Þjóðviljinn - 28.02.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 28.02.1988, Síða 6
DON GIOVANNI - ítilefni vel heppnaðrar sýningarís- lensku óper- unnaróópe- runni Don Gio- vanni eftir Moz- artfjöllum við hérummann- gerðina Don Juan. Hvaðan kemur þessi makalausa persóna og hvað gerir það að verkum að hún höfðar svona sterkttil okkarenní dag? Hverer Don Giovanni? Erhanndemón- inníokkur öllum? 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Lífsnautnin og lögmálið Sjaldan hefur sá sem þetta rit- ar skemmt sér eins vel í ís- lensku leikhúsi og í íslensku óperunni á dögunum þar sem flutt var óperan Don Giovanni eftirMozart. Ekki barafyrir frábæran söng og leik og yndislegatónlist. Heldurfyrst og fremst fyrir þá sök hvernig þetta allt sameinaðist í einni heild í goðsögunni um Don Giovanni: flagarann og nautnasegginn sem með ó- slökkvandi lífsþorsta og for- vitni á þær unaðssemdir sem lífið virðist geta boðið uppá sést ekki fyrir í stöðugri leit sinniaðfullnægju. Ekkertget- urtjáð þennan óseðjandi lífs- þorsta eins vel og tónlistin í sínu stundlega æði, og tónlist Mozarts er full af erótík og munúð sem vekur með okkur fögnuð og lífsþorsta, sem er um leið tregablandinn vegna grunsins sem brátt verður að vissu um ill örlög hetjunnar sem storkaröllum lögmálum í nafni lífsnautnarinnar. Don Giovanni var ástfanginn af ástríðunni og hugsaði aldrei lengra. Hjá Mozart er hann eins og óstöðvandi lífskraftur, og sá getur varla talist lifandi sem ekki fellur fyrir honum. En samt er hann eins ófyrirleitinn og hugsast getur: hann storkar siðalögmál- inu. Já, í lokin þá storkar hann sjálfum dauðanum, og það verð- ur honum að falli. Lífskrafturinn er hnepptur í fjötra lögmálsins og undan því verður ekki vikist. Við getum litið á Don Gio- vanni sem siðlausan flagara og egóista, en það er ekki að öllu leyti rétt, því þá mundi hann ekki hrífa okkur. Við getum litið á hann sem stjórnleysingja eða uppreisnar- mann gegn borgaralegum eða fastmótuðum siðalögmálum og kreddum þjóðfélagsins og það er kannski sönnu nær en þó ekki satt, því hann er líka annað og meira: hann hefur munúðina og erótíkina í blóðinu. Kannski er hann lífskrafturinn sem kennir okkur að bera okkur eftir unaðssemdum lífsins í trássi við alla þá fjötra sem á okkur eru lagðir í nafni lögmálsins. Kannski er það hann sem kennir okkur endanlega að skilja lögmálið? Því án hans væri ekkert lögmál og án lögmálsins væri enginn Don Gio- vanni. Og sá sem ekki þekkir þennan demón munúðarinnar og ástríðunnar í sjálfum sér mun seint skilja lögmálið þar sem gleðin og sorgin mætast. Og þeg- ar við fyllumst tregablöndnum hlátri yfir örlögum Don Giovanni í logum helvítis í sögulok, þá verður hláturinn þeim mun sárari sem við finnum að þarna brennur partur af okkur sjálfum. Já, hver elskar ekki Don Giovanni þrátt fyrir allt?! -ólg. Don Giovanni er Iragísk persóna segir Kristján Árnason í spjalli um Don Juan og danska heimspekinginn Sören Kierkegaard Kristján Árnason rithöfundur er sérfróður í ritum danska heimspekingsins Sören Ki- erkegaard, sem fjallar mikið um Don Juan og óperu Moz- arts, Don Giovanni, í einu af höfuðverkumsínum, Enten eller. Við byrjuðum á að spyrja Kristján að því hvaða þýðingu Don Giovanni hefði haft fyrir Kierkegaard. Don Juan er ímynd lífsnautna- stigsins í lífi mannsins, - sem Ki- erkegaard kallar “det estetiske stadium“ - en lífsnautnastigið er aftur á móti andhverfa og unda- nfari hins siðferðilega stigs. Don Juan er sem persónugervingur lífsnautnarinnar stöðugt að leita út fyrir sjálfan sig og er þá kann- ski um leið á stöðugum flótta frá sjálfum sér. En þegar maðurinn er kominn á siðferðilega stigið, þá velur hann sjálfan sig sam- kvæmt Kierkegaard. Þegar við lesum verk Kierke- gaards verðum við hins vegar alltaf að hafa í huga að hann skrif- aði verk sín í nafni annarra manna. Umfjöllun hans um Don Juan er skrifuð í nafni lífsnautna- seggsins A. Engu að síður kemur fram í umfjöllun Kierkegaards um Don Juan að hann sér tak- mörk lífsnautnastefnunnar, - að hún leiði til skipbrots og að ör- væntingin og angistin séu á næsta leiti. Lífsnautnastefnan er því fyrir Kierkegaard eitthvað sem menn verða að ganga í gegnum og lifa sig út úr. Þar verður íróní- an mönnum til bjargar, hún eins og sprettur upp úr lífsnautnastiginu og verður milli- stig á milli þess og siðferðilega stigsins. Kierkegaard leggur áherslu á að Don Juan sé sprottinn upp úr kristnum jarðvegi. Á meðan kristin trú gerir meiri kröfur til mannsins en tíðkaðist í heiðni og skilgreinir manninn meðal ann- ars sem anda, þá verður Don Juan demónískur og ofurselur sig holdsins lystisemdum. Hann er því viss hliðstæða við Faust, sem ofurselur sig djöflinum. Kierkegaard vill rekja Don Juan-mýtuna aftur til miðalda, en segir að efninu hafi hins vegar ekki verið gerð fullkomin skil fyrr en með óperu Mozarts. Hann segir að efnið hæfi Mozart á sama hátt og Trójustriðið hæfi Hómer og Faust hæfi Goethe. Kierke- gaard segir að það sé aðeins á færi tónlistarinnar að gefa mynd af þessari persónu í sínu munúðar- fulla og erótíska ístöðuleysi. í leikritinu sem Moliére samdi um Don Juan er persóna hans löguð að lögmáli kómedíunnar og missir þar með það seiðmagn, sem hún á að hafa. Hjá Moliére verður Don Juan of afmarkaður sem persóna og kómískur ein- staklingur. Þar vantar þann trag- íska grunntón, sem Kierkegaard telur að sé í óperu Mozarts. Finnst þér að hugmyndir Kierk- egaards um lífsnautnastefnuna komi skýrtfram í óperu Mozarts og er kannski hugsanlegt að óperan hafi haft áhrif á heimspeki Kierk- egaards? Trúlega hafa skoðanir Kierk- egaards þegar verið mótaðar þeg- ar hann sá óperuna, en ég er ekki frá því að hugmyndir hans kunni að hafa skýrst að einhverju leyti við að sjá óperuna. Mér finnst túlkun Kierkegaards á óperunni vera sannfærandi, og kannski er ég farinn að horfa á hana með hans augum. Getum við litið á Don Juan sem uppreisnarmann ? Já, í siðferðiulegum skilningi. hann býður ríkjandi siðferðihug- myndum birginn. En svo má kannski líka sjá í honum dæmi- gerðan aðalsmann, séðan með augum borgarastéttarinnar. Að- alsmenn bjuggu við annað sið- ferði en borgararnir og höfðu kannski fátt annað fyrir stafni en að njóta lífsins, að minnsta kosti í augum borgaranna. Kannski get- um við líka litið á hann eins og grísku guðina eins og þeir voru túlkaðir af skáldunum. Þeir gátu leyft sér það sem almúginn gat ekki, og skáldin lýstu guðunum oft sem eins konar glaumgosum sem væru hafnir yfir lög og rétt. Býr ekki Don Juan í hverjum manni? Jú, það má segja það, og hann svalar líka óskhyggjunni að ein- hverju leyti. En annars er ég sam- mála Kierkegaard um það að grunntónninn í óperunni sé trag- ískur og að Don Juan sé í raun- inni tragísk persóna. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.