Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 21
Berti og vondu kallarnir Þeir Borgaraflokksmenn halda fyrsta landsfund sinn nú um helgina eins og alþjóð veit. Fréttabréf flokksins kom út á dögunum og var vitaskuld helgað þessum merka við- burði í íslandssögunni. Greinhöfundar borgarabréfs- ins lögðu allir áherslu á ein- drægni, samstöðu og sáttfýsi, en fátt skelfilegra en illindi af einhverju tæi. Ein grein skar sig úr hvað snilldarstílbrögð varðar; hún var skrifuð af Sig- urði Þórðarsyni. Hann mærir leiðtoga sinn svo ákaflega að ætla mætti að oflofið sé Al- bert til háðungar. Svo er þó vitaskuld ekki, enda tekur Sig- urður af öll tvímæli um það hvað aðskilur Albert og vondu kallana. Hann segir m.a.: „Út- vegsbankamálið sýnir til að mynda í hnotskurn hvernig hagsmunagæsla flokka landsins gengur út yfir al- mannaheill.” Satt og rétt hjá Sigga. En líklega hefur hann gleymt því að leiðtogi hans var einu sinni í Sjálfstæðisflokknum; var einu sinni stjórnarformaður í Hafskip sáluga og var einu sinni formaður bankaráðs Út- vegsbankans ...■ Mosfellingar fögnuðu því fyrir skemmstu að bærinn þeirra fékk kaupstaðarrétt- indi. Eins og menn muna var mikið um hátíðahöld og veislur og gjafir og árnaðar- óskir bárust hvaðanæva að. En nú hafa rannsóknar- blaðamenn Mosfells- póstsins flett ofan af heldur óviðkunnanlegu máli: „.. eng- in kveðja barst frá borgaryfir- völdum í Reykjavík eða nokk- urri borgarstofnun." Bæjar- stjórinn - sem reyndar er kall- aður sveitarstjóri í Mos- fellspóstinum - staðfesti þetta, en kunni að sögn MP engar skýringar á þessu. Mosfellspósturinn bendir á að viðskiptin við Reykvíkinga séu margháttuð; meðal ann- ars sé meirihluti húsa í höfuð- borginni hitaður upp með vatni úr Mosfellssveit. Það ætti því, að sögn blaðsins, ekki að vera tiltökumál þótt nágrannarnir hefðu sent eins og eitt skeyti til að samgleðj- ast. En ef Mosfellingar vilja nú sýna í verki hversu þeim mis- líkar: Þá liggur náttúrlega beinast við að skrúfa fyrir heita vatniö ...■ Mosfellingar móðgaðir Valt er veraldar gengið Blaðamennog reyndarflestir aðrirfjölmiðlamenn lendaoft- ar en aðrir í vandræðum með hvað segja skuli á opinberum vettvangi. Helst eru það stjórnmálamenn sem verreru staddir hvað þetta varðar en einnig má nefna auglýsinga- hönnuði, skemmtikrafta á árs- hátíðum og aðra skapandi listamenn. Vandræðin sem sameiginleg eru þessum við- Guðmundur Þorsteinsson skrifar miðunarstéttum eru einkum fólgin í því að þurfa sífellt að glíma við að fylla upp ákveðið tómarúm eftirvæntingareða kvíða eftir því sem við á hverju sinni ítímaog rúmi og ífullu samræmi við lögmál eftir- spurnar eða kvóta. Með öðr- um orðum þá verða menn að afkasta, framleiða, skapa, ummynda, skrumskæla, fífl- ast og hugsa djúpar hugsanir til þess að vinna fyrir kaupinu sínu. Hrýtur þá mörg vitleysan. En í dag mun ég fjalla örlítið um bókina sem ég var að lesa. Hún heitir Lincoln og er eftir bandaríska rithöfundinn Gore Vidal, sem áður hefur skrifað margar sögulegar skáldsögur auk annarra bóka. Sagan greinir frá forsetatíð Abrahams Lincolns árin 1861-66, sem óneitanlega var sögulegur tími í Bandaríkjunum og mikill í honum bardaginn. í fjögur ár murkuðu Kanar líftóruna hver úr öðrum í blóðugustu átökum sem þá höfðu þekkst. Eitthvað á aðra milljón hermanna féllu í fárán- legum stórorrustum og Suðurrík- in töpuðu beinlínis vegna mann- eklu og gáfust ekki upp fyrr en herinn var nánast þurrkaður út, þótt löngu væri fyrirsjáanleg út- koma stríðsins. Mannlýsingar bókarinnar eru hinar prýðilegustu. Lincoln er lýst sem hugsjónamanni sem nær árangri með slóttugum kænsku- brögðum hins löglærða stjórnmálamanns jafnframt fjall- grimmum vilja ogeinbeitni. Sam- kvæmt bókinni hefði stríðið get- að farið á hvorn veginn sem var hefði atorka þessa stórpólitíkusar ekki komið til og eru helstu kand- idatar vegnir og metnir og létt- vægir fundnir. Lýsing Vidals á þessum helgasta af öllum helgum Bandaríkjaforsetum er mjög sannfærandi og reynir á engan hátt að smíða úr honum neitt of- urmenni óháð mannlegum tak- mörkunum. Abraham greyið á ekki sjö dagana sæla, því auk stríðsins eru erfið fjölskyldumál í gangi. Mary Todd Lincoln er lík- ast til eftirminnilegasta persóna bókarinnar. Sturluð af alls kyns hremmingum reynir hún að standa með bónda sínum en tekst heldur ólánlega. Til þess að fjár- magna taumlausa eyðslusemi sína selur hún óprúttnum aðilum jafnvel hernaðarleyndarmál. En samúð höfundar og þarmeð les- anda er mikil með konunni, sem einmitt með veikleikum sínum gefur sögunni fyllingu og sýnir hversu litla stjórn menn hafa á eigin lífi. Saga Bandaríkjanna er blóði drifin lfkt og annarra stórvelda fyrr og síðar. Ólíklegt þykir mér þó,að friður hefði haldist eitthvað meiri með næstu kynslóðum þótt þetta mikla ríki hefði liðast í sundur um miðja síðustu öld. Til þess eru öflin sem stjórna lífi mannanna of sterk. Valda- græðgin og þröngsýnin, auðurinn og örbirgðin, meingölluð þjóð- félagskerfi og „markaðslögmál- in“ réðu þá sem nú. Og bestra manna yfirsýn og ráðkænska dugir ekki hótinu skár í dag en þegar Njáll á Bergþórs- hvoli skaraði eld að eigin arfasátu forðum. Guðm. Stjórn verkamanna- bústaða í Hafnarfirði Stjórn verkamannabústaöa í Hafnarfirði auglýsir hér með eftir umsóknum um íbúðir í verkamanna- bústöðum í Hafnarfirði. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftirtal- in skilyrði: 1. Eiga lögheimili í Hafnarfirði, þegar sótt er um. 2. Eiga ekki íbúð, eða samsvarandi eign. 3. Hafa ekki haft hærri meðaltalstekjur árin 1984, 1985 og 1986 en 555.270,- á ári auk 50.600.- kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu stjórnar verkamannabústaða að Móabarði 34, sem er opin mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga frá kl. 16.00-18.00. Sérstök athygli er vakin á því, að endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 20. október n.k. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag, eða í pósthólf 272 Hafnarfirði. Umsóknir, sem síðar berast verða ekki teknar gildar. Innanhússbreyting Tilboð óskast í breytingar á um 210 m2 húsnæði í lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Innifalið er rif og endurbygging. Verkinu skal skila eigi síðar en 1. febr. 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. október 1987 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Sjúkrahúsið Egilsstöðum Til starfa bráðvantar hjúkrunarfræðinga í 1-2 stöður frá 1. nóvember eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 97- 11631 frá 8-16 og á kvöldin í síma 97-11374. Starf í félags- miðstöðinni Ekkó Starfsmann vantar í hálfa stöðu í félagsmiðstöð- ina á Ekkó. Menntun og reynsla í uppeldismálum æskileg. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Umsóknarfrestur er til 7. október n.k. Nánari upplýsingar gefur unglingafulltrúi í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Dagheimili í Vogahverfi Til að vera betur í stakk búin að veita börnum á Sunnuborg, Sólheimum 19 markvisst uppeldi í samræmi við þroska þeirra og þarfir viljum við ráða uppeldismenntað fólk og aðstoðarfólk í 100% og 50% störf. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 36385.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.