Þjóðviljinn - 17.01.1988, Qupperneq 17
LOTUR
lesa bollaleggingar um vandam-
álið mikla: hvað tekur svo við af
þessum geisladiskum, sem hægt
er að taka á hvað ofan í annað?
Giskað var á að það yrði alveg ný
tegund af geisladiskatækjum og
samsvarandi diskum, sem væru
ætir. Þá þyrftu menn ekki einu
sinni að hafa fyrir því að taka
ofan í Dibbidibbidútt þegar það
væri komið úr tísku, - menn gætu
hreinlega étið það. Þannig gæti
svo farið, að það yrði ekki ein-
ungis dægurlagatískan sem væri
breytingum háð, heldur og líka
bragð diskanna.
Vera má, að einhverjir efist um
að áhugamenn um margvíslega
tónlist frá ólíkum tímum og stöð-
um láti svo auðveldlega teyma sig
eftir þessari þróunarbraut, þó svo
hún líti glæsilega út, - ekki síst ef
geisladiskunum ætu er veifað
framan í menn eins og gulrótinni í
asnann. En reynslan í París - og
ýmsum öðrum stórborgum líka er
mér sagt, - bendir þó til þess að
fyrsta stigið a.m.k. - útrýming
hljómplatnanna - sé smám sam-
an að komast í framkvæmd.
Gagnvart þeim glæstu framtíðar-
horfum sem þannig opnuðust átti
sérfræðingur franska blaðsins
erfitt með að leyna því að hann
var hálfgerð fornaldarsál inni við
beinið. Var hann að lauma inn
þeim kenningum að harla óvíst
væri að allt það efni sem til er á
venjulegum hljómplötum yrði
nokkurn tíma flutt yfir á geisla-
diska, einkum og sér í lagi ef
stefnt yrði að því að sú tækni úr-
eltist líka á skömmum tíma. Það
var jafnvel ekki laust við að hann
færi að vefengja réttmæti þess að
kasta fyrir róða ýmis konar tækni
sem hefur gefið góða raun eða
mun geta gert það (eins og geisla-
diskatæknin) ef tími er fyrir hendi
og gerir mönnum kleift að byggja
upp söfn af plötum eða diskum
óháð stundlegum tískusveiflum
og hafa gagn af þeim.
En hann hefði svo sem alveg
eins getað fordæmt útrýmingu
hljómplötutækninnar á þeim for-
sendum afdankaðra bókmennta-
manna, að þegar hún er úr sög-
unni eigi menn erfiðara með að
skilja samlíkingu þjóðskáldsins
sem sagði við stöllu sína: „Nú
mun ég plata þig því án minnar
nálar mun tón þinn aldrei
heyrast". í tækniþjóðfélagi fram-
tíðarinnar er slíkur húmanismi til
trafala: Hvað hafa menn með
fornaldartækni og tónlist að gera,
ef þeir geta tekið Dibbidibbidútt í
beinni útsendingu og látið það
hljóma sér í eyrum um leið og það
er orðið heimsfrægt í Texas. í
raun og veru vísa plötu- diska- og
bandaframleiðendur veginn:
væri ekki von á mikilli grósku í
útgáfu ef menn hættu að nota
bækur sem þarf að fletta eins og
skinnhandritum og færu að setja
alla texta á smáfilmur sem sér-
stök tæki þyrfti til að lesa? í því
væri vitanlega tímasparnaður,
því stutt væri á takka í stað þess
að fletta - og þá væri líka hægt að
finna átyllur til að skipta um
tækni á nokkurra ára fresti, þann-
ig að menn þyrftu að endurnýja
söfnin...
e.m.j.
Sunnudagur 17. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Ari Gísli Bragason
Vinir
blómanna
það er í raun einfalt
að rækta fallegt blóm í brjósti sínu
það er í raun einfalt
að elska og hata
en það er erfitt
að missa blómið í brjósti sínu
ástina og hatrið
Komdu sagði sjórinn
Morgunmyrkrið var á undanhaldi,
stór en máttvana féllu fyrstu snjókornin.
Parna var sjórinn
sá gamli prakkari
alltaf á ferðalagi.
Mœtt í slaginn
gömul, haltrandi með hvítan plastpoka
,$krýtin kerling“ sagði sá heimski
og hló.
• ■■■■ Hvítur fugl flaug inn hafnarmynnið
stór, fagur, boðberi hamingju
eða hvað
var þetta snjókorn?
Myndskreyting: Melkorka Thekla Ólafsdóttir