Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 9
á tilveninni... „Okkar hugmyndafræði gerir ekki ráð fyrir því að hægt sé að þvinga neinn til að vera hjá okk- ur. Viðkomandi gæti þá ekki til- einkað sér það sem við erum að segja og kenna. Við getum ekki byggt fólk upp sem ekki leggur sitt af mörkum. Við segjum ekki við krakkana að þeir séu alkar eða dópistar, við veltum okkur ekki upp úr fortíðinni. Hug- myndafræði okkar er grund- völluð á tólf reynslusporum AA- samtakanna, rétt eins og á hinni þekktu Hazelden-stofnun í Bandaríkjunum. Pessi aðferð - reynslusporin - hefur dugað öllum vel, og hún nýtist ættingj- um og venslafólki líka. Við leggj- um einmitt áherslu á að ein- skorða okkur ekki við einstakl- inginn heldur munum við kynna okkur vandlega hið félagslega umhverfi hans.“ - MeðferÖin tekur eitt ár. Má ekki búast við að krakkarnir stingi hreinlega af? „Auðvitað verðum við að gera ráð fyrir því. Pess eru dæmi af erlendum meðferðarstöðvum - og þeim sem eru hér á landi - að fólk vilji ekki tileinka sér það sem upp á er boðið. Og ef einhver vill fara og honum verður ekki talið hughvarf - þá fer hann náttúr- lega.“ - Verðið þið með strangt kerfi í Krísuvíkinni? „Ekki að okkar mati sem lifum sæmilega eðlilegu lífi og erum reiðubúin að samþykkja boð og bönn þjóðfélagsins. En sjálfsagt á mörgum eftir að þykja kerfið hjá okkur strangt - einkum í fyrstu. Krökkunum finnst kannski alger óþarfi að vera neitt að bursta í sér tennurnar, búa um rúmið og þvo upp, svo dæmi séu tekin. Við verðum að byrja á því að láta þau aðlaga sig að grund- vallarreglum mannlegs lífs. Það verður heilmikið átak fyrir krakka sem kannski er búinn að vera á vergangi mánuðum sam- an. Ég get líka trúað því að sumum veitist erfitt að fara að læra aftur. En skólinn er það sem við leggjum mikla áherslu á. Okkur er metnaðarmál að byggja hann sem best upp og munum eiga gott samstarf við fræðsluyfir- völd í þeim efnum." - Verður ekki erfitt fyrir ung- lingana að aðlaga sig daglegu lífi eftir árs einangrun á meðferðar- stofnun? „Þau fara út í lífið á þessum tíma með leiðbeinendunt Krísu- víkurskólans. Þau munu líka taka þátt í mikilvægu starfi í Krísuvík og þannig aðlagast þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaðn- um. Samtökin verða líka með skrifstofu og bækistöð í Reykja- vík og þangað geta okkar krakkar leitað eftir þörfunt. Við munum styðja við bakið á þeim eftir megni þegar þau byrja að takast á við lífið. Síðast en ekki síst verð- um við með fjölskylduráðgjöf á okkar vegum og þar munum við bæði reyna að bæta úr málum og finna einhvern úr fjölskyldunni sem getur verið unglingnum til aðstoðar.“ -Nú er viðbúið að sumirgeti alls ekki leitað heim aftur, ertda er fjöl- skyldan oftar en ekki í upplausn. Hvert geta þeir farið? „Við munum trúlega finna eitthvað annað í staðinn. Þessir krakkar verða í sterkum tengsl- um við okkur - og við getum hugsanlega myndað stórfjöl- skyldu sem þau geta ávallt leitað til-“ -hj. Snorri W. Felding: Reiknum með að geta fljótlega tekið við 20 krökkum. Meðferð- in tekureittár. Þeirsem versteru settir verða að leita annað Hans Henttinen: A tveimur árum hafa 130 börn og unglingar leitað til okkar Sunnudagur 27. september 1987 |ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.