Þjóðviljinn - 20.03.1988, Síða 8
vera
- Hvernig mótast unglingatísk-
an?
- Hvaðafyrirmyndir eiga ung-
lingarnir sér í dag í klœðaburði
oghátterni?
- Hvaða áhrifhafafjármálin á
fatatísku unglinganna og hver
eru áhrifforeldranna?
- Hverjireru helstu tísku-
straumarnir í dag á meðal ung-
linganna - og hvað hefur tekið
við afpönk-tískunni?
Þetta eru nokkrar þeirra
spurninga sem við veltum fyrir
okkur í dag í samtali við kraicka
úr Kópavogi. Þetta eru dæmi-
gerðir unglingar sem teljast ekki
fulltrúar neinna öfgahópa í tísku-
heiminum.
Frásögn þeirra af unglingatísk-
unni ætti að varpa nokkru ljósi á
hugsunarhátt unglinga á tíma-
skeiði þegar uppreisnartískan
eins og við þekkjum hana frá
tímabili Bítlanna, hippanna og
pönkaranna virðist í rénun. Hvað
eru unglingarnir að hugsa í dag?
Við höfðum mælt okkur mót í
aðstöðu nemendafélags Þing-
hóisskóla í Kópavogi á dæmi-
gerðum vetrardegi. Sex krakkar
úr fjórum grunnskólum, Nína
Guðmundsdóttir úr Kópavogs-
skóla, Friðrik Guðmundsson úr
Hjallaskóla, Snorri Bergþórsson
úr Digranesskóla og þau Bergdís
Eysteinsdóttir, Hafsteinn Haf-
steinsson og Sóley Þórarinsdóttir
úr Þinghólsskóla. Eftir að þau
höfðu náð úr sér mesta hrollinum
settust þau niður og við hófum
spjallið.
Fyrst langar mig til að spyrja
hvort unglingar klœði sig eftir sín-
um eigin smekk, eða hvort áhrif
foreldra, vina og félaga eigi ríkan
þátt í klœðaburði ykkar.
Friðrik: Maður klæðir sig bara
eins og maður vill sjálfur.
Auðvitað skiptir það máli hversu
mikinn pening maður á fyrir fata-
kaupum en í aðalatriðum tel ég
að við veljum fyrir okkur sjálf.
Foreldrar okkar reyna að
leiðbeina okkur við val á fötum
en oftast fer þeirra smekkur ekki
saman við okkar þannig að mað-
ur reynir bara á móti að hafa áhrif
á þau.
Nína: Ég held að áhrif frá vin-
um og félögum séu ekki mjög
mikil, sjáif reyni ég til dæmis að
kaupa föt sem ég hef ekki séð
neinn annan í. Mér finnst það
ekki skipta máli hvort fötin eru
dýr eða ódýr, bara að maður fíli
það að vera í þeim.
Hafsteinn: Auðvitað verður
maður fyrir áhrifum frá vinum og
félögum. Ég held að fæstir
myndu vilja vera í fötum sem allir
myndu taka eftir og segja að þau
væru púkó. Mér finnst það ekki
skipta máli hvar fötin eru keypt,
ef maður sér eitthvað bitastætt á
útsölu þá kaupir maður þau þar.
Annars er það mjög misjafnt eftir
hverju menn fara. Sumir reyna
að líta út eins og einhverjar
poppstjörnur eða kvikmynda-
leikarar.
Bergdís: Stelpur pæla miklu
meira í útlitinu heldur en strákar.
Þær reyna miklu meira að vera í
stíl heldur en þeir, til dæmis að
hafa sokka í stíl við peysu. Flestir
krakkar reyna að forðast það að
fara með foreldrum sínum í bæ-
inn. Þegar maður hefur gengið
iengi í sömu fötunum þá finnst
manni eins og maður sé fatalaus.
Gömlu fötin hverfa smátt og
smátt dýpra inn í fataskápinn og
ný föt verða ofaná.
Sóley: Það er eins og að í gamla
daga hafi verið gengið í öllu sem
fékkst. Sumir reyna að pína uppá
börnin sín fötum sem þau fíla alls
ekki að vera í. Flestir unglingar
reyna að fylgja tískunni. Auðvit-
að er smekkur manna mismun-
andi og sumir hafa engan smekk
heldur fara bara eftir vörumerkj-
um.
Friðrik: Ég held að krakkar
sem eru að fermast í dag fari sold-
ið mikið eftir þessu. Þau vilja fá
föt sem eru frá þekktum fram-
leiðanda og þau geta verið í eftir
ferminguna. Sumir strákar vilja
þó fá smóking, en aðrir vilja sam-
stæðar buxur og jakka sem hægt
er að nota sér. Stelpurnar vilja
helst stutt pils og jakka. Ég held
að krakkar hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu fari helst á
Laugaveginn og í Kringluna til að
velja sér fermingarföt.
Hvaðan fáið þið peninga fyrir
fötunum ykkar; vinna unglingar í
dag mikið til þess að halda sér í
tískunni?
Nína: Á sumrin vinnum við
eins og við getum. Sumir fá nátt-
úrlega ekki nema lélega vinnu og
lélegt kaup. Maður reynir að
spara sumarkaupið og hjá mér fer
það yfirleitt í eitthvað stórt, t.d.
upp í utanlandsferð. í haust
keypti ég mér græjur.
Bergdís: Ég vinn um helgar til
þess að reyna að eiga vasapening
og fyrir fötum. Ef kaupið dugar
ekki til þá reyni ég að plata pabba
og mömmu. Það er bara þannig
að ef maður er alltaf í sömu föt-
unum þá taka allir eftir því og
stara á mann. En sumir fíla það
að vera alltaf eins.
Hverjar eru fyrirmyndir ung-
linga í dag, eru það tónlistarmenn,
kvikmyndaleikarar eða einhverjir
aðrir?
Hafsteinn: Á meðan maður er í
7.-9. bekk þá breytist maður
mjög mikið, bæði í útliti og hugs-
un. Ég held að kvikmyndir spili
soldið stórt hlutverk því að pers-
ónubreytingar unglinga þar
byggjast allar á breytingum í
klæðavali. Sjáðut.d. breytinguna
á Olaviu Newton John í Grease
og á stráknum í Can‘t buy me
love. Þarna breytast persónurnar
í rauninni ekkert; þær fá bara ný
föt. Auðvitað verður maður fyrir
áhrifum af þessu og svo hafa
auglýsingar talsverð áhrif.
En hvað með hártísku, eftir
hverju er farið þar?
Snorri: Hártíska er meira ein-
staklingsbundin heldur en fata-
tíska. Þú getur ekki bara skipt um
hárgreiðslu á hverjum degi eins
og föt. Þegar þú hefur valið þér
hárgreiðslu þá þarftu að hafa
hana á hausnum í langan tíma á
eftir. Það er hægt að lita hárið og
aflita en ef of mikið er gert að því
þá getur hárið eyðilagst. Sumir
eru mjög kaldir að gera eins og
þeir vilja og raka af sér hárið,
aðrir safna hári langt niður á bak.
Ég held að hjá strákum sé mest í
tísku að hafa hár niður á háls og
greiða það aftur.
Hafsteinn: Ég fór alltaf eftir
myndum í blöðum sem lágu
frammi á hárgreiðslustofunni og
það var alltaf sama myndin. En
núna er ég hættur þessu og farinn
að segja sjálfur til um klipping-
una.
Ljósalampar, heilsurœkt og
næring eru mjög ofarlega á baugi,
eru þetta tískufyribrigði eða er
þetta komið til að vera?
Sóley: Fólki finnst bara töff að
vera brúnt. Maður verður frísk-
legri og lítur betur út. Það er bara
vandamál hvað þetta er dýrt.
Þetta tal um húðkrabbamein
virðist ekki draga neitt úr fólki.
Og svo eru bekkirnir hreinsaðir
með einhverju sótthreinsandi
efni þannig að AIDS ætti ekki að
geta smitast þannig, þó að ein-
hverjir haldi því fram.
Bergdís: Margir fullorðnir
halda að ljósalamparnir séu bara
fyrir unglinga en það er ekki rétt.
Ég þekki þetta nokkuð vel því ég
vinn á ljósastofu. Þangað kemur í
miklum meirihluta fullorðið fólk.
Það er til dæmis fólk sem er bak-
veikt eða með vöðvabólgu. Ég
tók samt eftir því að þegar fyrst
var farið að tala um að fólk gæti
fengið húðkrabbamein af ljósum
þá minnkaði aðsóknin nokkuð
hjá eldra fólkinu.
Nína: Það er flott að vera
brúnn. En það er eins og allt sem
er í tísku þurfi að vera svo dýrt.
Venjulegir unglingar hafa ekki
efni á að vera í öllu. Eróbikk er til
dæmis mjög vinsælt en rosalega
dýrt. Sama má segja um ljósa-
lampana, venjulegir krakkar
hafa ekki efni á að Iiggja í ljósum
alla daga.
Friðrik: Það er líka þannig að
sumt af því sem er í tísku, sérstak-
lega föt, er mjög dýrt. Dúnúlp-
urnar sem allir eru í núna eru
mjög dýrar og svo rifna þær við
minnsta hnjask. Sumum finnst
það kannski flott að vera í úlpu
sem er öll í plástrum en mér finnst
það bara hallærislegt.
Snorri: Föt eru mismunandi
sterk og mismunandi dýr. Það er
oft hægt að fá föt í verslunum sem
ekki eru við Laugaveginn eða í
Kringlunni miklu ódýrar heldur
en þar. En þá vantar oft vöru-
merkið þannig að fötin verða
ekki eins spennandi.
Hver eru áhrif hins kynsins á
klœðaburð ykkar, hugsið þið ykk-
ur tvisvar um áður en þið farið í
bœinn með krökkum af hinu kyn-
inu?
Snorri: Það fer nú mikið eftir
Hafsteinn: „Þarna breytast persónurnar í rauninni ekkert, þaer fá
bara ný föt.“
Bergdis: „Eftir að Bubbi kom fram í rifnum gallabuxum þá fóru allir Sóley: „Flestir unglingar reyna að fylgja tískunni."
að vera í þessu.“
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988