Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Blaðsíða 17
Rég'ne DefotgeS SfKÍ-ras®?? Helgi Hálfdanarson og William Shakespeare eru gamlir kunningjar og síðustu árin hefur Al- menna bókafélagið gefið leikrit Wil- liams í þýðingu Helga í afar veglegu ritsafni. Fimmta bindið er nú væntan- legt og þar verða leikritin Títus And- róníkus, Jóhann landlausi, Herra- menn tveir í Verónsborg, Allt í mis- gripum, Snegla tamin og síðast en ekki síst Draumur á Jónsmessunótt. Ómar Þ. Halldórsson hefur á síðustu árum sent frá sér nokkrar skáldsögur, sem athygli hafa vakið. Innan tíðar gefur AB út splunk- unýja sögu eftir Ómar: Blindflug. Arni Sigurjónsson sendi í fyrra frá sér bókina Laxness og þjóðlífið í útgáfu Vöku-Helgafells. Nú er von á öðru bindi sem að sögn mun einkum fjalla um mestu verk Nó- belsskáldsins. Steinar J. Lúðvíksson hefur unnið gífurlegt starf með því að skrá björgunar- og sjóslysasögu Is- lands í bókunum vinsælu Þrautgóðir á raunastund. Á næstunni kemur út ný bók í þessum flokki sem spannar árin 1969-71. Þetta verður átjánda bindi - hvorki meira né minna! Þorsteinn Einarsson hefur nú skrifað Fuglahandbók sem kemur út fyrir jólin hjá Erni og Örlygi. Öllum íslenskum staðfuglum og far- fuglum verða gerð skil og myndir birt- ar af galleríinu samanlögðu. Þessi kjörbók fuglavina verður að auk ríku- lega skreytt teikningum. Jón Guðnason sagnfræðingur, sem kunnur er fyrir ævisagnaritun, hefur nú skráð endur- minningar Haraldar Ólafssonar tog- arasjómanns. Bókin kemur út fyrir jól- in hjá Máli og menningu. BOKÁSIÐAN Umsjón Hrafn Jökulsson Af skáldsögum: Ástin og eigna- rétturinn Guðmundur Daníelsson sendirVatnið frá „Mér þykir ævinlega frekar erfitt að gera grein fyrir eigin verkum - þó sumir virðist njóta þess til hinsýtrasta," sagði Guðmundur Daníels- son aðspurður um efni nýj- ustu skáldsögu sinnar, Vatn- ið sem kemur út hjá Menning- arsjóði á næstunni. Guðmundur er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur sent frá sér fjölda smásagna og skáldsagna síðustu áratugina, auk ljóða og þýðinga. En þrátt fyrir að Guð- mundur fullyrti að sér væri margt betur lagið en að tala um eigin bækur dróst hann á að segja stutt- lega frá Vatninu. „Ég held að þessi saga gerist á árunum 1930-1950; en hún hefst á atburði sem verður árið 1914. Þá ser gerðist það að ung íslensk stúlka er að róa á Vatninu ásamt unn- usta sínum sem er ensk- indverskur. Árið áður hafði hann sett í hrygnu sem var gríðarstór og gert líkan af henni sem varð einskonar skurðgoð fyrir stúlk- una. í þessari ferð bítur maki hennar - hængurinn - á og mað- urinn þarf að hafa sig allan við. Stúlkan situr hinsvegar undir árum og þegar leikurinn stendur sem hæst rær hún undan honum bátnum, eins og sagt er. Hann fellur í vatnið og drukknar. Afhverju gerði hún þetta? Unnusti hennar hafði fengið her- kvaðningu og átti að fara út í heim að berjast. Hún vildi frekar að hann drukknaði í Vatninu en tættist í sundur á vígvelli. Þetta byggi ég á þeirri kenningu að allt sé leyfilegt þegar einhver er að Leikrit: Auðnuspil Kristins komið út Auönuspil nefnist nýútkomið leikrit eftir Kristin Reyr. Það er sviðsverk I tveimur hlutum, átta atriðum. Fyrri hluti gerist í borginni eftir stríð, en sá síðari I sjávarþorpi á árum áður. f þessu nýja verki Kristins er athyglinni beint að þeim sígilda sannleika, að athöfn og leikur líð- andi stundar er aldrei einangrað fyrirbæri í tímanum: Það sem nú er að gerast, hlýtur óumflýjan- lega að vera í röicréttu samhengi við það sem áður hefur gerst - jafnt í lífi einstaklings sem þjóð- ar. Fortíð sína getur enginn um- flúið með öllu. Auðna má ráða - missa ástina sína - jafnvel að drepa. Þannig fjallar þessi saga um eiginarréttinn og ástina á sinn hátt. Síðan kemur hinsvegar í ljós að stúlkan er með barni og árið eftir eignast hún telpu. Og sú stúlka verður eiginlega aðalsöguhetj- an...“ - Einhversstaðar heyrði ég efiir þér að þetta yrði síðasta skáldsaga „Ja, ég get náttúrulega alltaf gert ráð fyrir því að detta niður dauður! En þegar maður er kom- inn á þennan aldur hefur hann ekki sömu heilaskerpuna og áður. Árin segja til sín hjá flest- um og öllu fer aftur sem vonlegt er. En hvort ég skrifa meira - það get ég hreint ekki sagt til um. Nú er ég búinn að vera að vinna þessa sögu í tvö ár og það var mikil vinna.“ - ly. Mál og menning: Myndin af Dorian Gray Óskar Wilde á kreik á nýj- an leik Myndin af Dorian Gray sem er trúlega frægasta bók Óskars Wilde, er komin út á ný hjá Máli og menningu. Eins og flestum er kunnugt fjallar bókin um mann sem selur sál sína og hlýtur í stað- inn eilífa æsku. Sigurður Einarsson þýddi bók- ina árið 1949 og hefur hún verið ófáanleg um langt árabil. Þýðing- in hefur nú verið endurskoðuð. Myndin af Dorian Gray kom fyrst út í London árið 1890 og vakti miklar deilur og hneykslan. Allar götur síðan hefur bókin selst í stórum upplögum og kvik- myndir verið gerðar eftir henni. Myndin af Dorian Gray er sjötta bókin í afmælisröð Máls og menningar. Kápumyndin er eftir Róbert Guillemette. en það sjónarspil er hún setur á svið, mannleg örlög, eru vissu- lega með margbreytilegum hætti og verða ekki alltaf fyrir séð. Áður hafa átta leikrit höfundar verið frumflutt á sviði eða í sjón- varpi og útvarpi. Þau eru: Ást og vörufölsun, Vetur og Vorbjört, Vopnahlé, Að hugsa sér, Deilt með tveim, Ó trúboðsdagur dýr, Æsa Brá og Tilburðir. Auk þess hefur Kristinn Reyr sent frá sér ellefu ljóðabækur og sex nótnahefti. Auðnuspil er 148 síður. Hönnun og kápa: Höfundur. Prentun og band: ísafold, Reykjavík. (F réttatilky nning) Safnrit: í gegnum Ijóðmúrinn Sýnisbók íslenskra Ijóöa frá 20. öld Ljóðasafnsbækur virðast væn- legur kostur á tímum kreppu í ljóðakaupum: Nýmæli Iðunnar komu út fyrir skömmu og á dög- unum gaf Mál og menning út sýn- isbók íslenskra ljóða á 20. öld, Gegnum ljóðmúrinn. I bókinni eru liðlega 200 ljóð eftir 86 skáld. f gegnum ljóðmúr- inn er einkum ætluð til að nota í framhaldsskólum og hafa ís- lenskukennararnir Ingi Bogi Bogason, Sigurður Svavarsson og Vigdís Grímsdóttir séð um útgáf- Sunnudagur 27. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Til útgefenda Útgefendur - smáir sem stórir - eru hvattir til að koma upplýs- ingum um nýútkomnar og vænt- anlegar bækur til umsjónar- manns þessarar síðu. Að öðrum kosti er ekki hægt að ábyrgjast að þeirra verði að neinu getið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.