Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 19
TSOL _ A-e ftomé’ Bandaríska kraftrokksveitin True Sounds Of Liberty er vænt- anleg hingað til lands núna um mánaðamótin. Þeir eru líklega öllu þekktari sem TSOL. Munu þeir halda hér tvenna tónleika, þá hina fyrri í Casablanca 1. okt. en hina síðari í íslensku óperunni að kvöldi 2. okt. og feta þar með í fótspor ekki ómerkari manna en Megasar, hins sáluga Kukls og landa sinna í Smithereens. TSOL kemur frá L.A., hóf feril sinn í kringum 1980 og var þá pönksveit hin mesta. Tónlistin hefur þróast nokkuð í gegnum árin, einsog við er að búast hjá jafn góðri sveit. Nú spila þeir kraftmikið rokk með argandi gítar og hálföskr- andi söngvara, sem líkt hefur ver- ið við Jim heitinn Morrison af einhverjum ástæðum... Ef marka má nýjustu plötu þeirra, Hit and Run, er óhætt að mæla með þeim við alla unnendur kraftmikils og safaríks rokks, á jaðri báru- járnsins, án þess þó að fara yfir strikið. Góð blanda af pönki og pjátri á leiðinni - vér mælum með mætingu góðri. I upp- hafi Þegar loksins var kveðinn upp dómur í máli hans var honum al- veg farið að standa á sama. Ævintýrin í höfði hans voru óháð tíma og rúmi, allt hans frelsi rúm- aðist innan veggja fangaklefans, hann þurfti ekki annað. Frelsi, fannst honum, var það eina sem skipti máli, og frelsið sem slíkt var algjörlega óbundið öllum ytri skilyrðum. Hann sat því frjáls í klefa sínum og gaf skít í allt. Hann ferðaðist til Afríkustranda á fimmtudaginn síðasta, þá ný- kominn úr faðmi ungfrú alheims, sem hann hafði hitt fyrir tilviljun á gamla diskótekinu sínu í Ham- borg. Það hafði verið góð nótt. Ef allir væru eins frjálsir og þessi ágæti fangi, eða ef þeir gerðu sér grein fyrir frelsi sínu öllu heldur, þá væri ekki amalegt að vinna í bakaríi. Frakkinn minn er farinn að trosna hér og þar á saumun- um, bráðum á ég ekki lengur frakka, heldur aðeins tvær ermar og undarlegan borðdúk. En það dugar iítið að sýta það, gamla lopapeysan sem ég á ekki til verð- ur bara að koma í hans stað. Þetta sýnir bara hvað ég er frjáls, þrátt fyrir að ég sitji ekki í grjótinu þessa dagana. Og af hverju vinn ég þá ekki í bakaríi, kann einhver fávís lesandi að spyrja sjálfan sig og aðra, en þvflíkri spurningu ætla ég ekki að svara, enda ekki til þess skapaður að svara spurn- ingum frekar en kötturinn káti hann Njáll. Ég nota mitt frelsi bara til einhvers annars í staðinn, eins og t.d. að sleikja rjómaís á mánudagsmorgnum, fara ekki á skíði eða landsleiki, ganga í rönd- óttri skyrtu og borða ýsu með sveppasósu og drekka rauðvín með. Það er annars undarlegt með þetta frelsi, hversu bindandi það er. Þegar maður horfist í augu við þessa staðreynd, að maðurinn er alltaf frjáls og getur alltaf gert nákvæmlega það sem honum dettur í hug, er eins og einhver skömmustutilfinning læðist að manni, vegna lélegrar nýtingar. Manni finnst maður verða að gera allt sem mann langar til - en gerir það auðvitað ekki. Þess vegna reyni ég að telja sjálfum mér trú um, að það sé hluti af frelsinu að gera hlutina ekki, jafnvel þó mann langi til þess. Og svona í fljótu bragði virðist mér ekkert athugavert við þá túlkun. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa meira núna - þó mig dauð- langi. tininir prúðu meðlimir TSOL... Örn Jósepsson U NKMR f P/ASfi BLA-BLA Það hefur varla farið framhjá neinum, að ótrúlegur fjöldi af ís- lenskum hljómplötum hefur litið dagsins ljós á þessu herrans ári. En það hefur sannast eftirminni- lega að magn er ekki endilega sama og gæði. Þannig eru þær teljandi á fingrum annarrar hand- ar, skífurnar sem hægt er að mæla með án þess að roðna frá haus oní tær og skammast sín fyrir óheiðarleikann. Og enn er gefið út. Því miður reynist ekki þörf á hinni hendinni þrátt fyrir þessa plötu, sem hér verður lítillega fjallað um. Önnur hendin og fingur hennar duga ennþá. Ég skil reyndar ekki alveg hvað þeir eru að fara, drengirnir í Dada, á þessari skífu sinni. Og ég skil ekki heldur, hvað það á að fyrirstilla að útgáfufyrirtæki eins og Steinar skuli taka þá upp á arma sína. Það er akkúrat ekkert varið í þessa blessuðu plötu. Hvert lagið öðru innihaldslausara og staðn- aðra. Fjögur lög af fjórum af plötunni eru yfirþyrmandi leiðin- leg. Nú þykir eflaust sumum sem ég sé einum of harðorður, og má það vel vera að ég sé það. En þetta er nú einu sinni mín skoðun og ég nenni bara ómögulega að fela hana í orðavaðli um góðan hljóðfæraleik og útsetningar og annað slíkt. Víst geta þeir spilað þokkalega, en þeir hæfíleikar ný- tast illa á þessu plasti. Öll þessi lög hefur maður heyrt minnst 567 sinnum áður með jafn mörgum flytjendum af ýmsu þjóðerni. Það er sök sér að syngja á ensku og ekkert athugavert við það í sjálfu sér, en hér vottar bara hvergi fyrir frumleika þeim og ferskleika sem einkennir margar þær hljómsveitir, sem nú standa og naga þröskulda útgefenda, ár- angurslaust. Vonandi kemur betri tíð með blóm í haga, hjá þeim í Dada og öllum öðrum. Finídó. * BAND HINNAR HEILÖGU GLEÐI The Band of Holy Joy er unda- rleg hljómsveit. Eða sérstök öllu heldur. Hljóðfæraskipan er nokkuð á annan veg en maður á að venjast, þarna eru fiðlur, banjó, lúðrar oghljómborð ýmiss konar í fyrirrúmi, trommuleikur eins einfaldur og hægt er að hugsa sér og gítarinn er bara ekki til svæðis, eða svo gott sem. Þeim hefur verið lfkt við írsku sveitina The Pogues, en það finnst mér ekki beint sanngjarnt, hvorki í garð B.O.H.J. né Pogues. Textar Bandsins eru mun eitraðri og beinskeyttari, jafnframt því að tónlist þeirra er mun fágaðri og betur flutt. Þetta er ákaflega mel- ódískt þjóðlagarokk, og er reyndar á mörkum þess að geta yfirleitt talist rokk af nokkru tagi. Það breytir því þó ekki, að þessi plata, More Tales From The City, er ákaflega skemmtilegur gripur á að hlusta og velkomin viðbót í plötusafnið. Gott mál. REM Nýjasta afkvæmi ammrísku strákanna í REM ber heitið Document. Það fer ekkert á milli mála að þetta er ein besta sveit sem komið hefur að westan í langan tíma. Þetta hafa þeir reyndar sýnt fram á fyrir löngu, en þessi nýjasta breiðskífa ætti að duga til að sannfæra alla þá, sem hugsanlega hafa einhverjar efa- semdir þar um ennþá. Ellefu lög eru laglega skorin í plastið og hljóma hvert öðru betur. Melód- ískt, en jafnframt kraftmikið rokkið hljómar eins og eitthvað annað en ég get hugsanlega lýst hérna, það hljómar altént vel f mínum eyrum. Gítarinn hefur færst talsvert framar í lögunum en áður var, og virðist það reyndar einkenna býsna margar hljómsveitir nútildags, þessi aukna áhersla á gítarinn, eftir nokkra lægð þar sem gítarinn hef- ur horfið í skuggann af óhóflegri hljómborðsnotkun. REM verður reyndar seint sakað um óhóflega hljómborðsnotkun, en gítarinn er kominn framar í útsetningarn- ar eigi að síður og er það vel. Mér finnst gítarinn nebblega svo ægi- lega skemmtilegur. Þessi plata er hinn mesti stólpagripur og óþarfi að segja nokkuð meira um það... Pink Floyd (dag: Gilmour og Mason. Wright fær ekki að vera með af einhverjum ástæðum. ÞEIR GOMLU - I. Pink Floyd með nýja plötu- ja hérna hér og svei mér þá. Ég var óneitanlega spenntur, þegar ég fékk breiðskífuna A Momentary Lapse of Reason í hendurnar hér um daginn. Ég átti von á að heyra eitthvað nýtt, sem annaðhvort væri handónýtt eða þrælgott, nú þegar Waters hafði yfirgefið skútuna. En ég átti engan veginn von á því sem ég heyrði. Því þó að Waters hafi horfið og þarmeð tekið túeð sér sína eilífu móður- komplexa, hvílir enn sama dóma- dagssvartsýnin yfir hverjum tón og orði. Það eitt og sér er svo sem allt í orden, en þegar við bætast sömu gömlu síma/útvarpseffekt- arnir á milli laga og annað þess háttar sem loðað hefur við sveitina í öll þessi ár, finnst manni einhvern veginn einsog eitthvað vanti - eða að einhverju sé of- aukið-nema hvorttveggja sé. En ég gerist þó ekki svo óforskam- maður að segja þetta lélega plötu. Slíkt er bara ekki hægt að segja. Gilmour, sem nú hefur tekið við hlutverki Waters, er ágætur lagasmiður og ef menn hafa gaman af því að sökkva sér niður í eymd og volæði ættu text- arnir ekíci að skemma fyrir held- ur. Spilamennskan er nokuð, sem ekki er hægt að setja útá nú frekar en áður. Ég held ég megi segja að brottför Waters hafi alls ekki skaðað Pink Floyd tónlistar- lega séð, en hún hefur ekki bætt neitt úr skák heldur. Þeir vinna tæplega hylli nýrra áheyrenda með A Momentary Lapse of Reason, en gamlir og tryggir að- dáendur (eins og ég) láta plötuna varla framhjá sér fara. En það hljómar einmitt eins og Gilmour og félagar hafi einfaldlega ekki þorað að hverfa um of frá fyrri stefnu af ótta við að missa þá gömlu og fá enga nýja í stað- inn...hmmm. I dag verður ekkert fjallað um Cliff Richards.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.