar að
ætla sér að gera lag vinsælt án
aðstoðar myndmiðilsins. Gott
myndband getur oft rifið býsna
slappa tónsmíð upp í hæstu hæð-
böndin fóru að gerast æ stærri
hluti dagskrár margra stöðva, og
jafnvel eina dagskrárefnið, s.s.
hjá MTV, fóru viðhorfin að
breytast. MTV borgar árlega
háar upphæðir til útgáfufyrir-
tækjanna fyrir sýningarrétt á
myndböndum og hafa flestar aðr-
ar sjónvarpsstöðvar, alltént þar
sem MTV starfar einnig, þurft að
sætta sig við það sama. Það hefur
þó ekki gengið átakalaust. Nýj-
asta dæmið um það er Ástralía,
en MTV er nýbyrjað að senda út
fyrir ýmsa þætti músíkvídeógerð-
ar. Má kannski segja að þarna sé
um e.k. Óskarsverðlauna/
Grammyhátíð að ræða í sama
pakkanum. Veitt eru verðlaun
Peter Gabriel: Slaghamarinn slær í gegn.
ir, á meðan laklega unnið vídeó
getur lagt gæðapopp í gröf sína og
kransinn ofan á. Það er því ekki
að ástæðulausu, að mikið er til
myndanna kostað nú til dags.
Líklega má telja Bítlana sálugu
upphafsmennina að þessu öllu
saman. 1967 gáfu þeir út klassik-
erinn Strawberry Fields Forever,
og gerðu jafnframt mjög svo
framúrstefnulega og sýrukennda
kvikmynd við lagið, til sýningar í
sjónvarpi. En það leið langur tími
áður en fleiri fylgdu í kjölfarið,
svo orð sé á gerandi. Flestir telja,
og það með nokkrum rétti, að
skriðan hafi farið af stað eftir að
Queen gerði myndband sitt við
Bohemian Rhapsody árið ’74.
Síðan þá hefur mikið vatn til sjáv-
ar runnið og tónlistarmyndbönd-
in orðin tíðari gestir en veður-
fræðingar á heimilum sjónvarps-
glápenda um veröld víða. Þessum
vinsældum hafa fylgt nokkur
vandræði. Til skamms tíma fengu
sjónvarpsstöðvar þetta efni til
sýninga sér að kostnaðarlausu,
þar sem talið var að þau hefðu
fyrst og fremst auglýsingagildi
fyrir tónlistarmennina og útge-
fendur þeirra. En þegar mynd-
dagskrá sína þarlendis. Þeir lýstu
því yfir að þeir myndu greiða sín
gjöld þar sem annars staðar, og
nú er svo komið að útgefendur
krefjast hins sama af öðrum ástr-
ölskum stöðvum. Þessu var tekið
með miklu bauli og kveinstöfum,
segjast forsvarsmenn ástralskra
sjónvarpsstöðva engin efni hafa á
slíku. Margar stöðvar hafa svo til
hætt að sýna músíkmyndbönd,
aðrar hafa leitað til sjálfstæðra
útgefenda eftir efni til sýningar.
Flestum þykir þó einsýnt að Ást-
ralir neyðist til að sætta sig við að
borga íyrir efnið sem aðrir. Því
það kann vart góðri lukku að
stýra að hætta sýningum á jafn
vinsælu efni og þessu.
Þegar pláss leyfir mun ég fjalla
um tónlistarmyndbönd sem á
boðstólum eru í verslunum og á
leigum hérlendis og annað sem
að þessum miðli lýtur. Ekki verð-
ur endilega reynt að eltast við það
nýjasta, eins og gert er með
plötur, heldur reynt að bera sem
víðast niður á markaðnum. Búið.
Músíkvídeó órsins ’86
Á föstudaginn var, þann 11.
september, veitti MTV verðlaun
eins og fyrir leikstjóm, klippingu,
dansa, sviðsframkomu (Stage Vi-
deo) o.s.frv., auk þess sem veitt
eru verðlaun fyrir besta mynd-
bandið, besta „karlmyndbandið”
og besta „kvenmyndbandið”.
Þegar þetta er skrifað eru úrslit
ekki kunn, en verða það vonandi
í næsta Heygarðshorni. En línur
eru samt nokkuð skýrar í flestum
tilvikum.
Peter Gabriel fær manna flest-
ar tilnefningar fyrir Sledgeham-
mer, eða níu talsins. Alls eru
flokkarnir sextán, en sumir
þeirra (s.s. „kvenmyndbönd” og
sviðsmyndband) útiloka hann,
þannig að segja má að hann sé
alls staðar með þar sem því verð-
ur við komið. Aðrir sem oft em
nefndir til sögunnar eru U2 (With
og without you, 6 tilnefningar),
Steve Winwood (Higher Love, 6
tilnefningar), Paul Simon (Boy in
the Bubble, 4 tilnefningar) og
Genesiss (Land of Confusion, 6
tilnefningar). Madonna á tvö lög
í flokknum „kvenmyndbönd”;
Papa Don’t Preach og Open
Your Heart. Þá má geta þess að
bæði Peter Gabriel og Paul
Simon eiga tvö lög í þessu verð-
launakapphlaupi, lag Gabriels;
Big Time, er útnefnt tvisvar, en
You can call me A1 frá Paul
Simon er útnefnt einu sinni. Ann-
ars líta helstu flokkarnir svona út:
Myndband ársins:
Peter Gabriel: Sledgehammer.
Genesis: Land of Confusion.
Paul Simon: Boy in the Bubble.
Steve Winwood: Higher Love.
U2: With or Without You.
Besta „karlmyndbandið”:
David Bowie: Day in, Day out.
Peter Gabriel: Sledgehammer.
Robert Palmer: I didn’t mean to
turn you on.
Paul Simon: You can call me Al.
Steve Winwood: Higher Love.
Besta „kvenmyndbandið”:
Kate Bush: Big Sky.
Janet Jackson: Nasty.
Cindy Lauper: True Colors.
Madonna: Papa don’t preach.
Madonna: Open your Heart.
Besta hljómsveitarmynd-
bandið:
Bangles: Walk like an Egyptian.
Crowded House: Don’tdream it’s
over.
Eurythmics: Missionary Man.
Talking Heads: Wild Wild Life.
U2: With or Without You.
(Hvar er Genesis????)
Besta sviðsmyndband
Bon Jovi: You give Love a bad
Name.
Bon Jovi: Livin’ on a Prayer.
Run DMC: Walk this Way.
Bruce Springsteen: War.
Bruce Springsteen: Born to run.
Látum þetta nægja um mynd-
bönd að sinni.
Sunnudagur 13. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA
Norræni Genbankinn
Lausar stöður
Norræni Genbankinn er ein af stofnunum
Norðurlandaráðs staðsettur á Skáni í Svíþjóð
skammt frá Malmö. Stofnunin auglýsir eftir um-
sóknum í þrjár stöður á eftirtöldum sviðum.
Gagnastjórnun
Starfsmaður ber ábyrgð á gagnagrunni bankans,
þróun gagnakerfis, tölvuvæðingu og tekur þátt í
öðrum störfum stofnunarinnar.
Erfðaefni
Starfsmaður ber ábyrgð á söfnun, fjölgun og við-
haldi erfðaefnis, að skipuleggja „svæðisvernd-
un“ á vegum Genbankans, auk þess að taka þátt
í annarri starfsemi bankans.
öðrum ofangreindra starfsmanna verður að auki
falið að vera aðstoðarforstjóri stofnunarinnar.
Skrifstofa
Starfsmaður skal bera ábyrgð á skrifstofu bank-
ans, skjalavörslu og bókasafni.
Hæfniskröfur
Gagnastjórnun: Háskólamenntun í líffræði auk
tölfræði og gagnameðhöndlun. Reynsla á sviði
plöntukynbóta og/eða jarðræktar er kostur.
Erfðaefni: Háskólamenntun í líffræði með
áherslu á sviði erfðafræði og grasafræði.
Reynsla á sviði hagnýtrar erfðafraeði og jarð-
ræktar er kostur.
Skrifstofa: Ritaramenntun, fyrri reynsla af hlið-
stæðum störfum, færni í vélritun og notkun tölva.
Gott vald á einu norrænu máli, auk ensku.
Laun samkvæmt opinberum sænskum launa-
samningum auk staðaruppbótar, sem er allt að
ÍKR 20.000 á mánuði ef starfsmaður er ekki
' sænskur ríkisborgari.
Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir
forstjóri NGB Dr. Ebbe Kjellqvist, sími 90-46-40-
415000 og á íslandi, Þorsteinn Tómasson for-
stjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
Keldnaholti, sími 82230.
Umsóknir um ofangreindar stöður skulu berast
eigi síðar en 15. október og sendast til:
Norræni Genbankinn (NGB)
Box 41
S-23053 Alnarp
Sverige
A
Starfsmaður óskast á
sambýli aldraðra
Sambýli aldraðra - Skjólbrekka - sem starfrækt
er í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt
starf.
Um vaktavinnu er að ræða. Jafnframt vantar
starfsmann í hlutastörf frá kl. 17-20 virka daga.
Nánari upplýsingar veitir forstööumaður í síma
45088.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skjólbrekku,
Skjólbraut 1 A Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til 21. september n.k.
Félagsmálastjóri
Ritari
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í
utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar
vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð
fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa í sendi-
ráðum íslands erlendis.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist uranríkisráðu-
neytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavík fyrir 17.
september n.k.
Utanríkisráðuneytið