Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 18
Smekkleysa Fimmtudagurinn í síðustu viku (17/9) var dagurinn sem ég lá í flensufári og óráði á beði mínum langt fram eftir degi. Eii er kvölda tók, neyddist ég til að drösla mér framúr baelinu, í lepp- ana og útúr húsi. Allt fyrir listina, sagði ég hás við umhyggjusama konu mína, hóstaði upp dulitlu grænu og hélt mína leið. í Casablanca. Þar var mikill reykur og var það þónokkur hóp- ur fólks, sem að honum stóð. Reyknum þ.e.a.s. Pað reyndist. ómögulegt að fá írskt kaffi til að lækna helv.... hálsinn á mér. Svo ég hélt bara áfram að bera mig illa við alla þá er gerðu þau mis- tök að spyrja mig hvernig ég hefði það. Klukkan var rétt nýbú- in eða rétt óbúin, ég man það ekki svo glöggt, að slá ellefu, þeg- ar leynivínsalarnir Jón Örn Sig- urðsson, Guðmundur H. Hann- esson (báðir á gítar, Jón söng líka...), Ingimundur Ellert Por- kelsson (bassi og látbragð) og Kristján Ásvaldsson (trommur) stigu á stokk og hófu upp hávaða sinn með miklum látum. Þetta var hljómsveitin Bootlegs, og það átti ekki að fara framhjá neinum að þeir voru mættir á svæðið. Jafnvel konur úr Árbæn- um kvörtuðu undan hávaðanum. Þetta var annars næsta ágætur há- vaði, mér er tjáð að tónlist þeirra flokkist undir s.k. Trash- eða speed-metal, og ég trúi því satt að segja alveg ágætlega. Áheyrend-i ur, sem flestir voru komnir til að heyra og sjá Sykurmolana, vissu greinilega ekki alveg hvernig þeir áttu að bregðast við þessari heiftarlegu árás á hljóðhimnurn- ar, en er á leið sýndist mér sem þeir sættu sig alveg bærilega við bandið. Eitthvað skorti á samæf- inguna á köflum, en krafturinn bætti það fyllilega upp. Og ekki sakaði heldur ótrúlega teygjan- legt andlit bassaleikarans... Ekki ólíklegt að þessi sveit eigi eftir að láta mikið í sér heyra í náinni framtíð og er það vel, því hún eykur enn breiddina í undir- heimatónlistinni íslensku, sem nú stendur með meiri blóma en nokkru sinni, síðan pönkbylgjan reis sem hæst. (Sjá einnig myndir. á bls. 11). Bleiku Bastarnir voru næstir, og það eina sem þeir áttu sam- eiginlegt með Bootlegs var örlæti þeirra á desibelin. Ekki veit ég hvernig flokka skal tónlist Bast- anna, þetta er hálfgerður hrist- ingur úr hinum ýmsu afgöngum heyrist mér, og lætur bara alveg sæmilega í eyrum. Áheyrendur voru nú örlítið betur með á nót- unum, enda hafa Bastarnir verið Smekkleysa öllu meira á ferðinni en Bootlegs að undanförnu. Prógrammið var ekki ýkja langt fremur en vant er hjá þeim Bleiku, og söngvarinn líkari Morrisay í útliti og æði en nokkru sinni, hvort sem það er nú viljandi eða ekki. En það er lík- lega það eina sem er líkt með þeim og Smiths... Áður en þeir höfðu lokið sér af stalst ég útúr húsinu með ljósmyndarann í eftirdragi. Eyrun fengu vel- komna hvfld þær tvær mínútur sem það tók að keyra yfir í Evr- ópu, en það sem þar gerðist er reifað hér aðeins neðar á síðunni. Ég kom aftur, ljósmyndaralaus, rétt í þann mund sem Sykurmol- arnir hófu spilerí sitt, og missti því af skáldinu Jóhamri og þótt miður. En hvað um það, ég gleymdi fljótlega þessum flensus- kratta, önnur og bráðari hætti átti hug minn allan. Húsið var troð- fullt og sumir áheyrendur svona einsog einum of vel inní ffling- ‘num á svæðinu. Þetta var býsna undarleg sjón. Ég færði mig eins nálægt Molunum og ég þorði og sjá - þar var fólk á gólfinu að dansa, allt frá prúðbúnum Versl- unarskólastúlkum með gamla góða tvísporið í gangi og augun einsog örlítið vestur á Snæfells- nesi eða alveg oní gólfi, uppí sam- félagshættulega einstaklinga, sem ekkert hirtu um hvar hendur þeirra eða fætur bar niður í ham- aganginum. Ég færði mig lengra í burtu, og leyfði tónunum að gæla við hellulögð eyrun frameftir kvöldi, og óskaði þess að ég væri nú örlítið hressari. En sú ósk rættist ekki, og þrátt fyrir kröf- tuga og góða tónlistina, varð ég að láta undan hamagangi desibel- anna og drífa mig heim í bælið á ný. Ég fékk mér samt sítrónute áður en ég skreið undir sæng, hélt líka fyrir nefið og lokaði munnin- um og blés, til að losna við hel- luna. En þrátt fyrir allt þótti mér býsna gaman þetta kvöld... Kínverski Handvagninn Ég stakk af úr Casablanca um tólfleytið og hélt yfir í Evrópu. Þarfóru fram allt of lítið auglýstir tónleikar hljómsveitarinnar Rikshaw, hinir fyrstu í langan tíma. Það, að lítið var auglýst, sást best á fjölda tónleikagesta. En menn létu það ekkert á sig fá, slógu í bakhlutann á bykkjunum og keyrðu á fullu. Eitthvað var hljóðkerfið þó óþægt í fyrstu, gít- arinn var eitthvað verulega úti að aka, án þess að Sigurður Gröndal gítaristi og gleðimaður fengi þar nokkru um ráðið. Þessu var kippt í liðinn fljótlega og allt gekk eins og í einhverri sögu frá því fyrir löngu eftir það. Og þó ég hafi ekki staldrað lengi við (5 lög) þá var það nóg til að heyra að mikið hefur breyst, frá því fyrsta plata sveitarinnar kom út. Það verður ekki lengur sagt um þá félaga að DuranDuran sé fyrirmyndin, einsog gert var hér áður og fyrr. Reyndar erfitt að finna nokkurn einstakan tónlistarmann eða hljómsveit til að líkja þeim við núna. Þetta er einfaldlega rokk, í kraftmeiri kantinum, faglega flutt og býsna gott. En þar sem ég er einn af mörgum, sem ekki geta verið á tveim stöðum í einu, missti ég af lunganum úr tón- leikum Rikshaw vegna Sykur - molanna sætu í Casablanca. Mér skilst að stuðið hafi magnast tölu- vert eftir að ég hvarf frá, og kann- ski mega þeir bara vera fegnir að ég fór... En nokkrum dögum fyrir tónleikana brá ég mér á æfingu hjá Rikshaw og spjallaði við þá Sigurð Gröndal og Ric- hard Scobie daginn eftir. Tilefni þess spjalls var væntanleg plata frá Rikslaw, sem út kemur um miðjan október ef að líkum lætur. Það hefur ekki heyrst mikið frá þessum spilamönnum undanfarið ár eða svo og eru þar margar skýringar á. En snúum okkur að plastinu. Þessi nýja plata er að öllu leyti unnin í Bretlandi, útgefandi er breskur; Metropolitan Music, lítið, en vaxandi sjálfstætt útgáf- ufyrirtæki, og greiddi það allan kostnað við gerð plötunnar, sem var verulegur, svo ég segi nú ekki meira. Upptökur hófust í fyrra- haust, en ýmislegt varð til þess að þær stöðvuðust skömmu síðar. En eftir að þeir komust á samning hj á Metropolitan Music var hafist handa að nýju, í júlí á þessu ári. Upptökum lauk svo seinni part- inn í ágúst. Það eru engir aukvis- ar sem skipa session-liðið á þess- ari afurð Rikshaw. í upphafi þekktu þeir hvorki haus né sporð á fólkinu, en áður en yfir lauk höfðu þeir komist að ýmsu varð- andi það fólk, sem útgefandinn og pródúsentinn réðu til starfa. Á munnhörpu leikur Mark Feltman úr Talk Talk, um bakraddirnar sjá m.a. Maggie Ryder, sem áður starfaði með Eurythmics, Tessa Niles, sem sungið hefur bakradd- ir hjá The Blow Monkeys, The The og Go West, P. P. Arnold, sem óvart villtist inní stúdíóið til þeirra og var gripin glóðvolg, en hún sá m.a. um bakraddir á plötunni So með Peter Gabriel. Allt þetta fólk, og fleiri til, kom Kínverski Handvagninn inn í upptökur án þess að Riks- haw væri að sækjast eftir akkúrat þeim sérstaklega, og kom þeim þægilega á óvart. Annað er það, sem ber vott um trú útgefandans á sveitinni, en það eru vinnu- brögðin við upptökuna. Pródús- entinn (auk strákanna sjálfra) er Daniel nokkur Hyde, og hlífði hann þeim hvergi. Allt var tekið upp og tekið upp og tekið upp aftur og enn þartil allt var orðið eins gott og það mögulega gat orðið. Fullkomin hljóðver full- komnuðu svo myndina. M.a. var trommuleikurinn allur tekinn upp í s.k. Stoneroom, sérstöku trommu-upptökuherbergi, sem menn á borð við Phil Collins nota alla jafna. En að sögn þeirra Sig- urðar og Richards er það þó mel- ódían, tónlistin sjálf, sem situr í fyrirrúmi, og þeir hafa passað sig á að drekkja henni ekki í flóknum útsetningum 24-rása upptöku- maskínunnar. Ég verð að bíða. eitthvað enn eftir að geta staðfest það og geri það spenntur - að 1 bíða meina ég. Platan kemur fyrst út hér og á meginlandi Evr- ópu, en enn hefur ekkert verið ákveðið með útgáfudag í Bret- landi. Eitt eða tvö myndbönd verða gerð með lögum af plöt- unni, en lögin eru alls níu. Fyrra myndbandið ætti að koma fyrir almenningssjónir bráðlega. Fleira var ekki í þeim fréttunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.