Þjóðviljinn - 31.01.1988, Side 14
I skugga sólar...
up^
hafi
Hvað er að gerast í undir-
heimum Lillehammer? Hver er
það, sem sífellt veitir Andrew
Price, aðalvaraforingja í varðliði
breska hersins á Falklandseyjum,
eftirför um nætur? Hvers vegna
fór Jeannie d‘Artgnan til Món-
akó þann tuttugasta? Hver
stjórnar bjórsmyglinu frá Mec-
helen í Belgíu til Svalbarða? Og
af hverju er verið að smygla
bjórnum þangað en ekki til Is-
lands? Hefur Þrándur Þórodds-
son, aðstoðarvarafulltrúi smygl-
deildar lögreglunnar í
Steingrímsfirði eitthvað að fela í
þessu sambandi? Af hverju hefur
ekkert heyrst um hvítkálsh-
neykslið mikla í Argentínu í ís-
lenskum fjölmiðlum? Hefur her-
foringjastjórnin einhver ítök hér-
lendis? Er fréttastjórinn kannski
launsonur Pinochets og argentín-
skrar dansmeyjar af fátækum for-
eldrum? Af hvrju veiðast engir
kolkrabbar við strendur Gíbralt-
ar? Hvað olli matareitruninni
sem lagði sjöþúsundeitthundrað-
tuttuguogtvo Hollendinga í rúm-
ið á Ibiza um daginn, þar sem þeir
voru áferðalagi? Var það kannski
það sama og sendi tvöhundr-
uðníutíuogátta aðNýsjálendinga
í gröfina árið 1978? Er Paul Wat-
son óskilgetinn hálfbróðir eins
hvalskurðarmannanna í Hval-
firði? Eða er hann njósnari frá
Simbabwe? Hvers vegna fara ís-
lendingar aldrei á villisvínaveiðar
á ferðalögum sínum um
Suður-Ameríku? Voru íslenskir
víkingar á undan Bretum til Ást-
ralíu? Hver ber ábyrgð á stór-
felldum innflutningi á illþefjandi
svitalyktareyði til Kanada? Á
það við einhver rök að styðjast að
ítalska Mafían hafi staðið þar að
baki? Eða eru það sömu aðilar og
sendu Guðjóni Friðjónssyni
tannlækni 3000 túbur af jarðar-
berjatannkremi? Hver er raun-
veruleg móðir Ronalds Reagan?
Á Ronald Reagan raunverulega
móður? Hefur Ronald Reagan
nokkumtímann átt raunverulega
móður? Hver skrifaði þetta ragl?
Við þessu og mörgu öðru fást
engin svör í næsta helgarblaði
Þjóðviljans.
Verðum allir
Ijóshœrðir
innan mánaðar!
Spjall vlð sólardrengina í Síðan skeln sól
Silfurgljáandi hurð í kjallaran-
um reynir að halda aftur af há-
vaðanum, en reynist ekki hlut-
verkinu vaxin. Ég tek um
hurðarhúninn, ýti honum nið-
u r og toga - og sjá - my rkrið
leysist upp í ótal geislafrá
hvítbláu flúorscentljósi í loft-
inu. Síðan skein sól. Þeir
stóðu og sátu þarnafjórir,
Helgi Björnsson andaði í
hljóðnemann og bráðabirgð-
asöngkerfi skilaði rödd hans
hálfbjagaðri í hlustir mér. Eyj-
ólfur Jónsson gældi við gítar-
strengi, Jakob Magnússon
plokkaði bassann og Ingólfur
Sigurðsson hinn Ijóshærði
barði bumbur. Það varfæðing
í gangi þegar ég rauf birtu-
múrinn, nýtt lag var að bætast
í safnið. Halló hæ o.s.frv. þeg-
ar þeir urðu mín varir og svo
var haldið áfram að spila um
stund. Og svo viðtal. Eða
eitthvað í þá áttina allavega.
Hvaö er Síðan skein sól fyrir
nokkuð? Band. Hljómsveit. Við
erum popparar...? En, ég meina,
af hverju? Við ætlum ekki að
breyta heiminum, ef það er það
sem þú ert að fiska eftir. Við
erum bara að spila tónlist og lang-
ar að gera það vel. Alveg Obbos-
lega vel. Við ætlum að verða betri
en bæði Bubbi og Steinar Berg til
samans! Það er svona megininn-
takið í þessu... Góða tónist seg-
iði, hvernig tónlist er það þá sem
þið spilið? Eða má ekki spyrja
svona? Þetta er bara rokk. Ein-
falt og aðgengilegt. Flatarmáls-
rokk! Ha? Flatarmálsrokk... er
l það ekki gott - það er alltaf verið
að finna upp nýjar og nýjar teg-
undir af rokki - gúanó- og pön-
krokk, jassrokk, popprokk og og
- og núna er flatarmálsrokkið
semsé komið. Og hver skyldi svo
semja þetta flatarmálsrokk? All-
ir. Helgi Jakob Ingólfur og Eyj-
ólfur semja flatarmálsrokk í
kjallara á Grettisgötunni. Það er
frétt. En Helgi sér um textagerð-
ina. Og fjallarekki um míkrófón-
statíf. Ekki heldur um lím eða
sniff. Hvað þá að hann minnist á
stráka með engin tippi. En strák-
ar með tippi fá að vera með. Og
flest annað. Líklega fljótlegra að
telja upp það sem ekki er fjallað
um. Hugsa. Kannski við verðum
að koma okkur upp einhverri
stefnu, svona af því við erum
komnir í blaðaviðtölin aftur.
Eitthvað í sambandi við afstæð-
iskenninguna kannski. Jörðin er
flöt? vogar blaðamaður sér að
skjóta inní. Já, til dæmis. Það er
ekki verra baráttumál en hvað
annað. Kannski við reynum þá að
breyta heiminum eftir allt saman.
En söngvarinn er alltaf að leika.
Hvurnig má það vera? Tónleikar
á íslandi byrja aldrei fyrir hálf-
tólf. Leiksýningum lýkur yfirleitt
ekki seinna en ellefu. Svo að á
meðan þessi hefð helst í tónleika-
haldi hérlendis eru við seif. Þið
viljið ekkert breyta þeirri leiðind-
ahefð? Ertu vitlaus - þá værum
við ekki til lengur...
Og þá eru væntanlega tón-
leikar framundan...? Ævíst. Þeir
einu sem eru dagsettir enn sem
komið er verða í Lækjartungli
þann 18. Febrúar það er að segja.
Þá spilum við með Frökkunum,
sem hafa verið vaktir til lífsins á
ný. Annars ætlum við bara að
spila sem víðast hér á höfuðborg-
arsvæðinu næstu tvo eða þrjá
mánuði eða svo. Fara í skólana
o.s.frv. Maður er svosem ekki
mjög lengi að dekka þetta svæði.
En landsbyggðin verður að bíða
eitthvað lengur eftir sólskininu.
Viz erum komnir með rúmlega
klukkutímaprógramm. Nóg efni
á plötu. Og ætlum að gefa út
plötu. Bara einhverntímann í ó-
ljósri framtíð. Viljum svona
frekar fá útgefanda, ef hann
finnst, en við förum á plast hvað
sem tautar. En ekki strax. Ekki
nærri strax. Og þó við séum
komnir með klukkutímapró-
gramm og nóg af lögum á eina
plötu, þá er ekki þar með sagt að
við séum hættir að semja. Við
erum alltaf að semja. Það má
alltaf gera betri lög. Og svo aftur
betri lög en þau. Það ætlum við
að gera - betri lög, alltaf betri
lög. Og markmiðið? Við ætlum
að verða heimsfrægir! Hvað held-
urðu - er það ekki það sem
blífur..? Ha? Annars er mark-
miðið með því að gera betri lög
ekki annað en að gera betri lög -
er það ekki markmið í sjálfu sér?
Hmmm. Líklega.
En það má kannski bæta inn
öðru markmiði hér - við stefnum
að því að verða ljóshærðir allir
sem einn innan mánaðar. Tón-
listin er komin, að verulegu leyti,
og nú er að vinna í ímyndinni -
við verðum að fá okkur eitthvert
„look“ - verða ljóshærðir og sæt-
ir, það er næsti áfangi sem við
stefnum að...
Ljósmyndarinn tekur myndir.
Eyjólfur hleypur út bölvandi, ei
að verða of seinn á ellefubíó.
Hann er að fara að sjá Ottó. Það
eru þó allténd meðmæli. Með
hljómsveitinni á ég við. Og svo út
í kvöldið og kuldann á móti ein-
stefnu upp Grettisgötuna. Ann-
arshugar. Síðan skein sól....
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. Janúar 1988