Þjóðviljinn - 08.11.1987, Page 7
Eftir Arna Bergmann
Lenín leggur hornstein aö minnisvarða unm Karl Marx: til hans er vitnað um að það kunni að vera nauðsynlegt að gera
nýja byltingu til að festa Októberbyltinguna í sessi.
Byltingin og
scumðin
í afmælisræðu Míkhaíls
Gorbatsjovs jafnt sem ótal
greinum og ræðum sem um
þessar mundir eru skrifaðar í
Sovétríkjunum um sjötugsaf-
mæli Októberbyltingarinnar
er eitt alveg á hreinu. Októ-
berbyltingin, segja allir, er
vafalaust mesti atburður ald-
arinnar.
Satt að segja munu ótal sagn-
fræðingar og áhugamenn um
þjóðfélagsmál taka undir við
þetta mat - líka þeir sem annars
hafa fátt gott um það að segja að
bolsévikaflokkur Leníns tók völd
í Pétursborg þ.ann sjöunda nóv-
ember 1917. En þar með er líka
upp talið það sem menn eru sam-
mála um.
Vonir og vonbrigði
Annað er víst: engin tíðindi
hafa vakið upp jafn sterkar vonir
og þessi bylting. Síðan þá á
heimurinn sér von, sagði þýska
skáldið og kommúnistinn Bertolt
Brecht. Allt vinstrið, hvort sem
það kenndi sig við jafnaðar-
stefnu, kommúnisma, anark-
isma, margir róttækir borgarar,
allir vonuðu að með öreigabylt-
ingu í Rússlandi væri stórt skref
stigið til þess góða samfélags þar
sem einskis manns velferð er vol-
æði hins, eins og skáldið kvað.
Síðan komu tímar mikilla von-
brigða - með samyrkjubú-
skapinn, með Stalin og hreinsanir
hans, með einstefnu í menningar-
lífi, með misskiptingu lífsgæða og
margt fleira. Vonbrigði sem
Hvaða
augum líta
Sovétmenn
sjólfir bylt-
inguna og
sögu þess
samfélags
semaf henni
spratt?
menn brugðust við ýmist með því
að hengja sig fasta aftan í
eitthvað sem þeir fundu sér til
réttlætingar því ástandi sem
skapast hafði í Sovétríkjunum
eða með því að sveia öllu saman
ogsnúa sér annað. Það komu líka
tímar þegar vonirnar risu á ný,
eins og eftir stríð þegar vegur
Sovétríkjanna var mikill í hugum
fólks eftir frækilegt framlag
þeirra til sigursins yfir Hitler, eða
upp úr ræðu Khrúsjovs á tuttug-
asta flokksþinginu 1956, þegar
menn héldu að hefjast mundi um-
bótaskeið í efnahagslífi og mál-
frelsi breiddi úr sér. Valdatími
Brézhnévs, sem tók við þegar
Khrusjov var steypt 1964, var svo
tími stöðnunar og leiðinda fannst
mönnum. Það var eins og ekkert
gerðist lengur í Sovétríkjunum, æ
færri lögðu sig fram um að fylgj-
ast með tíðindum þar, ef þeir
voru á vinstribuxum hlupu þeir
heldur annað - til Kína eða ann-
arra þriðjaheimslanda kannski.
Og svo lifum við núna merkilegt
skeið, kennt við perestrojku og
glasnost, tímabil sem Gorbatsjov
flokksleiðtogi vill gjarna kenna
við byltingu og tengja beint við
þá arfleifð djarfrar endurskoðun-
ar allra gilda sem hann kennir við
Lenín.
Sovéskt sjálfsmat
Á byltingarafmælum eru menn
einatt með hugann við það,
hvernig saga Sovétríkjanna hefur
farið í þá sjálfa, hvaða ályktanir
þeir vilja af henni draga. En ein-
mitt á breytingaskeiði eins og því,
OKTÓBERBYLTINGIN 70 ÁRA
Sunnudagur 8. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7