Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 11
Hart og heiðarlegt Stöð 2 hleypti nýverið frétta- magasíninu 19.19 afstokkun- um og var mikil hátíð í bæ eins og gefur að skilja. Það eru þau Valgeröur Matthíasdóttir, Páll Magnússon og Helgl Pétursson sem stjórna partý- inu, en eins og menn muna lýsti Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjónvarpsins, mikl- um og þungum áhyggjum sín- um yfir þessari auknu sam- keppni. Það er raunar það helsta sem Ingvi Hrafn hefur haft til málanna að leggja síð- asta árið og munu ýmsir orðn- ir býsna áhyggjufullir yfir áhyggjum fréttastjórans. En það var ekki bara nötur- legur hrollur sem fór um starfsmenn RÚV þegar 19.19 rúllaði af stað. Þannig sendi Egill Eðvarðsson, settur dagskrárstjóri sjónvarpsins og staðgengill Hrafns Gunn- laugssonar, skeyti til Stöðvar 2 og óskaði hjartanlega til hamingju með metnaðarfulla dagskrá. Undir skeytinu stóð: Egill Eðvarðsson, áhugamað- ur um harða heiðarlega sam- keppni ...■ Leikskáld mmmmmmmmmmmmamKmmmammammaamamamammÆSKmaam gera strandhögg Bráðum kemur hingað merk- ur bandarískur kvikmundur og ætlar að kenna hér handrits- gerð í þremur hópum, tveimur ætluðum byrjendum í faginu og einum fyrir lengra komna, samtals um 40 manns, sem er aðeins tæpur helmingur um- sækjenda. í fyrstu deild er landslið okkar í kvikmyndum, Guðný Halldórsdóttir (Duna), Friðrik Þór, Kristín Jóhannesdóttir, Þorsteinn Hilmar Oddsson og Þráinn okkar Bertelsson, Eiríkur Thorsteinsson og Ari Krist- insson. Með þeim á skóla- bekk situr líka rithöfundurinn Andrés Indriðason og hinn fjölhæfi leikhúsmaður Sveinn Einarsson, og síðast en ekki síst virðist nýtt strandhögg í uppsiglingu hjá leikskáldinu sem sló í gegn í fyrravetur. Ragnar Arnalds er nefnilega að fara að læra að búa til kvik- myndahandrit. Kannski hrær- ingarnar í Allaballa verði sýndar á hvíta tjaldinu á næstunni?* _______„Fagur hörpuhljómur” En Sigurður Þórðarson hef- ur ekki sagt sitt síðasta orð sem betur fer. í lok greinar sinnar opnar hann skáldaæð- ina, og öllum má Ijóst vera að ekki einasta snjall pólitíkus er meðal vor heldur einnig orð- slyngur trúboði: „því núna erum við í óða önn að stilla okkar strengi og frá lands- fundinum mun heyrast um allt land fagur hörpuhljómur hins milda afls í íslenskum stjórnmálum.” Og þjóðin von- ar að það verði ekki likaböng sem hljómar hæst í tónaflóði Borgaraflokksins ...■ Af lukkunnar pamfíl Samkvæmt könnun sem bandarískt blað gerði eitt sinn meðal lesenda sinna á því hvað þeim leiddist mest í blöðum, skar ein tegund frétta sig algerlega úr. Og það voru hvorki fréttir af vígbúnaði, manndrápum eða hung- ursneyð; ekki af Útvegs- bankamálum, ofdrykkju eða hvalveiðum. Nei, það sem fór langmest í taugarnar á les- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 J endum voru frásagnir af venjulegu fólki - meðaljónum - sem sló í gegn: Varð í einni svipan vellríkt út á tombólu- miða, tröllaukinn arf eða happdrætti. I þeirri von að Þjóðviljales- endur geti betur unnt meðb- ræðrum sínum heppni í þess- um heimi, skal þessi saga til- færð. Ekki alls fyrir löngu vatt ungur, blankurmaðursérinn í sjoppu og keypti sér sígarett- ur fyrir síðustu peningana sem hann átti. Til baka fékk hann tvo eða þrjá tíkalla sem mynduðu þá aleigu okkar manns. Hann vildi frekar eiga ekki neitt en eitthvað sáralítið og skellti tíköllunum í Rauðakrosskassa. Kassinn var gjöfull aldrei þessu vant og puðraði eitthundrað krón- um úr sér í fyrstu tilraun. Og nú stóð okkar maður frammi fyrir erfiðu vandamáli: Átti hann að taka áhættuna og verða kannski öreigi aftur? Hann ákvað að kaupa sér frekar happaþrennu - enda er okkar maður gefinn fyrir fjár- hættuspil. Hann fékk tvo miða og tók til við að skafa af rúðunum: Ekkert á þeim fyrri. Okkar maður var nú tekinn að ör- vænta, enda sá hann fram á langvarandi hungur. En seinni miðinn reyndist geyma vinning upp á heilar fimmhundruð þúsund krónur - hálfa milljón. Okkar maður hafði sem sagt tíuþúsundfald- að auðævi sín. Þessi maður liggur nú á strönd Miðjarðarhafsins og sleikir sólina... ■ I Múlabœ, Ármúla 34 verður lialdinn FLOAMARKAÐUR laugardaginn 26. sepi n.k. OPlfí FKÁ 14"" - IX"" Fátnadur - kökur - blóm - Udkföng Aminning til launagreiðenda. Tikynntu þ<g ítækatíð Þann 1. október eiga allir launagreiðendur að vera búnir að tilkynna sig á launagreiðendaskrá vegna staðgreiðslu opinberra gjalda. Þeir sem ekki hafa fengið sent eyðublað vegna þeirrar tilkynningar geta nálgast þaðhjá næsta skattstjóra. Mikilvægt er að allir launagreiðendur séu á launagreiðendaskrá við upphaf staðgreiðslu. Einungis þannig verður tryggt að allir launagreiðendur fái nauðsynlegar upplýsingar til að sinna hlutverki sínu. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem vinna við eigin atvinnurekstur án þess að greiða laun teljast einnig vera launagreiðendur og skulu tilkynna sig til launagreiðendaskrár. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.