Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 12
estur, eöa riddari eins og viö segjum. Nokkur hestsmynd er raunar á tákninu. Punktarnir fjórir
eru fætur, og faxið er auðséð í strikunum ofan til.
aflmennirnir eru allir jafnir að stærð ef ekki styrkleika. i þá eru greypt tákn, og þekkjast þeir
sundur á því
Fílaskák
Kanónur, lífverðir,
en engin drotining
Um aldagamla skákiðkun Kínverja. Almenningseign þarí
landi, ekki síður en með íslendingum
íslendingar hreykja sér
gjarnan af því aö skák sé hér
meiri almenningseign en ann-
ars staðar þekkist, og iðkun
hennar virði engin stétta- og
starfshópalandamæri. Ef-
laust rétt svo langt sem það
nær, en út fyrir hinn vestræna
heim nær það ekki. Eins og
kunnugt er teflir fólk því meira
í þessum heimshluta sem það
á sér fleiri ár að baki í skóla.
Menntamannahobbí semsé.
í öðrum plássum er svo annað
uppi á teningnum eins og gengur;
til dæmis má fullyrða að tafl-
mennska sé að minnsta kosti
jafnútbreidd í Kínaveldi og hér
hjá okkur. Munurinn er sá einn
að þar notast fólk við annars kon-
ar manntafl.
Skák og lýðrœðl
Það er hálfgert myllusystem á
kínverska taflinu, eða fílaskák-
inni eins og það heitir: mennimir
eru trésívalningar og allir jafn
stórir - ólíkt lýðræðislegra fyrir-
komulag en í okkar tafli þar sem
mannvirðingarstiginn endur-
speglast í fyrirferð taflmannanna
allt frá kóngi og oní peð - en í
hvem þeirra er greypt tákn, og
þekkjast þeir sundur á því.
Hvaða munur er svo á fflaskák-
inni og því afbrigði sem barst til
Evrópu hálfu árþúsundi eftir að
fólk fór að tefla í Kína? Skák-
borðið er í báðum tilfellum sextí-
uogfjórskipt, en Kínverjar stilla
ekki upp á reitunum, heldur lín-
unum milli þeirra. Peðið eins og
við þekkjum það, hrókur, ridd-
ari, biskup og kóngur eiga sér
kollega í hermanni, stríðsvagni,
hesti, ráðherra (ffl) og hershöfð-
ingja, og markmiðið í báðum af-
brigðum er hið sama, að koma
kóngnum í mát. Sextán menn eru
í liði eins og hjá okkur, en drottn-
ing er engin og peðin aðeins
fimm. Þar á móti hefur kínverski
kóngurinn tvo lífverði, og
jafnmargar kanónur eru til stað-
ar.
Að sjá við
kanónunum
Það eru þessar kanónur sem
öllu breyta; þær hafa hróksgang,
en mega því aðeins drepa - éta,
segja Kínverjar - einhvern úr
óvinaliðinu að annar maður sé á
milli. Sóknarskákmenn stilla því
gjarnan saman kanónur sínar og
láta þær ástunda eins konar
höfrungahlaup í árásarskyni.
Það sem helst má til varnar
verða áhlaupi kanónunnar er að
leika „milliliðnum“ til hliðar, en
þá er enginn taflmaður milli
hennar og fórnarlambsins og fyrir
bragðið getur hún ekki étið það.
Riddaragangurinn er hinn
sami og við erum vön hér fyrir
vestan, en þó er undantekning
þar á: sé manni leikið á reitinn
fyrir framan riddarann þá kemst
hann ekki áfram. Ef við hugsum
okkur, út frá okkar manntafli, að
hvítur riddari sé á sínum upphafs-
reit, gl, og svart peð sé komið á
g2, þá kemst riddarinn hvorki á f3
né h3.
Hvar er
drottningin?
Jafnréttissinnar á Vestur-
löndum sem hafa fengið nasasjón
af fflaskákinni eiga það til að
fussa yfir sexisma þeim sem opin-
berast í drottningarleysinu. Rétt-
læting er til á því eins og öllu
öðru, og benda Kínverjar á að
ekkert komi fram um kynferði
hershöfðingja þess sem sé lykil-
maður í leiknum. í framhaldi af
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988
svofelldri athugasemd má svo
sem hægast telja upp fjölda
kvenna sem hafa haft forystu
fyrir herjum landsmanna gegnum
tíðina og kínversk miðaldasaga
kann að greina frá.
Sumir taflmannanna eru til
varnar en hinir sjá um sóknina:
lífverðir og ráðherrafflar eru
hershöfðingjanum til trausts og
halds en stríðsvagnar, hestar,
hermenn og kanónur eru sóknar-
menn. Þessi verkaskipting er
ákaflega skýr og helgast ekki af
almennum vangaveltum um eðli,
gang og styrk, heldur þeirri reglu
að hinir fyrrnefndu mega ekki
fara yfir þartilgerða á sem skiptir
taflborðinu í tvennt. Hermenn
þeir eða peð sem komast yfir ána
eflast við ferðalagið og mega þá
ganga út á hlið, auk síns venju-
lega gangs beint af augum.
Fflaskákin býður upp á mjög
taktíska taflmennsku, ekki síst
fyrir tilstilli kanónanna, og þung-
ar stöðubaráttuskákir með míkr-
óskópískum ávinningum eftir ó-
Sk H
Stöðumynd. Mennirnir ganga eftir
línunum, ekki reitunum. Svört
kanóna og stríðsvagn hafa ruðst inn
fyrir víglínur þeirra rauðu (hvítu, segj-
um við fyrir vestan).
tölulegan leikjafjölda eru fáséð-
ar. Hætt við að kallar á borð við
Tal og kannski Kasparov kynnu
betur við sig í þeim flækjum
öllum en Karpov og Andersson.
Rúlluskauta-
varíantar
Raunar hafa Kínverjar sinnt
„alþjóðlegu skákinni" af alúð hin
seinni ár, og rúlluðu til dæmis ís-
lenska ólympíuliðinu upp fyrir
nokkrum árum í þeirri grein eins
og frægt varð. Þá þegar vöktu
þeir mikla athygli fyrir hina bí-
ræfnustu rúlluskautavaríanta, og
skal því slegið fram hér án
ábyrgðar að þar gæti áhrifa frá
þeirra eigin afbrigði af manntafli.
Iðkun skáklistar er síst
eitthvert menntamannadútl í
Kína og svipar þeim til okkar í
þeim punkti. í sumarhitunum er
algengt að grannar setjist að tafli
úti á gangstétt til að losna við hit-
amolluna innan dyra, og eins eru
skáksett til taks í öllum almenn-
ingsgörðum. Sægur vegfarenda
staldrar jafnan við til að fylgjast
með skákinni, og þá er nú ekki
verið að liggja á athugasemdun-
um. Hinar líflegustu umræður og
jafnvel deilur um stöðuna takast
með mönnum, og ráðleggingum
rignir yfir skákmennina. Þess eru
meira að segja dæmi að góðfúsir
áhorfendur taki fram fyrir hend-
urnar á þeim í bókstaflegri merk-
ingu; eitt sinn sá ég einn slíkan
grípa í höndina á skákmanni ein-
um þegar hann ætlaði að fara að
leika, og afstýrði þar með að
eigin áliti einhverri flóðhestatafl-
mennsku. HS