Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 9
Karfa
Dómaraskandall
Báðir íslensku alþjóðakörfuknattleiksdómararnirhœttir.
Sigurður Valurskilaði inn dómaraskírteini sínu ígœr.
Persónulegar árásir á Einar Bollasson
„Ég skila inn dómaraskírtein-
inu mínu á morgun,“ sagði Sig-
urður Valur Halldórsson á leik IR
og KR á sunnudagskvöldið en
hann var þar meðal áhorfenda.
Þjóðviljinn hafði samband við
Sigurð í gær og innti hann eftir því
hvort hann hygðist standa við orð
sín. „Já, það stendur. Ég ætla að
senda formlegt bréf í dag en ég vil
ekki tjá mig um það efnislega.
Þegar Kristinn Albertsson dæmdi
tæknivíti á Einar Bollason fyllti
það mælinn. Þetta eru ekkert
annað en persónulegar árásir á
hann og það verður ekki liðið,“
sagði Sigurður Valur og ef hann
gerir það eru báðir íslensku al-
þjóðadómararnir hættir en sem
kunnugt er hætti Kristbjörn Al-
bertsson í vetur. Þjóðviljinn
hafði einnig samband við Krist-
björn í gærkveldi. „Ætli þetta sé
ekki helst þrjóska í mér. Það kom
upp deilumál milli mín og dóm-
aranefndarinnar í fyrra og ég
taldi mér ekki fært að bakka í því
máli. Síðan vildi svo til að ég fékk
fáa leiki til að dæma þetta keppn-
istímabil svo að ég hætti,“ sagði
Kristbjörn.
Það er óhætt að segja að
eitthvað sé að hjá stjórn dómara-
mála hér á landi þegar atvik sem
þetta á sér stað og spurning hvað
stjórnin gerir þegar hún fær
bréfið.
„Þetta var punkturinn yfir i-
ið,“ sagði Einar Bollason þegar
blaðið hafði samband við hann.
„Við ÍR-ingar erum búnir að fá
okkur fullsadda á þessum manni
og við erum tilbúnir til harðra að-
Deildakeppni
Deildakeppni Badmintonsam-
bands íslands fór fram um helg-
ina. í 1. deild sigraði lið TBR-B
sem var skipað bæði gamal-
reyndum kempum og ungu og
efnilegu fólki.
í liði TBR-B voru Broddi
Kristjánsson, Gunnar Björgvins-
son, Snorri Ingvarsson, Óli
Ziemsen, Katnn Magnúsdóttir
og Lovísa Sigurðardóttir, hin
gamalreynda kempa. í öðru sæti
varð D-lið TBR sem átti 4 lið í 1.
deild. A-lið KR féll niður í 2.
deild og B-lið ÍA tekur sæti
þeirra. TBR-G féll í 3. deild en
HSK sigraði í 3. deild og tekur
sæti í 2. deild.
Einna mesta athygli vakti ár-
angur Óla Ziemsen sem er að
verða einn okkar besti badmin-
tonspilari, þótt hann sé aðeins 15
ára gamall.
Aðalfundur Leiknis
Aðalfundur Leiknis verður
haldinn í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi þriðjudaginn 16. fe-
brúar kl. 20.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf, lagabreytingar og
önnur mál. .
Stjórnin
Kristinn Albertsson og Einar Bollason í leiknum á sunnudaginn. Verður þessi leikur vendipunktur í dómgæslu úrvalsdeildarinnar? (Mynd: E.ÓI.)
gerða. Það er í hæsta máta óeðli-
legt að maðurinn geti spilað f-
gegn öðrum leikmönnum í úr-
valsdeildinni eitt kvöldið og
í badminton
22 lið tóku þátt í mótinu og
voru keppendur um 180 talsins.
-ih
kannski lent í einhverjum hasar,
og komið síðan kvöldið eftir og
flautað á þessa sömu menn. Við
getum ekki beðið eftir að hann
hætti að dæma. Annars finnst
mér hann svo efnilegur að hann
ætti að snúa sér alfarið að því að
spila og hætta að dæma,“ sagði
Éinar ennfremur.
Lesendum til nánari fróðleiks
má benda á benda á að Kristinn
Albertsson er leikmaður með
UBK í úrvalsdeildinni, dómari
fyrir UBK í sömu deild, ásamt því
að vera í dómaranefnd KKÍ.
Hann er einnig gjaldkeri Körfu-
knattleikssambandsins og situi
þar af leiðandi í stjórn KKÍ. Það
er ljóst að Kristinn hefur einhver
völd innan KKÍ þó að ekki sé ver-
ið á neinn hátt að setja út á störf
hans í þessum embættum. Ekki
náðist í Kristin í gærkveldi.
-E.Ól/ste
Handbolti
Fram að koma til
Jens í marki Fram átti góðan leikþegar Fram
vann Breiðablik á sunnudaginn
Einar Bollason.
Það var greinilegt að Fram
væri betra liðið þegar þeir léku
gegn UBK. Blikarnir gáfust þó
ekki upp en voru yfírspilaðir í
síðari hálfleik.
Fram byrjaði á að komast yfir
3-0 strax í byrjun leiksins. Þeir
voru sterkir í vörninni og komust
meira í gegn. Blikunum tókst þó
að halda eitthvað í við þá þó að
Fram væri alltaf yfir 2 til 3 mörk.
Á 11. mínútu var staðan 7-4 og
gerðu reykvíkingarnir þá 3 mörk
án þess að mótherjarnir gætu
svarað 10-5. En þá juku Blikarnir
hraðan gerðu 6 mörk en Fram
tókst að koma inn einu marki á
meðan og var staðan því í hálfleik
11-11 þó að Jóni Þóri mistækist
að skora úr 2 vítum.
í síðari hálfleik tóku Fram sig
verulega á, gerðu hvert markið á
fætur öðru og var alger einstefna
á mark Breiðablik, sem reyndu
þó klóra í bakkann. Frammarar
juku muninn jafnt og þétt og
komust í 16-12, 19-13 og síðan
með góðri 5 marka syrpu í 20-15.
Þá var Blikinn Magnús Magnús-
son rekinn útaf með rauðu spaldi
fyrir gróft og algerlega óþarft
brot. Það virtist þó hleypa lífi í
Blikana því þeir náðu að minnka
muninn jafnt og þétt þó ekki gætu
þeir jafnað en náðu að minnka
muninn niður í 6 mörk.
Frammarar virðast vera að
koma til enda hafa þeir góðum
mönnum á að skipa. Jens varði
mj ög vel, Birgir var öruggur á lín-
unni, Atli ógnaði mikið þó hann
væri oftast tekinn úr umferð og
Hannes og Egill gerðu góða hluti.
Af Blikunum var bestur Jón Þórir
þó að bræðumir Aðalsteinn og
Björn stæðu sig vel. Einnig var
Þórður góður í hominu. Það er
vert að benda á að leikmenn
UBK vom útaf 18 mínútur í
leiknum. Dómaramir vom góðir,
útskýra dóma sína vel svo að leik-
mönnum reyndist erfitt að mót-
mæla. Þó gerðu þeir, að því er-
virðist, mistök við og við en fáir
dómar þeirra vom vafasamir.
Laugardalshöll 7. febrúar
Fram-UBK 28-22 (11-11)
Mörk Fram: Birgir Sigurösson 11, Egill
Jóhannesson 6 (3v), Hannes Leifsson 4,
Hermann Bjömsson 4, Atli Hilmarsson 2,
Ragnar Hilmarsson 1.
Varið: Jens G. Einarsson 13 (2v).
Útaf: Jens G. Einarsson 2 mín, Birgir
Sigurösson 2 mín, Hannes Leifsson 2 min,
Júlíus Gunnarsson 2 mín.
Spjöld: Atli Hilmarsson gult, Egill Jó-
hannesson gult.
Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 5 (4v),
Aöalsteinn Jónsson 4, Þórður Ragnarsson
4, Bjöm Jónsson 3, Hans Guömundsson
3, Kristján Halldórsson 2, Svafar Magnús-
son 1.
Varið: Guðmundur Hrafnkelsson 4 og
Þórir Siggeirsson 2.
Útaf: Hans Guðmundsson 6 mín, Jón
Þórír Jónssn 4 mín, Aðalsteinn Jónsson 2
mín, Kristján Halldórsson 2 mfn, Svafar
Magnússon 2 mín, Magnús Magnússon 2
mín og rautt.
Spjöld: Magnús Magnússon rautt, Að-
alsteinn Jónsson gult, Bjöm Jónsson gult.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og
Hákon Sigurjónsson daamdu vel.
-ste
Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9