Þjóðviljinn - 08.11.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Page 8
ILEIÐARI Rauði herinn í Berlín 1945: fórnir okkar í stríðinu við Hitler voru í þágu heimsins alls. OKTÓBERBYLTINGIN 70 ÁRA sem nú stendur yfir, er bæði eðli- legt og nauðsynlegt að leggja eyrun við því fyrst og fremst hvað Sovétmenn eru sjálfir að hugsa um sína byltingu og hvað úr henni hefur orðið. í þessari samantekt hér verður nýleg grein eftir sovéskan frétta- skýranda, Gennadí Písarévskí, höfð til dæmis um þetta sjálfsmat Sovétmanna nú um stundir - um leið og önnur skrif eru höfð í huga og svo nýlegar ræður Mikhaíls Gorbatsjovs sjálfs. - Erfiðleikar og réttlœting Við upphaf greinar sem nefnist „Sósíalisminn 70 ára - hvað er næst'?" segir fyrrnefndur Písarév- skí á þessa leið: „Sósíalisminn er sjötíu ára, Innan við helming þess tímabils hefur hann getað þróast við eðli- legar aðstæður. Hinn helmingur- inn hefur verið undirlagður styrj- öldum - tveim heimsstyrjöldum og einni borgarastyrjöld, og síð- an hefur verið unnið að endur- uppbyggingu eftir styrjöldina, þegar efnahagslífið hefur verið í rústum. Eins hafa miklir kraftar farið í vígbúnaðarkapphlaupið sem óvinir Sovétríkjanna hafa neytt upp á okkur. Tvisvar sinn- um hefur land okkar verið lagt í auðn, það hefur misst næstum 40 miljónir manna í styrjöldum og eðlileg mannfjölgun hefur hægt á sér á 40 árum". Þetta er mjög stutt og laggóð upptalning á þeim ástæðum sem Sovétmenn hafa oftast nefnt til svars við gagnrýni á efnahagsá- stand hjá sér: hinn sögulegi arfur, fjandskapur umheimsins og fleira sem við getum ekki gert að, hafa tafið fyrir okkur. En hjá Písarev- skí eru og slegnir nýir strengir. Hann segir: „Staðreyndir og tölur sem þessar verðskulda umhugsun, óvilhalla umhugsun. Fyrir fimm eða tíu árum vitnuðum við aðal- lega í þessar tölur til að verja stöðnun þá sem átti sér stað hjá okkur, efnahagslega vankanta og aðra erfiðleika". Annarsvegar - hinsvegar Mcð öðrum orðum: hinir „ytri" erfiðleikar skipta vitanlega miklu máli, en þeir segja ekki alla sögu og það er rangt að nota þá sem eilífa afsökun til að firra sjálfa hina pólitísku forystu Sov- étríkjanna í fortíð og samtíð ábyrgð. I framhaldi af þessu tala Sovét- menn með Gorbatsjov í broddi fylkingar mjög í stíl sem kalla mætti „annarsvegar- hinsvegar" : mistök fylgdu sigrum, segja þeir, forðumst sjálfhælni jafnt sem móðursjúka svartsýni. Písarevskí segir: „Við höfum leyft okkur margt sem ekki hefur verið leyfi- legt, sem ekki hefur mátt gera og ekki er hægt að réttlæta". Það er lfka í þessum tón að Gorbatsjov talar í sinni afmælisræðu um að Stalín hafi vitað af upplognum ákærum á hendur mörgum ágæt- um kommúnistum sem teknir voru af lífi á fjórða áratugnum og að „sök hans og klíku hans gegn flokknum og þjóðinni er þung og ófyrirgefanleg". En það er í sama anda, að hann leggur ekki í að segja það hreinskilnislega hve dýrkeypt og mannfrek hreinsana- skelfingin var, né heldur hvað það kostaði að reka bændur með harðri hendi í samyrkjubú eins og gert var á árdaga alræðis Stalíns. Besta kerfið Pað er reyndar sama hvort Gorbatsjov eða sovéskir frétta- skýrendur tala um „erfið tímabil" Miklar framkvæmdir við erfiðar aðstæður eru sem fyrr helsta málsvörn Sovét- ríkjanna. Myndin er frá vígslu raforkuversins við Dnépropetrovsk 1932. Rússneska byltingin og við Sjötíu ár eru liðin frá þeim miklu tíðindum, að bylting var gerð í víðlendasta ríki heims, Rússlandi, og því lýst yfir að þar væri hafin uppbygging sósíalismans. Má nærri geta að hjörtu verklýðssinna fóru að slá hraðar við þessi fyrir- heit meðan hrollur mikill fór um yfirstéttir heimsins. Eins og alltaf er verið að tönnlast á nú um stundir, og ekki síst í Sovétríkjunum sjálfum, varð þróun tússnesku byltingarinnar og sovésks samfélags miklu niótsagna- kenndari en menn í fyrstu gerðu ráð fyrir. Og einmitt þess vegna verður þeirri spurningu ekki svarað í eitt skipti fyrir öll, hvaða áhrif þessi bylting hefur haft - til dæmis á verklýðshreyfingu og sósíalískar hreyfingar annarsstaðar í heiminum og þá hér á íslandi. Þau áhrif hafa verið misjöfn eftir tíma. Því verður til dæmis ekki á móti mælt, að um langt skeið efldi fordæmi Októberbyltingarinnar, hröð iðnvæðing og menntabylting í Sovétríkjunum, sósíalistum af ýmsu tagi dirfsku og sjálfstraust. Sjálf tilvera ríkis sem komst af án kapítalisma var mikil ögrun ríkjandi stéttum, hún gerði þær ýmist grimmari (fasisminn) eða fúsari til málamiðlana (velferð- arríkið). En ótíðindi frá Sovétríkjunum, ekki síst af mála- ferlunum miklu 1936-38 og þeim mannskæðu „hreinsun- um“semþááttusérstað-eða þá fréttiraf efnahags- legri stöðnun síðari ára - höfðu líka neikvæð áhrif á alla sem höfðu hugann við grundvallarbreytingar á þjóðfé- laginu. Ef byltingin kostar slíkar mannfórnir, ef byltingar- þjóðfélagið stendur borgaralegu lýðræði að baki í ýmsum mannréttindamálum og stendur heldur ekki við fyrirheit um hraðar efnahagslegar framfarir, þá hlýtur að sljákka verulega í þeim, sem telja að það liggi lífið á að losna við auðvaldskerfi, þótt fyrr hafi það verið afskrifað með skraplegri kenningu sem gjaldþrota fyrirbæri í sögunni. Svipað má segja um framgöngu Sovétríkjanna á al- þjóðlegum vettvangi. Framlag þeirra til sigursins yfir Hitlers-Þýskalandi var mikið og ómetanlegt reyndar. í átökum eins og Kúbudeilunni fyrir aldarfjórðungi kom það skýrt í Ijós, að Sovétríkin gátu gegnt því mikilvæga hlut- verki að koma í veg fyrir að Bandaríkin væru allsráðandi lögregla heimsins. En Tékkóslóvakía og Afganistan minna líka á það, að Sovétríkin hafa látið stórveldis- hagsmuni reka á dyr hugsjónaviðhorf (m.a. þau að virtur sé réttur smærri þjóða til að skapa sér sjálfar örlög). Á afmæli Októberbyltingarinnar er rétt og sjálfsagt að óska þjóðum Sovétríkjanna til hamingju með það sem vel hefur verið gert til almennra framfara og menningarút- breiðslu í landi þeirra. Um leið og látin er uppi von um að umbreytingatímar þeir, sem nú ganga yfir, kenndir við perestrojku og glasnost, hjálpi til að greiða úr erfiðum hnútum sögunnarog sjálfrar þjóðfélagsgerðarinnar. Sem betur fer er nú bjartara yfir Kremlarmúrum en verið hefur í langan tíma. Þar situr nú leiðtogi sem hamrar mjög á heilbrigðri óánægju með ríkjandi ástand, boðar „betri sósíalisma“, trúir því að hægt sé að stefna að honum með árangri og viðurkennir um leið að sú leið er erfið og tvísýn. Það er og jákvætt að Gorbatsjov og hans menn ítreka það, að þeir sitji ekki inni með allan sannleika um heiminn og sósíalismann, því andrúmsloft leitar og umræðu er vitanlega miklu frjórra en einstrengisháttur opinberrar fullvissu. Og þó er það ótalið sem mestu skiptir fyrir afganginn af heiminum um þessar mundir: blátt áfram það, að umbótahreyfingin er um leið friðarhreyfing, hún er sprottin af aðstæðum og markmiðum sem að sínu leyti auðvelda samningsjörð milli risavelda og blakka um betri sambúð, eftirlit með vígbúnaði, niðurskurð gereyðingar- vopna. Greiða fyrir lausn á (Deim vanda sem heitast brennur á mannkyninu samanlögðu. ÁB 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.