Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 5
Klara móðir Garris : Hún fylgir honum hvert á land sem er. bókinni. Þar er rætt um hina so- vésku „skákmafíu", um „skugga- baldra sem forðast ljós sann- leikans“. Þar með er átt við þá Karpov og Campomane sem Kasparov spyrðir saman í skrýmslið Karpomanes. Hann telur að Fide lúti stjórn „gjör- spilltrar klíku“ og að Sovéska skáksambandið hafi orðið undir keisaralegum tilburðum Karpovs að „sambandi gegn skáklistinni". Höfðingjum þess sambands líkir hann helst við nornirnar í leikriti Shakespeares Macbeth sem „brugga mönnum eitraðan drykk“. Kasparov ætlar ekki aðeins að verja sinn heimsmeistaratitil í Se- villa í október. Hann ætlar ekki að linna sínum látum fyrr en hann hefur hrakið Campomane og klíku hans úr forystusveit Fide: „Eigi mun ég láta deigan síga fyrr en réttlætið hefur sigrað“. Bjartsýni hans er meðal annars byggð á því, að hann sjálfur sé bam umbrotatíma þeirra sem Gorbatsjov hafi góðu heilli leitt yfir Sovétríkin (sjá sérstaka klausu hér á opnunni - en Karpov sé aftur á móti afsprengi hinna drungalegu stöðnunartíma Bréz- hnevs. Kasparov er sem fyrr segir mjög dómharður - rétt eins og í skákinni sér hann í mannlífinu aðeins svarta menn og hvíta - þá sem, eru á móti honum og þá sem eru með honum. Sérstakur kafli er helgaður svikaranaum - Jev- gení Vladimirov, sem árum sam- an var einn af þjálfurum Kaspar- ovs. Þegar Kasparovs hafði tapað þrem skákum í röð í þriðja einvígi þeirra Karpovs taldi hann sig finna í Vladimirov „njósnara í eigin herbúðum" sem hefði kom- ið leynilegum áformum Kaspar- ovs til Karpovs. Ég er bestur Kasparov er ekki í minnsta vafa um eigið ágæti. Hann telur sig fremsta skákmann allra tíma Undrabarnið (il hægri) teflir við Tal: hef ekki um annað hugsað síðan ég var sjö ára... og undanskilur þá ekki Bobby Fischer, sem hann ber annars hina mestu virðingu fyrir. Kasp- arov nefnir m.a. þrjú dæmi sem eiga að sýna fram á það að hann sé Fischer fremri (þeir fengu aldrei tækifæri til að reyna með sér, því Fischer tefldi síðast árið 1972). Dæmin eru þessi: Þegar Kasparov var enn barn að aldri skoðaði hann jafnteflisskák milli Botvinniks og Fischers og fann í henni mikil- vægan leik sem þessir heimsmei- starar báðir höfðu látið sér sjást yfir. Kússneskur útlagi hefur lagt mjög erfiða skákþraut fyrir marga stórmeistara og til þessa hafa aðeins Fischer og Kasparov getað leyst hana. En Fischer varð að hafa fyrir sér taflborð og menn, Kasparov leysti þrautina í huganum. Fischer og Kasparov urðu stór- meistarar á svipuðum aldri, en Fischer varð ekki heimsmeistari fyrr en hann var 29 ára, Kasparov náði hinsvegar titlinum aðeins 22 ára að aldri, Móðir og sonur Garri Kasparov er kominn af metnaðargjörnu menntafólki. Faðir hans, Kim Winestein, var gyðingur, og lést tæplega fer- tugur úr lungnakrabba, þegar einkasonurinn Garri var aðeins sjö ára. Móðir hans, Klara, mikill kvenskörungur, er Armeni. Þau mæðginin tóku skömmu eftir dauða föður drengsins þá ákvörðun að hann skyldi leggja fyrir sig skák. Tveim árum síðar komu ættingjar sem heimsóttu drenginn á spítala eftir botnlangauppskurð að rúmi hans auðu: sjúklingurinn var að tefla fjöltefli gegn tíu læknum. Þegar Garri var ellefu ára spáði Mikhaíl Botvinnik, fyrrum heimsmeistari, því að hann yrði heimsmeistari í skák einn góðan veðurdag. Um sama leyti skipti hann um nafn, lagði niður ættar- nafn föðurins og tók upp ættar- nafn móðurinnar, Kasparov (ætti eiginlega að vera Kasparjan á armenska vísu). í bók sinni fullvissar Garri lesendur um að hann hafi alls ekki viljað með þessu fela sinn gyðinglegan upp- runa - og veltir reyndar vöngum yfir því sérstaklega hvers vegna svo margir gyðingar eru í hópi hinna fremstu skákmanna. Hann segir að hann hafi alist upp í fjöl- skyldu móður sinnar og það hafi verið eðlilegt að taka hennar ætt- arnafn. Klara Kasparova hætti árið 1981 störfum (hún er verkfræð- ingur) og hefur síðan helgað sig algjörlega frama sonar síns. Þau mæðgin eru mjög samrýmd, og hefur ekki vantað háðsglósur frá liðsmönnum Karpovs um að Garri sé mesta mömmubarn („hann talar gegn Campomanes ef mamma leyfir"). Sínar erfið- ustu stundir áttu þau 1985 þegar Karpov var kominn fimm vinn- inga yfir Kasparov í einvíginu sögulega - þau óttuðust mjög að snúa heim til Bakú eins og „barð- ir hundar“ og Klara var hrædd um að sonur hennar þyldi ekki vonbrigðin og lenti á taugahæli. En vinátta móður og sonar styrktst enn við þá þolraun alla. Einagrun undrabarns Sem fyrr segir hafði Kasparov þegar á sjö ára aldri einsett sér að verða heimsmeistari og hefur ekki um annað hugsað síðan. Af sjálfu leiðir að hann hefur frá fáu að segja sem ekki kemur skák við, varla að hann hafi nokkurt einkalíf átt (frekar en undrabörn í fiðluleik eða fimleikum). Kasparov þekkti lítið til jafn- aldra sinna, snemma umgekkst hann og vingaðist við manneskj- ur sem voru tölvert eldri en hann. „Mér finnst að ég hafi að mörgu leyti verið rændur bernsku minni“, segir hann á einum stað.' Á öðrum segir hann: „Það var hlúð að mér eins og sj aldgæfri hit- abeltisplöntu í fullkomnu gróður- húsi.“ Vinkonur hans hafa yfirleitt verið eldri en hann, og um tveggja ára skeið var hann „náinn vinur“ leikkonunnar Marínu Ne- jolovu, sem ver sextán árum eldri en hann. Kasparov kann ekki að dansa og hefur aðeins einu sinni drukkið sig fullan, þá var hann sautján ára. Hann les allmikið, gæðareyf- ara jafnt sem heimspekinga og svelgir bækur í sig með hundrað síðna hraða á klukkustund. Hann er eins og margir afreksmenn í keppnisíþróttum hjátrúarfullur vel - telur að þrettán sé sín happ- atala, og hefur þann sið að velja sér einhvem vin eða kunningja að „verndargrip" sem færi hon- um gæfu. ÁB tók saman. Prentarar Blaöaprent hf. óskar að ráöa offsetprentara til starfa sem fyrst. Vaktavinna. Blaðaprent hf. Síðumúla 14. Sími 685233. Laxveiði - silungsveiði - hafbeit Andakílsá, Andakílshreppi er til leigu næsta eöa næstu veiöitímabil. Um er aö ræða bæöi lax- og silungsveiði. Mjög góðir hafbeitarmöguleikar. Tilboöum sé skilað fyrir 25. október 1987 til Péturs Jónssonar, Hvanneyri, sími 93-70004 sem einnig veitir nán- ari upplýsingar. Réttur er áskilinn til að taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum Húsnæði óskast 2-4 herbergja ibúö eöa einbýlishús óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofu Dagsbrúnar í síma 25633, utan/eftir skrifstofutíma í síma 21471. Loftpressur fyrir Landspítaia Óskaö er tilboða í tvær loftpressusamstæður fyrir Landspítala. í hvorri samstæöu er loftpressa, eftirkælir, þrýstikútur og loftþurrkari. Helstu stærðir eru: Hámarksnotkun kerfisins er 1,5 m 3/mín. Afköst loftpressu eru 3,2 m 3/mín og skal hún vera olíufrí. Vinnuþrýstingur er 8 bar. Loftkútur er 2500 lítra. Útboösgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, á kr. 1.000.-. Tilboð verða opnuð á sama staö miövikudaginn 21. okt. kl.11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sirpi 26844 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í brunaviö- vörunarkerfi fyrir Borgarleikhúsiö. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. október n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sirni 25800 Dagheimilið Steinahlíð Við óskum eftir starfsfólki í 75% starf. Upplýsing- ar í síma 33280. Ritari óskast Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða ritara til starfa að Keldnahoiti. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar í síma 82230. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sunnudagur 27. september 1987 | ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.