Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 15
Hannes Pétursson HVÍTA RÓSIN Frelsi og líf, ekki fjötra og glæpi né falsanir, þjónkun, rangsnúin mið. Ekki brennandi lönd, heldur brennandi hugsun og bróðemi, frið. Áköllin smugu frá borgum til borga: blikandi flugrit úr launungarstað. En blóðhundar eltu hvert orð sem þau skráðu. Þeim var att á það. Dauðasök. Og þau svalg þetta kerfi úr svikum og grimmd, með sín villuljós. En þau huggaði von: að íheiminum greri þeirra hvíta rós. Úr Rímblöðum 1971 Einar Heimisson Hvíta rósin Orðin voiu þeirra einu vopn Einar Heimisson þýðir Hvítu rósina - sögu Hans og Sophie Scholl sem nasistar tóku af lífi „Þau höfðu engin vopn nema orðin gegn ógnarvaldi nas- ismans. Þau einsettu sérað ýta við samvisku fólks - og gengu út frá því að þjóðin vissi hvað væri að gerast," sagði Einar Heimisson um systkinin Hans og Sophie Scholl, sem á árunum 1942-43 skrifuðu dreifibréf gegn nasistastjórn- inni í Þýskalandi, þarsem þau fjölluðu meðal annars um of- sóknirnargegn Gyðingum. Systkinin mynduðu and- spyrnuhóp ásamt nokkrum félögum sínum og kölluðu hana Hvítu rósina. Þann 18. febrúar 1943 hafði Gestapó hendur í hári þeirra og fimm dögum síðar voru þau tekin af lífi eftir sýndarréttarhöld. Hans var 24 ára, Sophie 21 árs. Systir þeirra Inger, skrifaði sögu Hvítu rósarinnar sem gefin var út ásamt dreifibréfunum sex sem systkinin skrifuðu. Bókin var fyrst gefin út árið 1956 og hefur síðan verið aukin og endurbætt. í Þýskalandi einu hafa um sex- hundruð þúsund eintök selst. Einar Heimisson sem er við nám í háskólanum í Freiburg hef- ur nú íslenskað Hvítu rósina og kemur hún út hjá Menningar- sjóði innan skamms. „Þau voru við nám í háskólan- um í Munchen, Hans var í læknis- fræði og Sophie í líffræði og heimspeki. Inger systir þeirra lýs- ir því í bókinni hvernig þau í upp- hafi hrifist öll af Hitlers-æskunni. Hrifningin breyttist smám saman í efasemdir og loksins í algera af- neitun á nasismanum. Þau dreifðu bréfum í Munchen og víðar um sunnanvert Þýska- land. Af frásögn Inger má ráða að þau ætluðu að láta handtaka sig og dæma, enda bjuggust þau við mótmælaaðgerðum í kjölfar- ið. En það varð ekki og þau voru tekin af lífi með fallöxinni án þess að nokkur þyrði að andæfa. Frásögn Inger er afar einföld og látlaus og ber þess glögg merki að hún skrifar um systkini sín. Þegar hún segir frá síðustu dög- unum í lífi þeirra - frá handtök- unni til aftökunnar - er frásögnin afar sterk. Ég hef aldrei lesið neitt sem skrifað hefur verið um síðustu stundir dauðafanga sem er eins mikil nálægð í. Og ég held að sú frásögn eigi erindi nú, þegar því er sumsstaðar haldið fram að það sé eitthvert bjargráð að taka aftur upp dauðarefsingu". Sem fyrr segir er Hvíta rósin væntanleg á næstunni. í bókinni verða, auk bréfanna og sögu In- ger Scholl, ljóð eftir Goethe og Kellert, sem Helgi Hálfdanarson þýddi. En einkunnarorðin eru ljóðið Hvíta rósin eftir Hannes Pétursson sem ort er um þau systkinin Hans og Sophie Scholl. -þj. REYKJKMIKURBORG Jlau&vi Stötútr Útideiidin í Reykjavík Viö í útideild erum aö leita aö karlmanni til að sinna leitar- og vettvangsstarfi meöal barna og unglinga í Reykjavík. Um er að ræöa tæplega 70% starf í dag- og kvöldvinnu. Æskilegt er aö viðkomandi hafi menntun á félags- og/eöa upp- eldissviöi, t.d. félagsráðgjafar, kennarar, uppeld- isfræöingar ofl. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 20365 og 621611 milli kl. 13.00 og 17.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 2. október n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á eyðublöum sem þar fást. Jfl REYKJKMIKURBORG R*| AcUCMft Stödóci mI ' Staöa forstöðumanns félagsmiöstöövarinnar Tónabæjar er laus til umsóknar. Menntun á sviöi æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Laun skv. kjara- samningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýös- og tómstundafulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 9. okt. 1987 REYKJKIÍKURBORG H| ^au&vi Stödur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir laust starf fulltrúa á skrifstofu heimilishjálpar. Um er aö ræða 50% starf. Laun skv. kjarasamn- ingi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. október n.k. Upplýsingar um starfið veita Jónína M. Péturs- dóttir og Sóley Kristjánsdóttir í síma 18800. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. III REYKJKMÍKURBORG IBI JLau&vi Stödu% MT Starfsmenn óskast til starfa við jarðlagnir og við- gerðir. Laun samkvæmt samningum Dagsbrúnar og Reykjavíkurborgar. Unnið er eftir kaupaukakerfi. Uppl. í síma 685477. Vatnsveita Reykjavíkur REYKJKMIKURBORG Jlautevi Stödíci Ádagh./leiksk. Hraunborg, Hraunbergi 12vantar fóstru strax á leikskóladeild. Uppl. í síma 27970. ÁRTÚNSHOLT Á nýju dagvistarheimili sem opnar innan skamms vantar fóstrur og annaö uppeldislega menntað fólk. Um er að ræða störf á 17 barna dagheimilis- deild og blandaðri leikskóladeild e.h. Er ekki ein- hver sem hefur áhuga á að vera með frá upphafi að byggja upp nýtt dagvistarheimili. Sláið á þráðinn og kynnið ykkur málin. Upplýs- ingar í síma 673199. Auglýsið í Þjóðviljanum Sunnudagur 27. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.