Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 16
íslensk tunga á eriendri grundu Nú er langt í burtu landið bjarta, en logar þó í huga mínum eins og fyrrverandi kola sem maður reynir smám saman að slökkva á því nú er maður mættur í myrkviði innbæjarins mikla við Hudson bei sem er ákveðið ókei þó viðbrigðin bregði manni fyrstu skrefin út úr leigubílnum og helli úr fötu yfir mann og konu og þeirra teski sem snemmbær ind- verji ber okkur úr skotti að dyr- um. Velkomin bakk hrópa sam- verjar hans út úr Pízza-staðnum við hliðina og sú gleði þeirra hrekkur manni þó æri skammt því hvað er íslendingur erlendis annað en sauðburður á hausti? Hvað erum við íslendingar að vilja erlendis þegar við byggjum besta þjóðfélag seinni tíma og erum svo huggulega í sveit settir að hafa bæði fjöll og firnindi og þúfur og þægindi. Sambands- lausir við umheiminn verðum við þá fyrst þegar við flettum okkur úr landi og þykjumst ætla að núa nefjum við önnur ný, betri og stærri. Rifin uppúr raungjótunni verður þjóðarsálin lítið annað en rifrildis-tau sem flöktir einmana- legt á hinum alþjóðlega himni og þó hún geti svosem blakt með öllum hinum kynsystrum sínum framan við byggingar eins og Sameinuðu þjóðirnar. Og ein- mítt þannig líður manni fyrsta sólarhringinn í hinum nýja heimi, eins og brjálaðri birkihríslu sem rifin hefur verið upp með rótum úr köldum kinnum íslands og flutt á snúningshraða jarðarinnar í skýjakljúfaborg og sett þar nið- ur með settlegum sedrusviði og rósmarínkáli á bakvið gler og stál. Hvaða erindi á hamslaus og heiðbjartur öræfahugur hingað í rúðustrikaðan og reglustiknandi heim neðanjarðarlesta og nafn- spjalda? Það er spurning sem ekkert How are you doing getur svarað. Nei, íslendingurinn verð- ur skyndilega að engu, að mý- flugu, þegar hann drepur fæti á þá mykjuskán mannlegrar reynslu sem kölluð er stórborg erlendis, og getur létt tekið undir í gömlu dægurlagi: Ég er núll og ég er nix því ég er kominn útí heim. Og núllið fellur sjálfkrafa yfir höfuð manns á herðar og þrengir smám saman að hálsi þar til kæfður er allur sá andi sem norðangjólan blés manni í brjóst undir brottför-departure-skiltinu á melnum ofan við Keflavík. Eitt það fyrsta sem slær mann og slær mann eiginlega strax í fremstu sætaröð flugs 615 - er sú staðreynd að erlendir menn skilja hvorki né tala íslensku. Þetta er hin stóra tragedía sem heimurinn þarf að glíma við, að fara svo ægi- lega á mis við hina margslungnu töfra málsins. Og einmitt þett? setur mann alveg út af laginu þeg- ar maður stígur um borð í þessa langdrægu vél á skinnhertum velli íslenskrar ritlistar. Maður er að yfirgefa málsvæði sitt fyrir önnur stærri en slævari. Aldrei fær ljóðelsk heimsbyggðin að kynnast tónfræði þeirrar tungu sem kennd er til frostéls og fanna, sem af fáum er skilin og lítils metin af öllum: ef stef hennar berast óraveg háværra hranna, þá hverfa þau loks útí vindinn hjá nöktum fjöllum. Því að í öllum salkynnum safnkærra bókavarða jarðarinnar er aðeins ein sál sem agar mál sitt við stuðlanna þrí- skiptu grein og eflist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu. Eða svo kvað ískalt skáld í Kaup- mannahöfn á öldinni líðandi. Já það er aumt meðal naumra og við íslendingar verðum að sætta okk- ur við baðstofustemmningu í bókmenntum okkar þar sem komast fyrir í einu fleti allir þeirra ómendur og dómendur og kveðast á undir súð markaðs- smæðarinnar, krúnkast eða kíta. Það skilur okkur enginn. En þá er munur og gott að vera myndlist- armaður og kveða á alþjóðlegu táknmáli listarinnar: untitled oil on canvas. En þó ameríkanar flaggi ekki íslenskri tungu er þó uppí þeim liðugur gormur sem hoppar af manni á mann úr hverjum hljóð- bærum kima. Og þó þessar tung- ur séu frægari fyrir og færari að sleikja hvor aðra, icecream eða evrópska málaralist fyrri alda, þá tala þær mann til svo brátt stillist trommuheilinn réttum takti og hin íslenska tunga manns tekur að vefja sig utan um atkvæði og endingar sem passa í eyru kan- ans. Enda var hún víst velþjálfuð fyrir af „veru ameríska hersins og hinu kapítalíska ógeði hermangs- ins“ eins og vitringarnir í Austur- bænum nær segja þegar annað þrýtur. En þó kann hún líklega best við sig þegar hún sleikir frí- merkin sem færa fimleik hennar í réttu brageyrun heima á sjá- landinu góða. En þessi gamla og gróna tunga virkar þó ágætlega í framandi landi eins og reynsla margra rit- höfunda sýnir, þeir eru ekki ó- margir höfundarnir sem flúið hafa og búið á fimm stjörnu hót- elum í Búenos Aires til að geta sett sig inn í hugar- og raunheim íslenskra baslbænda jökuldals- heiðanna og hins sjálfdauða fólks þeirra. Með herbergisþjónustu suðrænna pikkalóa hefur jafnan fylgt á sérbúnu silfurfati skammt- ur af hinum norræna anda, þess pikkóða lóuþræls. Aðrir minni höfundar hafa svo sótt hingað til þessa lands bandamanna okkar ýmisleg námskeið í ljóðrænni ein- beitingu, persónusköpun og los- un auk þeirrar kúnstar að fela enda söguþráðar. Þannig að hinn „mállausi" heimur er okkur ís- lendingum ekki með öllu ónýti- legur. Fyrstu dagar manns er- lendis eru þó áberandi snauðir af andagift og maður er eins og ör- lítið lamaður í litla heilanum af viðskiptunum, það er ekki frá því að manni finnist allt hér þrátt fyrir stærð þess, stílfegurð, á ein- hvern hátt unaðsminna en allt heima á íslandi þar sem lífið fólksins er svo fallegt, ættfræði- legt og næs, allir hlutir fyrir hendi og bæjarlífið eins og línur í lófa manns. Hinsvegar er stórborgin með öllu sínu miskunnarleysi og öllum sínum maurildislífum í fuglabjörgunum við hraunfljót- andi breiðgöturnar. Enginn þekkir neinn og ekki einu sinni Albert. Öllum er sama um mig. Og manni líður eins og ófleygum fýlsunga, langt frá sínu upphafs- hafi, og getur sig hvergi hreyft, ekki annað gert en að æla á ók- unnuga. Umhverfis mann geltir hver gargandi af götunni, hitinn og hávaðinn renna í einn, rign- ingin er ekki rigning heldur sviti og fötin utan á þessum frægu rössum ekki föt heldur einhvers- konar forhúð. Mannlífskássa heitir hún víst fyrir utan gluggann sem illa verður lokað fyrr en fer að kræla á vetri og maður getur því lítið annað gert en að ganga út að honum og reka út um hann sína íslensku tungu framan í þessa litahjörð, sem íslendingur ullar maður framan í heiminn og þá er það aftur spurning hvort heimurinn ulli þá ekki framan í mig eins og segir í gömlu kvæði. New York City 14. september 1987 Hallgrímur Helgason M\ Sjúkrahúsið \y íHúsavíksf. Skurðhjúkrunarfræðingar óskast frá 1. des. eða næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Verkamenn - rafvirkjar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða verkamenn við jarðstrengjalagnir og rafvirkja við uppsetningu á rafbúnaði í aðveitu- og dreifi- stöðvar. Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla vinnu- daga og yfirverkstjóri milli kl. 12.30 og 13.30. 3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.