Þjóðviljinn - 13.10.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Side 7
__________SKAK________ „Bam breytinganna“ veldur úifaþyt 100. skák Karpovs og Kasparovs var tefld á skákmótinu í Brussel á þessu ári. Henni lauk meö jafntefli eftir æsispennandi viðureign. Kasparov hefur einum vinningi betur samanlagt. Eins og skákáhugamenn bjuggust við hafa síðustu dagar fyrir einvígi Garrí Kasparovs hins 24 ára gamla heimsmeistara og Anatoly Karpovs 36 ára fyrrum heimsmeistara einkennst af skæðu sálfræðistríði sem þó hef- ur orðið heldur hatrammara en við var búist. Borgin Sevilla á Spáni er vettvangur fjórða einvíg- is þeirra og á blaðamannafund- um undanfarna daga og raunar nokkru fyrr kastaði heimsmeistarinn stríðshanskan- um. Það er bókin „Barn breyting- anna” (Child of Change), eins konarævisaga Kasparovs með athugasemdum hans um skákir síðasta einvígis sem haldið var í London og Leningrad í fyrra sem valdið hefur miklum úlfaþyt. Hún hefur sterka skírskotun til glastnosts Gorbatsjof, enda dregur Kasparov enga dul á að- dáun sína á valdhafanum í Kreml. Hann fer hörðum orðum um Campomanes forseta Fl DE og kemur það ekki á óvart. En skákforystan sovéska með for- setann Krogius í broddi fylkingar færþaðlíkaóþvegið. Kasparov líkir Krogiusi og félögum við norn- irnar í Macbeth Shakespeares sem brugguðu söguhetjunni baneitraðan seyð. Samkvæmt frásögn Kasparovs mun skákfor- ystan hafa gert allt til að stöðva framgöngu hans. Hann nefnir að með herkjum hafi hann komist á skákmótið í Bugonjo 1982. Árið 1983 hafi sovéska skáksam- bandið stöðvað af einvígi sitt við Kortsnoj og einvigið um heimsmeistaratitilinn 1984/1985 hafir fyrir tilstilli sovéska skák- sambandsins verið stöðvað þeg- ar aðeins var tímaspursmál hve- nær Kasparov bryti niður alla mótstöðu eftirfimm mánaða maraþonviðureign. Þáhafði Kasparov náð að laga stöðuna úr 0:5 í 3:5. Kasparov helgar einn kafla „njósnaranum í herbúðum mfn- um”, hinum illræmda aðstoðar- manni Evgeni Vladimiropov sem Kasparov rak með hvelli eftir að hafa tapað þrem skákum í röð. „Ég kom að honum þegar hann var að skrifa upp mikilvægar stöðurannsóknir,” sagði Kaspar- ov eftir einvígið í Leningrad. „Barn breytinganna” Kasparov segir í þessari bók að háttsettur fylgismaður Gorbat- sjofs og sveitungi hans, Aliev, hafi bjargað sér frá nornunum og klíku Karpovs, sem eftir því sem Kasparov segir, hafi komið sér upp hirð sem hafi dýrkað hann sem keisara. „Við þurfum ekki annan heimsmeistara,” mun Krogius hafa sagt og þau dýru orð rifjar heimsmeistarinn upp. Hvorki fyrr né síðar hefur so- véskur þegn talað svo opinskátt opinberlega, skrifar Der Spiegel sem árið 1985 stóð fyrir einvígi Kasparovs og Húbners og tók þar við meistarann viðtal sem skýrði ýmislegt það sem ekki kom fram er Campomanos sleit einvígi þeirra. Á þingi ungkommúnista í vetur gagnrýndi Kasparov stjórn- un og framkvæmd í íþróttalífi, hvatti til atvinnumennsku í öllum greinum og kvað Sovétmenn allt of upptekna af eigin ágæti og fornum sigrum. Hann bað menn að láta niður falla öll drýgindalæti og benti t.d. á að íslendingar ættu sex stórmeistara og samkvæmt höfðatölureglunni samsvaraði það sexþúsund sovéskum stór- meisturum, en þeir eru langt innan við hundrað. Viðbrögð Karpovs Á blaðamannafundi sem Karp- ov hélt á laugardaginn nokkru ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 áður en dregið var um liti bar Karpov hinar digru yfirlýsingar heimsmeistarans til baka og kvað augljóst að það eina sem vekti fyrir Kasparov væri sálfræðistríð. Hann sagði að Kasparov hefði rekið Vladimorov, dyggan og trúan aðstoðarmann, þegar kvíð- aþolið brast eftir þrjá sigra sína í röð í síðasta einvígi (17., 18. og 19. skák. þá breyttist staðan úr 9V2:6'/2, Kasparov í vil í 9V2:9lÆ). Hann kvað Kasparov hafa fengið alla mögulega aðstoð, fjárhags- stuðning, tvo þjálfara og móðir hans hafi verið sett á laun sem þjálfari. „Þegar einvígi Kaspar- ovs og Kortsnojs var að sigla í strand árið 1983 sendi ég FIDE skeyti þar sem ég hvatti til þess að lausn fengist á deilumálum svo einvígi þeirra færi fram,” sagði Karpov. Spurður um hvort hann sjálfur væri barn breytinga, svar- aði hann því til að hann væri 36 ára gamall og því ekkert barn lengur. „Hræddurumað Kasparov tapi” Kasparov sagði við blaðamenn að hann væri svo sem ekkert viss um að vinna fyrstu skákina en í huga sér væri ekki hinn minnsti vafi á því hver stæði uppi sem sigurvegari í lok einvígisins. Karpov kvaðst afar bjartsýnn. Menn eru yfirleitt á því að möguleikar Karpovs séu betri núna en fyrir einvígið í fyrra, og á það hefur verið bent að Karpov hefur ekki tapað einni einustu skák á Spáni á ferli sínum, teflt 80, unnið 40 og gert 40 jafntefli. „Ég er hræddur um að Kaspar- ov tapi þessu einvígi,” sagði Boris Spasskí við blaðamenn. „Það er mikils um vert að sólunda ekki orku sinni og mér sýnist Kaspar- ov hafa gert þau mistök fyrir ein- vígið.” Karpov og Kasparov hafa teflt hundrað skákir, Kasparov hefur unnið 13, Karpov 12, 75 skákum hefur lokið með jafntefli. Jafnteflin í fyrsta einvígi vega þar þungt. Mikhael Botvinnik fyrrum heimsmeistari gaf Kasp- arov það ráð að reyna að gera sem flest jafntefli til að þreyta Karpov þegar aðstaða áskorand- ans var afar slæm, 0:4. Þeir gerðu þá 17 jafntefli í röð sem er vita- skuld met í heimsmeistara- einvígi, síðan vann Karpov og komst í 5:0. Kasparov náði að minnka muninn niður í 1:5 og þá fylgdu 14 jafntefli uns Kasparov vann tvær skákir í röð og einvíg- inu var slitið. í viðtölum eftir ein- vígið fór Karpov hörðum orðum um Botvinnik, talaði um hann sem öfundsjúkan gamlan karl. Fyrri einvígum þeirra verða gerð skil hér í blaðinu á næstunni. Sevilla Verðlaunafé sem mótshaldar- arnir í Sevilla láta af hendi rakna nemur tæpum 2 milljónum bandaríkjadala. Um 80 milljón- um íslenskra króna. Það er metfé í skáksögunni ef undan er skilin verðalaunaupphæðin sem Fil- ippseyingar buðu fyrir einvígi Éishers og Karpovs 1975. Sevilla er ekki óþekkt í skák- sögunni. Húbner og Petrosjan tefldu þar einvígi í áskorenda- keppninni 1971 við afleitar að- stæður. Þegar staðan var 4:3, Petrosjan í vil, hætti Húbner keppni. Hann kvartaði undan há- vaða frá járnbrautarstöð sem var í námunda við mótsstaðinn. Petrosjan kippti sér lítið upp við hávaðann. Hann var heyrnar- daufur og varð að notast við heyrnartæki sem hann tók úr sambandi við taflið. Sevilla klingir í eyrum skákunnenda þeg- ar minnst er á eina frægustu viðureign Paul Murphys, banda- ríska snillingsins sem á 19. öld lagði skákheiminn að fótum sér með eftirminnilegum hætti. Skák þessa tefldi hann við hertogann Karl von Brunsweig og ísouard greifa í hléi á óperuverkinu Rakarinn í Sevilla. Skák þessi varði aðeins 17 leiki og hefur rat- að inn í flestar kennslubækur. Umsjón: Helgi Ólafsson Garrí Kasparof Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov telst tvímælalaust í hópi flmm mestu skákmeistara allra tíma. Stigatala hans 2740 Elo-stig er ein sú hæsta sem nokkur skák- meistari hefur náð, aðeins Fisc- her sem komst í 2785 er hærri en samanburður er erfiður og Fisc- her tefldi ekki eina einustu skák eftir að hann varð heimsmeistari. Skákferill Kasparovs síðustu fimm árin hefur verið ein óslitin sigurganga en fyrst vakti hann at- hygli skákheimsins er hann tryggði sér rétt til að tefla í úrslit- um sovéska meistaramótsins að- eins 15 ára gamall. Hann hafnaði í miðjum hópi keppenda og vann marga glæsilega sigra. Á skák- mótinu í Banja Luka olli hann gífurlegu uppnámi. Þar fagnaði hann 16 ára afmæli sínu með því að sigra með IIV2 v. af 15 mögu- legum, 2 vinningum fyrir ofan Andersson og Smejkal sem hlutu 91/2 vinning en í 4. sæti varð Tig- ran Petrosjan fyrrum heimsmeistari með 9 vinninga. Eftir þetta afrek var farið að líta á Kasparov sem verðandi heims- meistara. Hann varð í 3.-4. sæti á Sovétmeistaramótinu 1979 ásamt Balashov með 10 vinninga af 17 mögulegum. Gellersigraði, hlaut IIV2 vinning en Artur Jusupov varð í 2. sæti með 10*/2 vinning. Á Evrópumeistaramótinu í Skara í Svíþjóð tefldi Kasparov sem varamaður í sovésku sveitinni og náði bestum árangri allra með- lima hennar^SVi vinning úr 6 skákum. Gæði skákanna þóttu með eindæmum af 16 ára pilti. Hann sigraði svo á alþjóðlegu móti í Baku með ll!/2 vinning úr 15 skákum. Alexander Beljavski varð í 2. sæti með 11 vinninga. Með þessum árangri tryggði Kasparov sér stórmeistaratitil, sá næstyngsti í skáksögunni. Hann var nýorðinn 17 ára. Met Fischers stendur enn og er ekki líklegt að falla. Hann var 15 ára gamall þeg- ar hann var sæmdur stórmeistar- atign á millisvæðamótinu í Port- oroz 1958. í sveitakeppni í Sovétríkjunum 1981 skaut Kasparov Karpov aft- ur fyrir sig. Þar tefldu Á og B- landslið Sovétmanna, öldun^alið og unglingalandslið sem Kaspar- ov leiddi. Kasparov og Karpov tefldu þarna í fyrsta skipti inn- byrðis og lauk báðum skákunum með jafntefli eftir mikla baráttu. Karpov hlaut 4 vinninga af 6 en Karpov 3V2 vinning. Á geysist- erku móti í Moskvu sama ár sig- raði Karpov hins vegar, hlaut 9 vinninga úr 13 skákum en Kasp- arov varð í 2.-3. sæti með 71/2 vinning. Á stórmótinu í Tilburg haustið ’81 vann hann um miðjan hóp og klúðraði vinningsstöðum vegn Spasskí, Petrosjan, Larsen og Portisch. Hann hlaut 50% vinn- ingshlutfall. Eftir þetta hefur Kasparov orðið efstur á hverju einasta móti sem hann hefur tek- ið þátt í og aðeins tvívegis deilt því með öðrum: Afrekaskráin lítur þannig út: 198111982: Sovétmeistaramótið í Frunze: 1.-2. sætið ásamt Psakhis 121/2 v. úr 17 skákum. Bugonjo 1982:1. sæti 91/2 v. úr 13 skákum. 2.-3. sæti Ljubojevic og Polugajevskí 8 v. Millisvœðamótið í Moskvu 1982: 1. sæti 10 v. úr 13 skákum. Belj- avskí varð í 2. sæti með 8I/2V. Olympíumótið í Luzern 1982: Tefldi á 2. borði, 8V2 v. úr 11 skákum. Skák hans við Kortsnoj verður lengi í minnum höfð. 1983. Moskva: Sigrar Beljavsklí í einvígi 6:3. Stórmeistaramótið í Niksic 1983: 1. sæti 11 v. af 14 mögulegum. Larsen í 2. sæti með 9 vinninga. 1983: London: Sigrar Kortsnoj í einvígi 7:4. 1984: Vilnus: Sigrar Smyslov í einvígi 8V2AV2. 1984: London: Teflir á 2. borði við Timman í keppninni Sovét- ríkin - Heimurinn. Sovétmenn vinna 21:19 og Kasparov sigrar Timman IVz'.lVz. 1984185: Moskva: Einvígið um heimsmeistaratitilinn við Karp- ov. Þegar staðan er 5:3 Karpov í vil með 40 jafnteflum, slítur Campomanes einvíginu og ákveðið er að heyja nýja keppni. 1985: Hamborg: Sigrar Húbner 4V4:1 Vi í æfingaeinvígi sem tíma- ritið Spiegel stendur fyrir. 1985: Belgrad: Sigrar Ulf And- ersson 4:2 í æfingaeinvígi í Bel- grad. 1985: Moskva: Sigrar Karpov 13:11 í einvíginu um líeimsmeist- aratitilinn og er þar með yngsti heimsmeistari skáksögunnar 22 ára gamall. Einvígið var æsisp- ennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu skákinni. 1985: Hilversum: Sigrar Timman 4:2 í einvígi. 1986: Biel: Sigrar Miles í einvígi 5Vz'3/2. Hann er ófreskja með 100 augu og þau sjá öll, sagði Miles eftir einvígið. 1986: LondonlLeningrad: Sam- kvæmt reglum á Karpov rétt á öðru einvígi. Kasparov vinnur YlVr.llVi eftir harða keppni. 1986: Olympíuskákmótið í Du- bai: Kasparov teflir á 1. borði og nær þar bestum árangri allra keppenda 8V2 vinning úr 11 skákum. Sovétmenn vinna nauman sigur. Óeining í liðinu. 1986: Brussel: Sigrar á 6-manna móti með IVz v. úr 10 skákum. Kortsnoj verður í 2. sæti með 5Vi vinning. 1987: Brussel: 1.-2. sæti í Brússel ásamt Ljubojevic en þeir hljóta 8I/2 vinning úr 11 skákum. Karp- ov í 3. sæti með 7 vinninga. Þetta er í fyrsta skipti síðan um ára- mótin ’82 að Kasparov er ekki einn efstur á móti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.