Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 14
Hans Scholl
Shopie Scholl
Dreifibréf Hvítu rósarinnar
Ekki er hægt að skýra nas-
isma á andlegan hátt, þar eð
hann er ekki andlegur. Rangt
er að tala um lífssýn nasism-
ans, því aðværi húntil.yrðiað
reyna með andlegum ráðum
að sýna f ram á hana eða berj-
ast gegn henni - raunveru-
leikinn kennir okkur, að þegar
í upphafi var liðsmönnum
þessarar hreyfingar att fram til
að blekkja og svíkja
náungann; þá þegar var hún
rotin og visnuð og gat aðeins
þrifist með sífelldum lygum.
Skrifar ekki Hitler sjálfur í einni
af fyrstu útgáfum bókar „sinn-
ar“ (bókar sem er rituð á þeirri
aumustu þýsku sem ég hef
nokkru sinni lesið; og samt
hefur höfundurinn og hugsuð-
urinn verið hafinn upp að hlið
Biblíunnar) „Þaðerótrúlegt,
hvernig svíkja verður eina
þjóð, til að stjórna henni.“
Sú var ástæða þess, að mein-
semd þýsku þjóðarinnar var í
fyrstu lítt greinileg, að þá var
máttur góðra afla ennþá nægi-
legur, til að hindra vöxt hennar.
Þegar meinsemdin stækkaði, gróf
um sig og tútnaði í líkama og sál
þjóðarinnar og náði loks völdum
í landinu með aðstoð gjörspillts
fjöldans, fóru flestir fyrri and-
stæðingar hennar í felur. Dóm-
greind þýsku þjóðarinnar flýði
niður í undirheima, til að vaxa
þar sem skuggagróður, firrtur
ljósi og sól, og kafna smám sam-
an. Nú stöndum við frammi fyrir
endalokunum. Nú veltur allt á
því, að við finnum hvert annað,
skýrum það hvert fyrir öðru,
gleymum því aldrei og unnum
okkur ekki hvfldar fvrr en hinir
síðustu hafa sannfærst um brýn-
ustu nauðsyn baráttu gegn þessu
stjórnkerfi. Ef slík mótstöðualda
ríður yfir landið, ef hún hrífur
marga með sér, má að lokum
hrinda burt þessu kerfi með
þungu, voldugu átaki. Skelfi-
legur endir er ávallt betri en
endalaus skelfing.
Okkur er ekki veitt umboð til
að fella úrslitadóm um gildi og
merkingu sögu okkar. En engan
þroska öðlumst við af þessum
harmleik, án þjáningar. Við
verðum að hreinsa rústina með
þjáningunni, tendra ljós af
dimmustu nótt, stökkva á fætur
og taka til hendinni og hrista af
okkur þá reginbyrði sem þjakar
heiminn.
Við viljum ekki skrifa um Gyð-
ingavandamálið í þessu bréfi,
ekki halda neina varnarræðu -
nei, aðeins sem dæmi viljum við
skýra stuttlega frá þeirri stað-
reynd, að frá hernámi Póllands
hafa þrjú hundruð þúsund Gyð-
ingar verið myrtir á hryllilegan
hátt í þessu landi. Hér verðum
við vitni að svo skelfilegri svívirð-
ingu gegn mannkyninu að hún á
sér enga hliðstæðu í veraldar-
sögunni. Menn geta tekið þá af-
stöðu til Gyðingavandamálsins
sem þeir vilja, en Gyðingar eru
líka fólk, og það er fólk sem hefur
þolað þessa hroðalegu meðferð.
Ef til vill segir einhver að Gyðing-
ar hafi átt skilið að hljóta slík ör-
lög; slík fullyrðing bæri vitni um
hroðalega drambsemi; en sé gert
ráð fyrir því, að einhver haldi
slíku fram, hvaða álit hefur hann
þá á því, að nánast allt ungt aðal-
borið fólk í Póllandi hefur verið
myrt (Guð gefi að það sé ekki svo
í raunl)? Hvernig, spyrjið þið,
gat þetta gerst? Allir aðalsbornir
piltar á aldrinum fimmtán til tut-
tugu ára voru sendir í nauðungar-
vinnu í þýskum fangabúðum; all-
ar stúlkur á sama aldri sendar í
pútnahús SS-manna í Noregi!
Hví erum við að segja ykkur
þetta? Þið vitið sjálf um glæpi
þessara úrþvætta mannkyns.
Við segjum ykkur þetta af því
að hér er lögð fram spurning, sem
snertir okkur öll djúpt; og verður
að fá okkur öll til að hugsa. Hví er
vitund þýsku þjóðarinnar svo sljó
gagnvart hroðalegustu glæpum?
Varla nokkur maður kippir sér
upp við þá. Allir þekkja sann-
leikann, en ýta honum til hliðar,
ad acta. Og þýska þjóðin sefur
áfram sljóum aulalegum svefni
sem fyllir glæpamennina kjarki
og gerir þeim fært að halda áfram
að fremja hroðaverk sín. Og
áfram halda þeir.
Ætli þett sé tákn þess, að eðlis-
lægar tilfinningar Þjóðverja séu
svo hrottafengnar, að jafnvel
augliti til auglitis við slíka glæpi sé
enginn hvellur strengur þaninn í
brjósti þeirra, að þeir séu sokknir
í dauðasvefn, og vakni ekki af
honum, aldrei, aldrei? Það virð-
ist vera svo, og það er eflaust svo,
ef sérhver Þjóðverji rífur sig ekki
upp úr doðanum, ef hann mót-
mælir ekki þar sem hann getur
komið því við. Mótmælir ekki
glæpalýðnum, sýnir ekki samúð
hundruðum þúsunda fórnar-
lamba.
Og hann verður ekki aðeins að
finna til samúðar. Nei, hann
verður að gera miklu meira.
Hann verður einnig að lýsa sjálf-
an sig samsekan. Því með sljó-
leika veitir hann myrkramönnum
færi á að fremja glæpi sína, hann
þolir stjóm sem ber óendanlegar
sakir á herðum, já hann á sjálfur
sök á því að hún varð til! Hver og
einn vill firra sig slíkri sök, allir
gera það og sofa áfram með ró-
legustu, bestu samvisku. En eng-
inn getur lýst sig saklausan, allir
eru sekir, sekir, sekir! Því er ekki
of seint að koma út úr heiminum
þessum versta óskapnaði af
öllum ríkisstjórnum, til að hlaða
ekki á sig meiri sök. Nú, - þar eð
augu okkar hafa lokist upp til
fulls á síðustu árum, - þar eð okk-
ur er ljóst hvflík öfl þetta eru, -nú
ríður á að eyða þessum brúna
óaldarflokki. Allt þar til styrjöld-
in skall á var meirihluti þýsku
þjóðarinnar blindaður, þar eð
nasistarnir leyndu raunverulegu
eðli sínu. En nú, þegar hin sanna
mynd þeirra er orðin augljós,
hlýtur það að vera æðsta og ein-
asta skylda, já helgasta skylda
sérhvers Þjóðverja, að útrýma
þessum skrímslum.
„Þjóð þess, sem stjórnar á lítt
áberandi hátt, er hamingjusöm.
Þjóð þess, sem stjórnar á áleitinn
hátt, er þrúguð.
Hamingjan hvflir á bágindum.
Gæfan slævir aðeins eymdina.
Hvar á hún að smjúga út? Endinn
er ekki hægt að sjá fyrir. Hið
skipulega breytist í óreiðu, hið
illa vex af hinu góða. Hefur ekki
þjóðin lengi vaðið í villu og
svíma?
Þess vegna vakir vitur maður
yfir réttlætinu, en forðast harð-
neskju. Hann er fastur fyrir, en
ekki áleitinn. Hann gengur um
teinréttur, en ekki fattur - ber
birtu, en glepur engum sjónir.“
„Þann, sem hyggst stjórna rík-
inu að eigin geðþótta, sé ég ekki
efna markmið sín; það er allt og
sumt.“
„Ríkið er lifandi vera; það
verður ekki mótað með eigin
hendi, svo sannarlega ekki! Sá,
sem vill móta eigin ríki, spillir
þvf; sá, sem vill halda því í greip-
um sér, týnir því.
Þess vegna: Af lifandi verum
sækja margar uppávið, aðrar
fylgja á eftir, sumar anda hlýju,
sumar köldu, sumar eru sterkar,
sumar veikar, sumar öðlast
frama, sumar eru fótum troðnar.
Mikilmennið forðast því of-
metnað, forðast ofstjórn, forðast
oflæti."
Lao-tse
Vid biðjum ykkur að gera sem
flest afrit afþessu blaði, og dreifa
sem víðast!
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. september 1987